— GESTAPÓ —
Nornin
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/04
Eru ekki til neinir skátar lengur?

Um hjálpsemi í umferðinni.

Ég er ein þeirra sem hjálpa til í umferðinni. Ég hef svo oft lent í því að verða strandaglópur einhversstaðar, kannski á peysunni í hífandi roki með engann gemsa við höndina og ENGINN stoppar til að hjálpa mér, að ég ímynda mér alltaf að þetta sé ég sem er stopp út í kanti að bíða eftir að einhver stansi og spyrji hvort hægt sé að hjálpa.

Ég lenti í því um daginn að hjálpa ungri konu sem var í bíl fyrir framan mig. Hún var föst á svellbunka og við í smá brekku.
Ég gat ekki bakkað því það var mjög löng röð fyrir aftan okkur og allir svo þétt að enginn komst spönn.
Þetta var á ljósum og þegar að ég sá að hún var ekkert að færast úr stað þegar ljósin urðu græn, stökk ég út úr bíl mínum og ýtti aðeins á hana til að koma henni af klakastykkinu.
Nú hún var hin kurteisasta og flautaði í kveðjuskyni þar sem hún ók yfir á grænu.

Ég stekk inn í bílinn og ætla að elta hana yfir, en kemst að því að ég er pikkföst líka... ég spóla bara og spóla.
Nú ljósin verða aftur rauð og ég held áfram að reyna að koma bílnum úr stað. Fyrir aftan mig var maður í bíl og við hliðina á mér voru 2 strákar sem reyndar voru í svipaðri aðstöðu og ég.
Annar þeirra stekkur út úr bílnum og ég hugsa að nú ætli hann að ýta mér af stað og svo félaga sínum... en nei.
Gaurinn ýtir á félagann og stekkur svo aftur inn í bílinn og ég er ennþá að spóla...
20 bíla röð fyrir aftan mig og allir að reyna að fara yfir á hina akreinina til að komast framhjá. Enginn að hjálpa og örugglega allir að blóta kvennfólki sem kann ekki að keyra!!
(þetta var í iðnaðarhverfi þannig að ég geri því skónna að stæðsti hluti ökumanna hafi verið karlmenn, afsakið þá ályktun ef þið móðgist)

Ok, það var skítakuldi, slydda og hvassveður, en fjandinn hafi það! Er ekki hægt að gera náunganum greiða???
Fíflið fyrir aftan mig var að dunda sér við að troðast yfir og var kominn alveg í rassgatið á mér þannig að ég gat ekki bakkað eða reynt að koma mér af stað því ég rann alltaf smá aftur á bak í hvert sinn sem ég haggaði bílnum.

Fyrir rest (þegar ljósin voru búin að verða græn 4-5 sinnum og ég ennþá að spóla) vitkaðist einhver og leyfð mér að bakka aðeins...
og ég komst af stað.
Ég þakka þeirri manneskju sem hafði vit á að keyra ekki alveg upp að stuðaranum hjá mér og gefa mér pláss til að bakka af svellinu.

Ég var orðin frekar pirruð og það sem gerist þá, er að ég keyri eins og fáviti... allt of hratt og er alveg sama um alla hina í umferðinni!!
Það var ekki fyrr en á 3 ljósum eftir spólið að ég rankaði við mér, á 100 km hraða og búin að fara yfir á einu rauðu ljósi.

Afhverju ætti ég ekki að vera skáti? Á ég ekki að sýna gott fordæmi í umferðinni og aka eins og manneskja en ekki fífl?
Þetta fólk sem var að keyra við hliðina á mér var sennilega ekki sama fólkið og fór ekki út að aðstoða mig.
Hvers eiga þau að gjalda?
Svarið var einfalt og ég róaðist niður.
Þau eiga ekki að gjalda fyrir minn pirring. Kannski voru allir sem voru mér samferða í umferðinni akkúrat þarna, hjálpsamir og tillitssamir ökumenn. Kannski hefðu allir á þessum ljósum stokkið út og boðist til að aðstoða mig.

Ég mun halda áfram að vera skáti í umferðinni, stoppa þegar einhver þarf hjálp. Þetta gæti nefnilega alltaf verið ég.

   (12 af 13)  
1/12/04 10:02

Hexia de Trix

Nú eða ég.

Auðvitað eiga menn að hjálpast að. Þannig er nú veröldin einu sinni.

1/12/04 10:02

Þarfagreinir

Ömurlegt að sjá hvað landinn getur verið mikill argasti fáviti og fífl stundum. En maður á samt að reyna að hjálpa öðrum. Hver veit, maður gæti kannski náð að smita einhvern.

1/12/04 10:02

Limbri

6 stjörnur + fyrir þetta Félagsrit.

Þetta er alveg hárrétt hjá þér. Þú ert hjálpfús og góðhjörtuð yngismær með samviskuna á réttum stað og vit í kollinum. Það skulið þér gjöra öðrum sem þér viljið að aðrir gjöri yður.

Megir þú lengi lifa.

-

1/12/04 10:02

kolfinnur Kvaran

Varst þetta þú! heila eilífð sem þetta tók hjá þér gæskan *blikk*

1/12/04 10:02

Kuggz

Það er alltaf hættan á blámanninum í skottinu, samkvæmt innrættu áhættumati úr erlendum bíómyndum.

1/12/04 10:02

B. Ewing

Nú er ég bara kominn með hrikalegt samviskubit yfir því að skilja eftir 2 stk 17-19 ára stráka sem höfðu greinilega klúðrað handbremsubeygjunni sem þeir ætluðu að taka og enduðu í skafli í vegkantinum. Þar með var nýþvegna '96 módelið af VW Golf á lofti að framan og annar strákurinn að klöngrast um í skaflinum að velta fyrir sér hverning í ósköpunum þeir kæmust nú úr þessu klúðri á meðan hinn spólaði í loftinu annars lagið.

Skamm ég enda varð ég aldrei skáti..

1/12/04 10:02

SlipknotFan13

Við afreynina að kópavoginum á leiðinni frá Hafnarfirði til Reykjavíkur á Hafnafjarðarvegi lentum við félagarnir á rauðu ljósi og þegar við ætluðum aftur af stað spólaði VW golfin bara og við runnum hægt aftur á bak.

Þetta var einmitt á gamlárskvöld, hálftíma eftir miðnætti. Við stukkum tveir drengir út úr smábílnum og ýtum bara á greyið, lítill og nettur skreið hann af stað og jakkafötin lifðu af með örlitla bensínlykt.
Hvíti Hyundai kúp bíllinn fyrir aftan okkur var þá kominn í sama far, spólaði og spólaði og aumingja ökumaðurinn einn í bílnum. Auðvitað fórum við og ýttum honum, en það sem kom á óvart var það að á meðan við stóðum þarna í brekkunni að ýta Hyundainum keyrðu tveir risastórir jeppar fram hjá okkur. Óku einfaldlega upp á gangstéttina, upp á grasið og svo burt. Hvorugum þeirra datt í hug að rétta fram hjálparhönd. Jeppakallar í Reykjavík mega éta frosinn skít, prumpandi um á þessum tippatáknum sínum og takandi upp alltof mörg bílastæði í Kringlunni og Laugavegi...

1/12/04 10:02

Þarfagreinir

Það er vísindaleg staðreynd að sterk fylgni er milli jeppaeignar og sálfélagsfræðilegs fyrirbæris þess er 'andskotans fávitaháttur' heitir á fræðimáli. Þó er orsakasamhengið þar á milli fremur óljóst og hefur ekki verið rannsakað að fullu.
Ég tel að best yrði að gera það með því að smala saman öllum landsins jeppaeigendum á litla eyju og láta þá berjast til síðasta manns í stóru og íburðarmiklu búri. Selja mætti sjónvarpsréttinn að því athæfi til að mæta kostnaði.
Þessi lausn yrði örugglega til mikilla hagsbóta fyrir samfélagið allt.

1/12/04 10:02

Kuggz

Eru s.s. allir búnir að gleyma blámanninum í skottinu sem fluttur var útað sæ og þar sökkt svo dögum skipti. Fannst svo seinna við kantinn og úr urðu forsíður um manndráp eða ekki manndráp af gáleysi en þá kom inn að vell maður með huglesi og setti á blað.

1/12/04 11:00

SlipknotFan13

Ekki man ég eftir þessu. Reyndar botna ég ekki í síðustu setningunni, allt frá "en þá kom inn að vell...".

1/12/04 11:00

Skabbi skrumari

Frábært félagsrit... ég hefði hjálpað... líklega held ég...

1/12/04 11:00

Stelpið

Já, where have all the cowboys gone?
Annars er ég bara soldið fegin að eiga ekki bíl og lenda ekki í svona aðstæðum...

1/12/04 11:00

plebbin

Eitt af þeim beztu félagsritum sem ég hef lesið hingaðtil, hækkaðir í áliti hjá mér Nornin.

Minnz festist líka á gamlárskvöldi á rauðu ljósi einhverstaðar í Kóparvoginum, það var svo hált að hálfa væri hellingur... missti allaveganna af einu ljósi og einn bíll keyrði bara framm úr mér... bakkaði aftur og aftur og komst upp í þriðja skiptið.

Þá skeði það nákvæmlega sama, ég brunaði eins og anskotinn af engri ástæðu. Maður var orðinn svo pirraður.

haha þetta er skondið

1/12/04 11:00

Nafni

Ég tek það fram að ég var ekki staddur þarna,...ekki staddur þarna.

1/12/04 11:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Ég er sammála, það er sannarlega óþolandi þegar maður lendir í einhverjum brösum, sérstaklega á fjölförnum umferðarsvæðum, & allir jeppast bara framhjá & þykjast hvorki heyra nér sjá...
Reyndar vil ég taka það fram að oft hef ég notið liðsinnis hálpsamra vegfarenda , en fæstir þeirra hafa verið á stórum jeppum. Sembeturfer hef ég aldrei lent í svo miklu umferðarklandri að þurft hafi að ræsa út skátana.

1/12/04 11:01

Frelsishetjan

Afhverju var ekkert minnst á mikilfengleika minn í þessum pistli. Vinsamlegast laga þetta.

1/12/04 11:01

Limbri

... áttu jeppa Frelli ?

-

1/12/04 12:00

Frelsishetjan

Jább Willys 1955. Og það er enginn jeppi, jeppi nema Willys sé.

1/12/04 12:01

Heiðglyrnir

Munið þið eftir þættinum hans Ómar Ragnas, um vetraraksturinn, alveg með ólíkindum að maður muni þetta svona ungur Riddari, en í þessum þætti var hann með svona TEPPALEPPA TVO í skottinu fullbúna með snæri sem búið var að binda lykkju á. Var lykkjunni brugðið um stuðarnn hvoru megin og teppalepparnir settir við hljóbarða í aksturstefnu, síðan var bara keyrt upp á TEPPALEPPANA góðu sem gáfu góða spyrnu til að taka af stað, og þér síðan drógust á eftir bílnum þangað til óhætt var að stoppa, ótrúlega mögnuð endurminning.

Nornin:
  • Fæðing hér: 3/11/04 22:45
  • Síðast á ferli: 6/9/13 18:44
  • Innlegg: 1651
Eðli:
Nornin er daðurdrós og duflar við allt karlkyns.
Fræðasvið:
Galdur og seiður.
Æviágrip:
Hún fæddist á fullu tungli og það hefur haft áhrif á hegðun hennar alla æfi.