— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Saga - 2/12/08
Kveikur og kúnst

Mig langar að skrifa sögu. Vér látum ykkur eftir að dæma. Eitthvað segir mér að endirinn fáist ekki í fyrstu útgáfu. Eigum við ekki að kalla þetta Kafla 1.

,,Þykir mér þá frekar fróðlegt að vita til slíkra verka!" þaut út úr munni Sigvalda á sömu stundu og hann skellti hnausþykku búnti samningsins á borðið. ,,Og hvað viltu að ég geri við þetta?" sagði mjóróma rödd sem sat í gömlum og ískrandi skrifborðsstól gegnt honum. Sigvaldi stóð renndi seinni erminni í frakkann og hugsaði sig um meðan hann gekk yfir kontórinn, staðnæmdist við dyrastafinn, tók hann haldi og opnaði hurðina: ,,Og ég hélt þú stigir í vitið! Varla á Tómas, aumt möppudýrið, að skrifa undir!? sagði hann háðskur Viltu lesa þetta yfir og sér í lagi fimmtu greinina. Við ræðum hana eftir klukkustund."
Hann gat verið drundi hann Sigvaldi, sér í lagi svefnlaus og illa nærður, og skammaðist sín ekkert fyrir það. Nógu mikið aðhald skyldu menn hafa á skapi sínu í kringum gríslingana þó fullveðja menn og konur þyldu meðferð sem að hans mati var knappt, skilvirkt og réttlátt form samskipta. Húmor í skilningi Sigvalda mátti síst vanta í hvers lags umræður og annað slagið dembdi hann bröndurum yfir viðmælendur sína. Gallinn var sá að fáir deildu skopskyni sem sneri miskunnarlaust að þeim og aldrei var sjálfsrýni á boðstólum Sigvalda. Dyrnar lokuðust

Tómas hugsaði sig örskotsstund um að hitta þá nýfundnu, indælu Erlu. Það kætti hann: Á fyrirframákveðnu stefnumóti sem hann átti á kránni í kjallaranum á móti. Þar ætluðu þau að borða saman og ef hann væri heppinn fengi hann að strjúka lokk frá andliti hennar, spjalla um ljóðin hennar og jafnvel hafa þor í sér að bjóða henni í einhverja sýninguna. Svo myndi hann mæta til baka og segja saminginn lýtalausan. ,,En andskotinn hafi það! Karluglan fer auðvitað að spyrja mig úr og jafnvís til að reka mig og þann síðasta..." Hann dæsti, hljóp niður stigann sótbölvandi öllu og hugsandi leiðir til þess að láta þetta ekki enda strax. Hann mátti ekki til þess hugsa að hún færi að leita annarra fiska í sjónum. En húsnæðislaus fiskur var fáum yndismeyjum gagn svo fresta þyrfti því sem hann hafði þráð frá því að seinasta fundi þeirra í búðinni lauk. Leiguna skyldi greiða, íbúðarkytrunni sem minnti frekar á skáp en hvað annað myndi hann halda.
Ef hann skynjaði hana rétt væri hún komin nú þegar hugsaði hann með sér með svip óttafullrar kindar er hann gekk inn. Klukkan var tólf. Kjallaraholan var snotur; dökkt innréttuð með grænum skermum utan um loftlampana, þröng og yfirfull af myndum hins gamla tíma. Tíma þegar ljósmyndir voru svo fágætar að ekki var verið að spreða þeim á náttúru eða skringilegheit. Hús hér, verkamenn í forgrunni nýuppsettrar verksmiðju þess tíma þar og ein af vígslu kirkjunnar með öllum tiltækum bæjarbúum dreifðir utandyra hennar. Tíma þar sem lífið var einfaldara og erfiðara hugsaði hann sér.
Hann skimaði yfir staðinn og veitti því athygli að meira var að gera en seinast. Setið var í öllum hornum, við barborðið og vitaskuld á Stamtisch. Eitt borð var laust og hann settist niður á bekkinn svo hann hefði betri yfirsýn, kom hvergi auga á ljósa lokka Erlu. Hugsaði með sér að afsökun á fyrsta stefnumóti væri ekki leið til að sigra hjarta en var svo sem ekki viss um að það væri viljinn. Leikurinn stóð þó til þess: Hann vildi stofna til bús og fjölskyldu. Ekki skyldi hann alllengi staldra við í fyrirtæki Sigvalda braskara.

Nokkrum sekúndum síðar birtist par á gættinni. Meðalmaður á hæð með hatt birtist í dyragættinni með rósakjólsklædda ljóshærða dömu við hlið sér. Og við nánari athugun var þetta Erla, manninn þekkti hann ekki. Meðan að blóðið spratt fram í kinnar hans ákvað taugakerfi heilans að nóg væri komið. Hann reis upp, skyrtuklæddur og yggldur á brún, strunsaði fram hjá þeim án þess að bjóða góðan dag og gekk hröðum skrefum í braskið. Samningurinn skyldi fá það óþvegið og allt það litla sem vald hans náði yfir í þessari bitru veröld.

   (17 af 25)  
1/12/08 20:01

Texi Everto

Vantar meiri kúabjöllu.

1/12/08 20:01

Kífinn

Já, á ég að kippa þessu út og setja djús í það? Þetta á að vera fyrsti kafli. En kannski best að geyma og birta sem eina langloku.

1/12/08 20:01

Litla Laufblaðið

Ég er nú engin sérfræðingur en mér þykir þetta nokkuð gott bara.

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.