— GESTAPÓ —
Kífinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 2/11/07
Um samband

Mér var sagt að enginn karlmaður vildi kvænast. Eðli það er býr í karlinum segir veiðimaður og eðli konunnar verndari. Hagkvæmnisrök réðu þar mestu þar sem tveir aðilar orka jú meiru en einn að jafnaði. Samfélagið hefði sniðið sinn stakk eftir þessum vexti. Mér var sagt að engin kona vildi vera gift, neyðin knúði á þessa málamyndun.

Þess má geta að ég er skilnaðarbarn (ekki fara að vorkenna mér, ég hef það ansi gott) og var í minnihluta en er nú að færast í meginstraum eftir því sem tímapunktar týnast fleiri og nýjir finnast. Tíðni skilnaða hefur aukist með valsamfélaginu. Skuldbindingar er einungis að finna í lánum og einstaklingurinn er settur í fyrsta sætið. Fólki er sagt upp því atvinnurekendur kannast ekki við ábyrgð sína og fólki er sagt upp með skilnaðarpappírum vegna ýmissa kvilla sem ekki voru fyrirséðir við kaupin á altarinu.
Sýnist mér sem svo að þjóðin hallist á sveif með draumóramanni nokkrum í Kína á 19. öld sem aðhylltist kommúnisma og forsendur sem hann gaf sér voru ærið tilkomumiklar: Stofnanavæðing uppeldis, foreldrar áttu ekki að hafa áhyggjur af börnum sínum né uppeldi þeirra, afnám einkvænis (eða ekki meira en 3ja ára samband með sömu manneskjunni) og annað af slíku tagi. Hann vildi koma á frjálsara umhverfi og ríkið átti að mennta pöpulinn fríkeypis.

Enn heyrast þjóðsögur af fólki sem skilur ekki. Þessar þjóðsögur verður að kveða í kútinn svo óraunhæfar væntingar blundi ekki í sálum fólksins sem heldur að það sé eitthvað skrítið að vilja skilja.
Tíðni held ég að hafi verið nefnd um helmingur giftra/kvæntra skilja áður en dauðinn kemur við sögu. Hver ætli þessi tíðni sé hjá ný-giftum/kvæntum? Eigum við að endurvekja eðli Homo Sapien sapien? Eða eigum við að skapa nýjan Sapien? Hver er veiðimaður og hver verndari? Brauðfæðuhlutverkið og siðferðishlutverk. Eigum við?
Ég vil kvænast, bara til að prófa hvað er hæft í þessu, en finnst það gengið of langt á rétt mannekjunnar er ég myndi giftast að leyfa mér slíka tilraun. Eða hvað? Allir virðast stunda þetta án þess að hugsa út í afleiðingar.
Ég bið því um viðbrögð: Eruð þið öll kæru ekki komin með hundleið hvort á öðru í giftingarlegum skilningi og ef ekki; fer þá ekki að líða að því?

   (18 af 25)  
2/11/07 15:01

Offari

Ég var eitt sinn sambandssinni.

2/11/07 15:01

Dexxa

Ég er nú ekki gift og hef aldrei verið.. en ég er í sambandi og get ekki séð að ég eigi eftir að fá leið á mínum maka á næstu árum.. eða nokkurn tímann..

2/11/07 15:01

Anna Panna

Ég ætla aldrei að skilja. En ég ætla reyndar aldrei að giftast heldur (held ég), svo ég er sjálfkrafa útilokuð sem tilraunadýr þitt...

En talandi um sambönd, þetta er mjög raunsönn lýsing á því hvernig þetta gengur fyrir sig: http://www.youtube.com/watch?v=mTkp9UqVVHs&feature=channel

2/11/07 15:01

krossgata

Í gær voru 24 ár [Fær aðsvif] síðan ég gekk í hjónaband.
[Hrökklast afturábak og hrasar við]

Ég er ekki gefin fyrir að fylgja straumnum svo ætli ég láti það ekki vera að skilja.

2/11/07 15:01

Villimey Kalebsdóttir

Ég er nú líka skilnaðarbarn. Annars trúði ég einu sinni á sambönd.

Ég held að ég ætti ekki að tjá mig um þetta mál.

[Laumast út]

2/11/07 15:01

Regína

Ég er þeirrar skoðunar að það að vera heppin/n í ástum sé að búa með sama maka (hjónaband eða ekki er minna atriði) ævina út, og vera ánægð/ur með það alla jafna.
Þetta er til, ég þekki fólk sem er heppið í ástum.
En ég er það ekki. Ekki enn að minnsta kosti.

2/11/07 15:02

Dula

Já ég veit að mér finnst að fólk eigi að giftast til fimm ára í einu og svo endurnýja eftir þörfum, svona einsog að símennta sig á þessu sviði sem öðrum , held að hjón og pör sinni sjálfu sambandinu ekki nógu vel og skilji þessvegna,
bara rækta garðinn sinn og hafa kvaðir um það .

2/11/07 15:02

Nornin

Það vilja jú fæstir karlmenn giftast. En sumir vilja þó kvænast.

2/11/07 15:02

Huxi

Að kvænast er góð skemmtun. Athugið að hjónaband þetta er aðeins leyft 18 ára og eldri...

2/11/07 15:02

Kífinn

Fróðlegir belgir hér.
Offari: Það finnast fínar Vinstri dömur um allar grundir.
Þetta er keimlíkt minni ádeilu frá gagnstæðum enda Anna Panna.
Vá Krossgata, vel gert (gefið að Önnu Pönnu pælingin eigi ekki við umrætt tilfelli) og skál!
Obbosí Villimey, en öll von ar varla úti enn.
Regína; það kemur. Og hefurðu hitt þetta fólk í persónu? [glottir eins og api]
Þetta er fín tillaga Dula laus við öfgar og byggir á röklegum grunni. Svona rúmleg menntaskóla-lengd eða háskóla-. Það eru fáir sem verða eilífðarbusar en til eru dæmi um menn sem hófu nám sitt við HÍ fyrir 50 árum og eru þar enn, oftast við kennslu nema þeir treggáfuðustu. Að öllu jöfnu færir fólk sig nú á dögum um set á hálfs tugs fresti, eigi það þess kost.
Þessu verður breytt Nornin, þakka þér fyrir og afsakaðu villu.
Takk fyrir það Huxi; til eru undantekningar frá reglu, síðasta dæmi þess efnis kom á þessu ári. Það lá við að ég missti kjálka niður fyrir gólffjalir þegar ég sá það í fréttum. Hvað meinarðu annars með belgnum?

2/11/07 15:02

Villimey Kalebsdóttir

Ég vil taka það fram að trúleysi mitt gangvart samböndum hefur ekkert með það að gera að ég er skilnaðarbarn.

2/11/07 16:00

Regína

Kífinn: Já, til dæmis foreldrar mínir, og fleiri. En taktu eftir að ég sagði alla jafna. Það er engin ástæða til að vera óraunsær.

2/11/07 16:01

Texi Everto

Við Blesi erum góðir saman þar til dauðinn aðskilur okkur!

2/11/07 16:01

hlewagastiR

Texi er greinilega Megas, sá er orti:

Blesi minn í brekkunni góðu
búinn er þér hvílustaður
einhvern tímann ái ég með þér
örþreyttur, gamall, vonsvikinn maður.

2/11/07 17:01

Kiddi Finni

'Eg kvæntist nú einu sinni og það entist stutt. Svo, eftir það, ég fór til útlanda (frá Finnlandi ss.) og kvæntist aftur. Það eru 16 ár siðan og hefur nú gengið á ymsu.(sem er önnur saga; fleiri aðilar hafa samt aldrei verið í dæminu) En hér erum við og ætlum að vera áfram og lífið hefur verið gott. Langvarandi samband getur alveg gengið upp og verið hamingjusamt.
Fólk þroskist í sambandi og með tímanum. Eða svo ekki.
Annars: skál fyrir íslenskar konur. Get mælt með þeim!

2/11/07 17:02

Einstein

Ég er einn af þeim sem kaus fyrir löngu að feta ekki í þessi fótspor, þ.e. að ná mér í maka. Mér fannst það ekkert spennandi og ég hafði margt annað að hugsa, þrátt fyrir að einstaka sinnum hafi náttúran látið á sér kræla. Mér finnst ég vera hamingjusamur og afskaplega frjáls maður í dag og sé í raun ekki eftir þessari ákvörðun.

2/11/07 18:01

Galdrameistarinn

Ég vil bara vera lausríðandi.

Kífinn:
  • Fæðing hér: 25/10/04 10:30
  • Síðast á ferli: 14/10/14 01:14
  • Innlegg: 1425
Eðli:
Augun blá og hárið hátt
hálsinn ofar spölum.
Nefið mikið, mittið smátt
miltað veldur kvölum.
Fræðasvið:
Af hverju litir byrja ekki á sérhljóða? Doktorsrotgerð og rannsóknarvinna styrkt af Hörpu.
Æviágrip:
Borinn bur barst bóli bjarna
bagalegur, búlduleitur.
Burtu býður bægslum barna
bjartur brýtur beisnar breytur.