— GESTAPÓ —
Z. Natan Ó. Jónatanz
Friðargæsluliði.
Heiðursgestur.
Sálmur - 31/10/07
TIL LÍFS

Hvar ertu, sem ég eltist við að finna,

mitt eðla ljós sem tæpast kviknað hefur,
en lifir þó – & læviblandið sefur
í leyndum kimum hugaróra minna ?

Þér bregður fyrir bakvið fánýtt hjómið
á björtum degi, tælandi mitt hjarta...

en þegar húmið svífur yfir, svarta,
þú svarar engu – hverfur útí tómið.

Allar þær nætur angistar & kífs
um eilífð virðast ríkja í sálu minni,

& framundan er feigðarinnar ós.

Vonandi má það verða mér til lífs
á vatnsins botni að þig loks ég finni,
mín huldumær, mín hamingjunnar rós.

   (7 af 18)  
31/10/07 21:00

Aulinn

Já þetta er bara andskoti flott.

31/10/07 21:00

hvurslags

Mögnuð sonnetta; ekki í þessum klassíska "Z.Natan" stíl(og oft eru þau slík ljóð sem standa upp úr að lokum). Annað erindið er sérstaklega skemmtilegt, þó þetta eðla ljós sem er tæpast kveikt sé nokkuð snúið að átta sig á.

31/10/07 21:00

Wayne Gretzky

Frábært!Frábært!Frábært! Magnað!Bravo

[ gefur Z vindla ]

31/10/07 21:00

Billi bilaði

Þetta er fallegt, takk fyrir.

31/10/07 21:00

Kífinn

Flott, hjartnæmt. Skál og takk

31/10/07 21:00

Huxi

Hvílík sóun að eiga slíkt höfuðskáld á meðal vor, þegar hin hefðbundna ljóðlist er svona lítils metin hjá heimskum og ílla uppdregnum lýðnum. Ó vei, ó vei...

31/10/07 21:01

Lopi

Verði ljós!

31/10/07 21:01

Andþór

Snilld.

31/10/07 21:01

Lokka Lokbrá

Vá! Hvað þetta er flott.

31/10/07 21:01

Þarfagreinir

Vel magnað.

31/10/07 21:01

Wayne Gretzky

Minnir á uppgjör Regínu.

31/10/07 21:01

Rattati

Flott. Virkilega flott.

31/10/07 21:01

Sundlaugur Vatne

Glæsilega kveðið, kæri skáldbróðir, og ekki spilla efnistökin heldur.

31/10/07 21:01

Regína

Það kemur vel út að skipta línunum svona.
Þetta er meistaraverk.

31/10/07 21:01

krossgata

Aldeilis frábært aflestrar.

31/10/07 21:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Takk .

31/10/07 21:01

Garbo

Glæsilegt.

31/10/07 21:02

Loki

Þar fer skáld.

31/10/07 21:02

Dula

Bravo !

31/10/07 21:02

Skabbi skrumari

Áhrifaríkt, þú ert vissulega skáld...

Skál(d)

31/10/07 21:02

Glúmur

Þetta er stórkostlegt! [Les og les, og les]

31/10/07 22:00

Upprifinn

Þetta er einfaldlega frábærlega vel gert.

31/10/07 22:01

Álfelgur

Mjög flott.

31/10/07 22:01

blóðugt

Þú ert einfaldlega alltaf bestur Z. Natan.

31/10/07 22:01

Günther Zimmermann

[Tekur ofan]

31/10/07 22:02

Jóakim Aðalönd

Þetta er sko gott ljóð. Skál!

31/10/07 23:01

Heiðglyrnir

Víst má þig róa-á vísan...Riddarakveðja.


1/11/07 01:02

Hexia de Trix

Meistarastykki!

Megir þú finna þitt eðla ljós, og festa það í hönd þér.

1/11/07 05:01

Tina St.Sebastian

[Andvarpar]

Z. Natan Ó. Jónatanz:
  • Fæðing hér: 15/10/04 11:00
  • Síðast á ferli: 18/2/24 17:31
  • Innlegg: 2312
Eðli:
Gerir margt betur en að gera margt.
Gerir fátt betur en að gera fátt.
(Betra að gera fátt vel en margt illa)
Fræðasvið:
Kvæðafúsk & fræðagrúsk
Æviágrip:
Fæddist & fræddist.
Fæðir & fræðir.