— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
20 Staðreyndir sem karlmenn einir vita II

Eftir líflega umræðu um fyrri hluta þessa ritbálks þá er seinni hluti hans birtur hér með. Þó er aldrei er að vita nema að viðaukar verði við þetta síðar meir.


*-* Pottaleppur er einn af jólasveinunum og kemur oft rétt fyrir jól og hrekkir fólk í eldhúsinu.

*-* Takkar á fjarstýringum eru til að ýta á í óhófi.

*-* Það tekur nákvæmlega tvær komma þrjátíuogsex sekúndur að komast að því hvort sjónvarpsefni á hverri sjónvarpsrás sé áhugavert eða ekki. Reynist efnið ekki áhugavert er skylt að skipta tímanlega um stöð.

*-* Fæðuflokkarnir fimm eru: Snarl, bjór (gos fyrir okkur antidrykkjumenn), snarl, bjór (gos fyrir okkur antidrykkjumenn) og snarl.

*-* Það eru til fallegar spyrnur.

*-* Diesel og bensín eru ekki sami hluturinn.

*-* Bílar endurspegla ímynd þess sem ekur. Góður bíll = Gott fólk.

*-* Sjónvarpsmarkaðurinn er ekki eitthvað sem hægt er að horfa á nema til að hlæja að því, svipað og Omega.

*-* Sá maður sem á verkfæratösku sem er léttari en snyrtitaskan hennar er gerður útlægur úr karlasamfélaginu.

*-* Það eru kartöflur í snakki. Ergo: grænmetisfæði = hollt og gott.

*-* Hraðhreinsun var fundin upp fyrir jakkafataklædda karla.

*-* Þeir karlar sem passa of mikið upp á útlitið eru konur (í metródulargerfi).

*-* Góður bíll er stór, kraftmikill og fær fólk til að glápa en ekki hlæja.

*-* Að eiga snekkju er gott merki um að eitthvað sé að í honum typpalyng.

*-* Strætóar eru málaðir gulir til þess að þeir séu nógu andskoti hallærislegir.

*-* Tölvur eru ekki heimskar. Til að vera heimskur þarf vit og tölvur hafa ekkert vit.

*-* Dótabúðin er með löngum röðum af dekkjum, ljósum, verkfærum o.þ.h., og ekkert af því er úr legói.

*-* Hægt er að skipta um dekk í fjórum skrefum. 1) Losa dekkið 2) Lyfta bílnum upp 3) Taka dekkið af 4) Festa nýja dekkið á 5) Láta bílinn síga.

*-* Hinn fullkomni listi yfir staðreyndir sem aðeins karlmenn vita er ekki til.

   (10 af 36)  
1/12/06 16:01

Billi bilaði

[Fer og kaupir sér verkfæratösku]

1/12/06 16:01

krossgata

En ef kona á verkfæratösku sem er töluvert þyngri en snyrtitaskan bæði hans og hennar?

1/12/06 16:01

Regína

Ég ætti kannski að fá mér verkfæratösku. Ég á svo mörg verkfæri. Hvert er svo 20. atriðið?

1/12/06 16:01

B. Ewing

Þyngdarviðmiðin ná aðeins til karla held ég. Eigi hann enga verkfæratösku þá ber honum að bæta samstundis úr því.

1/12/06 16:01

B. Ewing

20. atriðið. Sjá 19. atriðið

1/12/06 16:01

Billi bilaði

20. atriðið hlítur að vera 5. atriðið í fjögra skrefa dekkskiptingarleiðbeiningunum. [Klórar sér í höfðinu]

1/12/06 16:01

Dula

1. Konan hefur ALLTAF rétt fyrir sér og þér.
2. Ef þú trúir henni ekki, sjá fyrsta lið.

þetta er allt sem karlmaður þarf að vita

1/12/06 16:01

Offari

Ég efast aldrei um dómgreind eiginnkonunnar hún hafði alla vega vit á því að velja sér réttann mann.

1/12/06 16:01

B. Ewing

Ég tek undir með Offara.

1/12/06 16:01

Nermal

Það er hægt að fara í helgarferð með EINA tösku.

1/12/06 16:01

Regína

Það vita nú allir Nermal. Og í þessari einu tösku er allt sem þú þarft, þar á meðal hin taskan.

1/12/06 16:01

Hakuchi

Þetta er allt sama déskotans tóbakið.

1/12/06 16:01

laumupuki

Jahhá

1/12/06 17:02

Blástakkur

Af hverju getur fólk ekki bara verið fólk frekar en einhverjir "kallar og tjellingar"?

Eru svona margir óöruggir með sína kynímynd að þeir þurfa alltaf að vera að lifa sig inn í einhverjar svona staðlaðar stereótýpur af konum og köllum?

Dula: Þetta er uppskriftin að útbrenndum karlmanni.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.