— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Pistlingur - 1/12/06
Staðreyndir sem karlmenn einir vita.

Eftir að hafa lagst í ítarlega rannsóknarvinnu þá hafa þessar sláandi niðurstöður nú loksins komið fram. Þeim ber að fagna eins og öllum öðrum merkilegum uppgvötunum. Tilnefningar til Nóbelsverðlauna eru vel þegnar.

*-* Þvottavélin fer um íbúðina og étur upp óhreina þvottinn, þvær hann og skyrpir honum að lokum á þvottasnúruna.

*-* Uppþvottabursti er flókið áhald. Þeytari er áhald sem fyrir löngu á að vera orðið mótorknúið. Hamar er hinsvegar einfalt áhald og borvélar eru auðveldar í notkun, sérstaklega höggborvélar.

*-* Ísskápar þurfa að vera í hverju rými og allir þurfa þeir að innihalda hressandi drykki.

*-* Sjónvörp eru einnig nauðsynleg á sömu stöðum og ísskáparnir.

*-* Bílskúrar eru fyrir bíla og menn. Þess vegna væri réttara að kalla þá ,,Bílmannaskúra”.

*-* Heimabíó er mekka.

*-* Uppvask er fjármálahugtak yfir hækkandi vöruverð.

*-* Það er ekkert hægt að elda nema eldur sé til staðar, eins og við grillið. Þá fyrst er áhugavert að ,,elda” (lesist grilla).

*-* Til að fá athygli ber að sækjast eftir henni utan meistaradeildarinnar, bikarkeppninnar, landsleikja, kappaksturíþróttamóta, úrvalsdeildarleikja og annarra stórviðburða á sviði íþrótta.

*-* Takkar eru af hinu góða, því fleiri takkar þeim mun betra tæki.

*-* Orðin ,,Við þurfum að tala saman” kallar fram ótta innan í hvaða manni sem er óháð því um hvað á að tala. Þessi sjö orð eru því af hinu illa.

*-* Það er hægt að fara í stríð en ekki í vax.

*-* Ef bálkösturinn okkar brennur ekki fullkomlega til ösku þá tökum við því sem tapi.

*-* Spariföt eru spari vegna þess að þau eru óþægileg og passa ekki.

*-* Þar sem fjórir menn koma saman er talað um íþróttir

*-* Þar sem fjórar konur koma saman er talað um menn.

*-* Föt sem pössuðu áður en virka núna full þröng hafa hlaupið.

*-* Í gráa fiðringnum á að hitta skvísur og keyra um á mótorhjólum.

*-* Betri helmingurinn á alltaf við um kökur.

   (11 af 36)  
1/12/06 10:01

krossgata

"Þar sem fjórar konur koma saman er talað um menn"..... er það staðreynd sem bara karlar vita? Þetta átti kannski að vera staðreyndir sem karlar einir vita og ein getgáta?

1/12/06 10:01

hvurslags

Það er getgáta sem við karlar höfum heyrt í hvívetna í félagsskap hjá grillinu.

1/12/06 10:01

B. Ewing

Það er ekki flókið að skýra þessa staðreynd sem krossgata nefnir. Ef karlmaður labbar t.d. framhjá kvennahópnum þá kemst hann varla hjá því að heyra umræðuefnið, sem er um menn. [Labbar um í hringi og sperrir eyrun]

1/12/06 10:01

Tigra

Já en þá eru ekki BARA karlar sem vita það að við getum ekki hætt að tala um ykkur.

Hinsvegar eru "Við þurfum að tala saman" fimm orð en ekki 7, seinast þegar ég taldi.

1/12/06 10:01

Ívar Sívertsen

*-* Til að fá athygli ber að sækjast eftir henni utan meistaradeildarinnar, bikarkeppninnar, landsleikja og úrvalsdeildarleikja.

Hér þarf að bæta við Formúlu 1 í þennan lista.

1/12/06 10:01

Tigra

En já, eins og ég stal svo heiðarlega einhverstaðar, en fannst svo sniðugt:

WHAT A WOMAN SAYS:
Cmon...This place is a mess!
You and I need to clean.
Your pants are on the floor
and you'll have no clothes
if we don't do laundry now!

WHAT A MAN HEARS:
C'MON....blah, blah, blah
YOU AND I blah, blah, blah
blah, blah ON THE FLOOR
blah, blah, blah, NO CLOTHES
blah, blah, blah, blah, NOW!

1/12/06 10:01

B. Ewing

[Bætir formúlunni við] Hvernig er hægt að gleyma þessu?

1/12/06 10:01

Ívar Sívertsen

Auk þess mætti eftirfarandi vera:
*-* Ef karlmaður situr við sjónvarpið og virðist skemmta sér vel yfir því sem þar er að gerast þá skal líta á það sem helgistund og forðast ber að trufla karlmanninn á þeim tímapunkti.

1/12/06 10:01

Jarmi

Hér er eitt sem bara karlmenn vita:

"Já, þú ert feit í þessum buxum" er ekki sagt af illsku heldur til að samþykkja það sem gyðjurnar virðast svo heitt þrá að heyra. (Nóg kaupa þær af buxum sem svo virðast láta þær líta út fyrir að vera feitar.)

1/12/06 10:01

Dula

Hvar fæ ég svona þvottavél. Og ég á helling af buxum sem láta mig líta út fyrir að vera enn meira sexý en ég raunverulega er

1/12/06 10:01

Dula

1/12/06 10:01

Galdrameistarinn

Helvítis smókingurinn hefur hlaupið.

1/12/06 10:02

Tina St.Sebastian

"Þeytari er áhald sem fyrir löngu á að vera orðið mótorknúið"

Hefurðu aldrei séð rafmagnsþeytara? [Klórar sér í höfðinu]

1/12/06 10:02

Kondensatorinn

Eitt enn:
Þessi spariföt eru fín sama og ekkert notuð þótt þau séu tíu ára.

1/12/06 10:02

Hvæsi

Þetta er svoooo satt !

Skál !

1/12/06 10:02

Nermal

Við þurfum bara þrenn skópör. Hversdagsskó, sparikó og kuldaskó.......

1/12/06 10:02

Tina St.Sebastian

Þessu er hægt að rúlla saman í eitt með svörtum brettaskóm.

1/12/06 10:02

Offari

Ég heyri bara það sem ég vill heyra.

1/12/06 11:00

Jarmi

Önnur staðreynd sem bara karlmenn virðast gera sér grein fyrir:

Bjór inniheldur ÖLL næringarefni sem nokkur lífvera gæti nokkurntíman þurft á að halda. Bjór getur því leyst af hólmi alla fæðuflokkana 5 (eða hvað þeir eru margir).

1/12/06 11:00

Tina St.Sebastian

Þetta er nú alkunna í mínum vinahóp.

1/12/06 11:00

Blástakkur

Er gestapó orðið að einhverskonar Venus-Mars nautaskítsrugli?

1/12/06 11:01

Nermal

Hin fullkomna sjö rétta máltíð er pizza og bjórkippa!!

1/12/06 11:02

Grágrímur

Sammála Blástakki. Síðan hvenær felst karlmennska í leti, ofáti, heimsku og tillitsleysi?

1/12/06 11:02

feministi

Við þurfum að tala saman!

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.