— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Gagnrýni - 2/11/05
Jólagjafakaup og merking gjafa - UPPFÆRT

Það er ekki heiglum hent að velja réttu gjöfina, sérstaklega á þetta við hugmyndasnauða grjónapunga sem muna ekkert sem við þá er sagt.<br /> Hér fer í hönd gagnlegur tékklisti fyrir þá sem ætla sér út á kaupvanginn til að finna hið eina rétta.

Til að velja góða gjöf er ekki nóg að hugsa um umbúðir og innihald eingöngu heldur líka hvaða hugsun myndi koma upp fyrst þegar gjöfin er augum litin af þiggjandanum.

Frá honum:
Gloss = Hann þolir ekki varirnar á mér
Hrukkukrem = Honum finnst ég vera ógeðslega gömul
Ilmvatn = Honum finnst ég vera ógeðsleg
Handáburður og bómullarhanskar= Hann vill ekki að ég komi við sig
Gjafakassi með snyrtivörum = Honum finnst ég vera ljót
Nuddolía = Ok, ég er bara ógeðsleg að framanverðu!
Baðlínuvörur = Ég er ömurlega hallærisleg
Húðmjólk = Ég er með ógeðslega húð, allstaðar!
Allar brúnkuvörur = Ég er eins og næpa
Augnkrem = Ég er með heilan IKEA poka undir augunum
Sturtusápa = Hann þolir ekki lyktina af mér
Veski = Ég er hallærisleg með honum úti á lífinu
Snyrtitaska = Ég á semsagt að fylla hana af nýju dóti, OMG!
Litaspjald (Beautykitt) = Ég er herfa!
Fótanuddtæki = Er ég einhver 1944 kelling?
Krullujárn/sléttujárn = Hárið á mér er viðbjóður
Saumavél = Er ég 68 ára í dag?
Föt sem reyndust of lítil = Honum finnst ég feit
Föt sem reyndust of stór = Honum finnst ég vera jafnfeit og þetta tjald er
Skartgripir = Ég er portkona og mella í hans augum
Föt sem passa = EKKI TIL
Nærföt = HÆTTUSVÆÐI!

Ég geri ekki ráð fyrir að álíka vandamál sé uppi með gjafaval handa grjónapungunum en hvað veit ég, ég er bara grjónapungur.

UPPFÆRSLA:
Þess ber að geta að listi þessi var unninn upp úr bæklingi sem Hagkaup sendi frá sér nýlega og heitir GJAFAHANDBÓKIN 2006 - ÞÚSUNDIR HUGMYNDA AÐ FRÁBÆRUM JÓLAGJÖFUM

Allar gjafirnar sem skrifaðar eru á listann eru á meðal þessarra frábæru gjafa.

   (12 af 36)  
2/11/05 03:01

Billi bilaði

Gefðu ekta demant. Það getur ekki klikkað.
(Það er líka góð leið til að hætta að reykja, drekkja, djamma, fara í bíó, kaupa sér föt o.þ.h.)

2/11/05 03:01

Offari

Ég lenti í vandræðum í fyrra eins og ég sagði frá í félagsriti mínu Jólasaga:http://www.baggalutur.is/gestapo/profile.php?mode=viewprofile&u=176 8&n=3898

2/11/05 03:01

Offari

Það er vonlaust að finna réttu gjöfina handa konunni.

2/11/05 03:01

Þarfagreinir

Af hverju ekki bara að gefa góða bók? Það geri ég oftast. Eða DVD. Ég er svo ófrumlegur.

2/11/05 03:01

Offari

Pink floyd gæti virkað í þínu tilviki, en ég þyrfti að kaupa Duran Duran og það gerir enginn heilvita maður.

2/11/05 03:01

Nornin

Jæja strákar mínir.
Lausin á þessu er að láta draumadísina skrifa óskalista.
Við vitum nefnilega alveg hvað þið eruð vonlausir [flissar]

2/11/05 03:01

B. Ewing

Það virkar ekki ef hún er "komdu mér á óvart" týpan. [Blikkar Nornina]

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Ef hun er "komdu mér á óvart" týpan, skaltu segja henni að loka augunum, leiða hana svo út og keyra yfir hana á jeppaum. Það ætti að koma á óvart.

2/11/05 03:01

Anna Panna

Ok, málið er að karlmenn nota afskaplega fáar af þessum vörum og enda oft á því að kaupa bara „eitthvað” bara af því að afgreiðslustúlkan mælir með því.
Konur eru hins vega oft búnar að prófa hinar og þessar vörur og eyða miklum fjármunum í að komast að því nákvæmlega hvaða vörur henta fyrir þær og nenna ekki að vera að nota eitthvað sem passar ekki fyrir þær. Ég held alla vega að flestar yrðu glaðar ef makinn myndi taka eftir því hvaða vörur þær nota og kaupa eitthvað sætt sem hentar fyrir hana (t.d. sturtugel með sömu lykt og húðkremið sem hún notar o.s.frv.) í staðinn fyrir að kaupa þetta „eitthvað” sem afgreiðsludaman mælir með. Það sýnir alla vega að hann ert að hugsa um það sem hún vill, ekki bara að hann „þurfi” að gefa henni eitthvað.
Skartgripir og fatnaður er svo eitthvað sem á ekki að gefa nema þú þekkir smekk viðkomandi út í ystu æsar eða sért sáttur við að gjöfinni verði skipt strax eftir jól...
Raftæki (sbr. saumavélar, hrærivélar o.þ.h.) á ekki að gefa í jólagjafir nema það sé sérstaklega beðið um það. Punktur.

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Ég hef afar gaman af eldhústækjum, svo mér finnst fínt að fá svoleiðis, þó ég biðji ekki sérstaklega um það.

2/11/05 03:01

Offari

En baðvogin?

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Ég á baðvog. Grammavigt í eldhúsið væri samt fín.

2/11/05 03:01

Anna Panna

Ok, umorðum þetta. Ef þú veist ekki hvort manneskjan vill fá raftæki skaltu ekki gefa raftæki...

2/11/05 03:01

Dula

Gloss = Hann þolir ekki varirnar á mér

leiðrétting: Hann vill kyssa mig

Hrukkukrem = Honum finnst ég vera ógeðslega gömul= sammála þessu...ÞÚ GEFUR KONU EKKI HRUKKUKREM (þó hún sé langamma afa þíns)

Ilmvatn = Honum finnst ég vera ógeðsleg
Leiðrétting: Hann vill að ég ilmi eins og honum finnst best.

Handáburður og bómullarhanskar= Hann vill ekki að ég komi við sig
Leiðrétting: Hendurnar eiga að vera silkimjúkar þegar þú berð á hann unaðsolíuna.

Gjafakassi með snyrtivörum = Honum finnst ég vera ljót
Leiðrétting: Lengi getur gott batnað.

Nuddolía = Ok, ég er bara ógeðsleg að framanverðu!
Leiðrétting: Hann ætlar að nudda mig KLAPP kLAPP KLAPP jesss

Baðlínuvörur = Ég er ömurlega hallærisleg
Leiðrétting: Ég held hann hafi ekki fundið neitt annað í búðinni sem honum fannst fallega innpakkað.

Húðmjólk = Ég er með ógeðslega húð, allstaðar! Leiðrétting: Afgreiðslumærin mælti með þessu.

Allar brúnkuvörur = Ég er eins og næpa
Leiðrétting: Þetta er í tísku og allir væla yfir því að það sé skammdegi.

Augnkrem = Ég er með heilan IKEA poka undir augunum HAHAHAHA, get ekki sett útá þetta.

Sturtusápa = Hann þolir ekki lyktina af mér
Leiðrétting: fellur í sama flokk og húðmjólkin.

Veski = Ég er hallærisleg með honum úti á lífinu
Leiðrétting: Týpísk gjöf frá manninum þínum.

Snyrtitaska = Ég á semsagt að fylla hana af nýju dóti, OMG! Sem er GOTT

Litaspjald (Beautykitt) = Ég er herfa! já eða litblind og kannt ekki að mála þig.

Fótanuddtæki = Er ég einhver 1944 kelling? Nuddaðu mig frekar með unaðsolíunni.

Krullujárn/sléttujárn = Hárið á mér er viðbjóður finnst honum....en samt geri ég ekki annað en kvarta yfir því hvað það er ömurlegt, þegiðu kjelling og lærðu að greiða þér.

Saumavél = Er ég 68 ára í dag?
Leiðrétting: Mjög góð gjöf.

Föt sem reyndust of lítil = Honum finnst ég feit
Leiðrétting: hefur hann keypt á sig smekkleg föt sem passa án aðstoðar, hættu að væla kona.

Föt sem reyndust of stór = Honum finnst ég vera jafnfeit og þetta tjald er..hmmm.

Skartgripir = Ég er portkona og mella í hans augum SEM ER GOTT

Föt sem passa = EKKI TIL
Leiðrétting: INneignarnóta er best í því tilfelli.

Nærföt = HÆTTUSVÆÐI! Já inneignarnóta í því tilviki líka.

Sammála í mörgu en ekki öllu

2/11/05 03:01

Nornin

Sammála Önnu (eins og alltaf).
Að karlmennirnir í lífi okkar taki eftir ef við erum t.d. að tala um hvað okkur vantar, hafi vit á að kíkja í fataskápinn til að sjá stærðirnar á fötunum eða að þeir líti í baðskápana til að athuga hvað við eigum af snyrtivörum og kaupi svo eitthvað í sama merki eða lykt í stíl, ber vott um að þeir hafi OKKUR í fyrirrúmi við val á gjöfum, en séu ekki bara að kaupa 'eitthvað'.

Að fá eitthvað smáræði sem hentar slær alltaf út að fá eitthvað stórt sem hentar ekki.

(þetta var náttúrulega bara endurtekning á því sem Anna sagði)

En hvað með hina hliðina?
Hvað eigum við að gefa mönnunum í lífi okkar?

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Tott.

2/11/05 03:01

Dula

Varasalvi= Hún þolir ekki varirnar á mér
Hrukkukrem = Honum finnst ég vera ógeðslega gamall.
Ilmvatn = Henni finnst ég vera ógeðslega illa lyktandi
Handáburður og bómullarhanskar= Hún vill ekki að ég komi við sig
Gjafakassi með snyrtivörum = Henni finnst ég vera ljótur
Nuddolía = Ok, ég er bara ógeðslegur ef ég er þurr.
Baðlínuvörur = Ég er ömurlega hallærislegur
Húðmjólk = Ég er með ógeðslega húð, allstaðar!
Allar brúnkuvörur = Ég er eins og næpa
Augnkrem = Ég er með heilan IKEA poka undir augunum
Sturtusápa = Hún þolir ekki lyktina af mér
Veski = Ég er hallærislegur með henni úti á lífinu
Snyrtitaska = Ég á semsagt að fylla hana af nýju dóti, OMG!
Litaspjald (Beautyitt. Ég er hommi
Fótanuddtæki = Er ég einhver 1944 kall.
hárvörur= Hárið á mér er viðbjóður
Borvél = Er ég 68 ára í dag?
Föt sem reyndust of lítil = Henni finnst ég feitur
Föt sem reyndust of stór = Henni finnst ég vera jafnfeitur og þetta tjald er
Skartgripir = Ég er nú meiri pjattormurinn
Föt sem passa = EKKI TIL
Nærföt = HÆTTUSVÆÐI!

Þetta er nú frekar svartsýnt hjá þér bjúwing og ég held ekki að nokkur hugsi svona um gjafir sem þeir fá, ekki einusinni karlmenn.

Ekki satt.

2/11/05 03:01

Nermal

Það er hægt að snúa útúr öllum gjöfum. Geisladiskur = Honum finnst ég hafa lélegann tónlistarsmekk. Bók= Honum finnst ég vera heimsk.

Málið er einfalt... Það er vonlaust að finna réttu gjöfina. Í tilfelli er ágætt að vera single. Spurning hvort dagatal með nektarmyndum sé málið. Þá persónulegum nektarmyndum af sjálfum sér !!!

2/11/05 03:01

Dula

Já pant fá þannig dagatal frá ÖLLUM semég þekki.

2/11/05 03:01

Don De Vito

Hvað með að gefa eitthvað sem stuðlar að nýju áhugamáli! T.d. blokkflautu? Nei annars... Maður þarf nú líka að hugsa um sjálfan sig.

2/11/05 03:01

B. Ewing

Ef karlmaður á að kaupa eitthvað sem lyktar eins og eitthvað sem er til á heimiilinu verður hann að taka hlutinn með sér og þefa af honum inni í búðinni. Annaðhvort er fólk í snyrtivöruverslunum með óstðvandi spreyþörf eða allar snyrtivöruverslanir í heiminum eru með ónýta loftræstingu, því lyktin er oft svakaleg. Lyktarsamsuða af öllum heimsins ilmvötnum, spírum, olíum og kremum er ekki góð, sama hver á í hlut.

Hundar ýlfra fyrir utan og kettir forða sér á harðaspretti um leið og dyrnar inn á þessar sprittfylltu, flúorperuljómandi þefjunarstofur eru opnaðar.

[Forðar sér á harðaspretti úr umræðunni]

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Eða skrifa niður nafnið á eftirlætis ilmi makans...nema þú sért ólæs.

2/11/05 03:01

B. Ewing

Það er nú svona upp og ofan hvort flaskan sé merkt. Það væri helst hægt að reyna að lýsa flöskunni sjálfri ,,hún er svona sveigð í endann og með flöskutappa, svo er svona kúla efst og neðst og rendur á hliðinni..." eða taka flöskuna með sér og segja ,,Ég ætla að fá tvær svona"

2/11/05 03:01

Tina St.Sebastian

Þá leggstu bara í rannsóknir á netinu, nú eða veiðir nafnið uppúr makanum á fylleríi.

2/11/05 03:01

B. Ewing

[Skrifar niður fylleríishugmyndina]

2/11/05 03:01

Jóakim Aðalönd

Ég er með miklu einfaldari og ódýrari lausn á vandanum: Vera bara ekkert að dandalast með einhverjum kellingum! Quot erad demonstratum.

2/11/05 03:01

kolfinnur Kvaran

Eftir mikið streð hérna áður fyrr tók ég þá ákvörðun að fá með mér bestu vinkonu viðkomandi í búðarferðir af þessu tagi og það hefur reynst vel.

2/11/05 03:01

Galdrameistarinn

Gefð'enni bara svona
http://jamesblond.blog.is/blog/jamesblond/#entry-61183

2/11/05 04:00

krumpa

Finnst lausn Kolfinns ákaflega snjöll. Svo er líka ákaflega tillitssamt og tímasparandi að fólk geri bara óskalista!

2/11/05 04:01

Nermal

Gefa henni bara jóladisk Baggalúts og málið steinliggur !! [býr til dagatal handa Dulu]

2/11/05 05:00

Dula

Hlakka til að fá dagatalið frá nermal

2/11/05 01:00

Rasspabbi

Skál B.Ewing, þetta er snilldar listi hjá þér.
Lýsir raunum flestra karlmanna.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.