— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Dagbók - 1/12/05
Bjór

Hvað skal gera?

Nú eftir helgina situr á borðinu hjá mér bjórdós sem einn góðviljaður samstarfsmaður kom með. Dósin sú arna er ættuð úr samfagnaði nokkrum sem haldinn var á föstudeginum en var þannig tímasettur að ég var vant við látinn annarsstaðar er hann fór fram.
Nú er ég enginn bjórdrykkjumaður en þannig er mál með vexti að ég er þeirrar (ó)gæfu aðnjótandi að finnast bjór almennt vera ódrekkandi mjöður (líkt og sumum finnst kók lægt vera ódrekkandi, eða þá dæjet kók, eða bónus malt eða æ... þið vitið). Eftir margra mánaða smakkanir og athuganir innan veggja ríkisokursölunnar komst ég að því að einungis 2 tegundir eru boðlegar mínum háæruverðuga smekk þegar kemur að drykkjum sem þessum. Þessi dós er fyllt af hvorugri tegundinni.
Situr hún því hér á hillu og verður þar um sinn.

   (20 af 36)  
1/12/05 23:01

Dr Zoidberg

Ég get tæmt hana ef þér liði eitthvað betur með það.

1/12/05 23:01

Amma-Kúreki

Býð þér skipti á kvart pela af heimalöguðu ömmu eldvatni ,kaffi bolli gæti fylgt með í kaupbæti

1/12/05 23:01

Hvæsi

[Skýst heim til Bjúving og nappar dósinni]

Þú færð kókómjólk í staðinn.

1/12/05 23:01

ZiM

Hvaða 2 tegundir skildu það nú vera?

1/12/05 23:02

Offari

Blessaður þetta lagast með aldrinum, ég man að mér þótti bjór vondur fram að tíu ára aldri. Ég skal geyma dósina fyrir þig þangað til þú verður nógu gamall.

1/12/05 23:02

Nermal

Sumir drekka allt sem rennur... nema skíði og snjóþotur *hlær eins og geðsjúkur Húsvíkingur*

2/12/05 00:00

Jóakim Aðalönd

Geymdu dósina og ég skal drekka úr henni við tækifæri.

2/12/05 00:02

Litli Múi

Seldu hann á ebay.

2/12/05 01:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég legg til að þú skiftir dósinni á móti tveim dírindis prins póló kökum og seljir þær. Fyrir peningana gætir þú verslað ger og sikur og lagt tíu lítra lút og soðið til líter af vænasta brennivíni. síðanf selurþú það og kaupir veðbréf hjá Baugólfi og selur það og kaupir flugvél og stofnar flugfélag síðan rekur þú sjálfan þig og fær fjörtíu miljónir fyrir vikið. síðan kaupir þú fimhundruð þúsund bjórdósir sem þú skiftir á móti einni mijón af prins pólo kexi sem þú selur og kaupir
...

2/12/05 01:02

Grýta

Skil þig!
Drekk ekki heldur bjór nema í útlandinu og þegar ég fæ mér smörbröd á Jómfrúnni.
Geymdu þessa bara. Hún á eftir að vera verðmæt. Bjórdós með sögu.

2/12/05 01:02

Rasspabbi

Sammála Grýtu. Hvur veit... kannski verður þessi kunningi þyrstur í öl einhvern daginn og þá átt þú bjórdós sem þú getur selt honum á okurprís.
Já eða á íbei. Þar er nú hægt að kaupa flest.

2/12/05 14:01

Gaz

Ef það er hægt að fá einhvern pening fyrir að selja loftgítar á íbey þá ætii ein íslensk bjórdós að vera einhvers virði.

Bjór er voðalega oft bara vondur á bragðið finnst mér líka. Plús það að ég held ég sé með ofnæmi fyrir einhverju í honum.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.