— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Sálmur - 5/12/04
Sumarleirburður

Fyrsta bundna mál á opinberum vetfangi eftir mig. Engin svakaleg snilld á ferð en byrjun er byrjun... Kom eiginlega fyrir tilviljun er ég ætlaði að svara öðrum þræði.<br /> <br /> Blóm og kransar afþakkaðir...

Litlu lömbin leika sér við þjóðvegakantinn,
þá læðast að þeim bílarnir og klessa á þeim trantinn.
með hausinn í méli og innyflin úti
lítil var keppnin gegn málmsteypuhrúti
Ekkert hefur ennþá stöðvað bölvaðan ökufantinn.

   (29 af 36)  
5/12/04 17:02

Furðuvera

[Starir á B. Ewing]
[Fer að gráta]

5/12/04 17:02

B. Ewing

Svona svona. [Huggar Furðuveru] Þetta er samið í þágu lambana sem áminning um að klessa ekki á þau í sumar. Svona svipað og leyfa ekki börnum að hlaupa fram af svölum og svoleiðis.

5/12/04 17:02

Furðuvera

Börn eru skrímsli, þau mega alveg hlaupa fram af svölum... litlu heimalningarnir eru saklausir! [Snöktir]

5/12/04 17:02

Litla Laufblaðið

Svoldið flott á sjúkan hátt

5/12/04 17:02

B. Ewing

Ég er greinilega ekki nógu viðkvæm sál [Klórar sér í höfðinu og kveikir á Hellraiser í fjórða sinn í þessari viku] Ef fólk hefði þetta í huga úti á landi þá myndi það kannski bjarga nokkrum dýrum frá ótímabærum dauða í sumar.

5/12/04 17:02

Furðuvera

[Nagar lambakjöt]

5/12/04 18:00

Svefnpurka

Allavega til hamingju með að hafa risið upp frá daðum fyrir akkúrat nítján árum í fyrradag! skál

5/12/04 18:01

Tigra

Furðuvera: Það eru nú sjaldnast heimalingarnir sem verða fyrir bíl, því þeir eru yfirleitt heima á bæ. Það er meiri hætta að litlu lambagemlingarnir sem eru með mömmu sinni að bíta við veginn.. mamman kannski hinumegin við vegin.. og þegar bíll kemur verða þau hrædd og ætla að hlaupa til mömmu...

5/12/04 18:01

Limbri

Sem sannar að maður á að halda sig fjarri mæðrum.

-

5/12/04 19:00

Sæmi Fróði

Ekki segja þetta Limbri, [tárast]

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.