— GESTAPÓ —
Í uppáhaldi:
Félagsrit:
B. Ewing
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/04
Dreggjar dagsins

Hugsunin um það, hve margar hugsanir komast fyrir á einum degi hefur setið í mér í nokkra daga.

"I think therefore I am" Ég hugsa, þessvegna er ég. Sagði einhver sem ég brýt heilann um hver var. Annars er það ekki aðalatriðið hver sagði það heldur hvernig hugsunin hefur orðið til. Það vakna spurningar við að hugsa.Misgáfulegar eins og gerist en yfirleitt tengjast hugsanir og spurningar því sem er að gerast í kringum mann.

- Ég varð vitni að svonefndum "galara" í gær. Var það sniðugt eða á ég að hneykslast, fussa og sveia út í loftið?
- Hvað eyðir götusópari miklu á hundraðið?
- Hvernig er hægt að vita hvenær maður er ríkur?
- Á ég að kaupa Símann eða láta duga að kaupa einn gemsa í viðbót?
- Hvort er betra, kók eða kaffi?
- Á ég nokkuð að kaupa nagladekk framar?
- Voðalega ritstíflu fær maður þegar loksins er búið að hita upp gamla tölvugarminn?

...Er ekki best að hugsa um eitthvað annað?

   (32 af 36)  
4/12/04 15:00

Skabbi skrumari

Eitt geturðu sagt mér... hvað er galari?

Þetta var annars ágætis hugsunarlestur... skál

4/12/04 15:00

Nornin

Hmm.. ætli B.Ewing sé að tala um það sem á engilsaxnesku er nefnt "screamer"?

Annars er ég löngu búin að sjá að ég hugsa aðeins of mikið. Er að spá í að skera það við nögl næstu daga...
[starir út í tómið og reynir að hugsa ekki neitt]

4/12/04 15:00

B. Ewing

Galari er sá eða sú sem er úti á götu til að senda viss skilaboð út í samfélagið. Galara má finna í bók Andra Snæs Magnasonar [held Blái Hnötturinn, óstaðfest] Sem dæmi þá væri Galari einhver sem segði við þig beinum orðum; ,,Kauptu Osta frá Mjólkurbúinu Skeiðvöllum'' . ,,Tryggðu fjölskylduna með hagstæðum kjörum hjá Tryggingafélaginu''. eða þvíumlíkt. Galarar eru einnig fólk sem kynnir vinum og vandamönnum fyrir ákveðnum vörum eða hugmyndum. (sbr. Tupperware, enjo eða hvað það heitir og þannig háttar)

4/12/04 15:00

Nornin

Aha... takk fyrir að leiðrétta þennan misskilning minn.

4/12/04 15:00

Steinríkur

Love Star var það reyndar...

4/12/04 15:00

B. Ewing

Love star var það, Takk Steinríkur. [Ljómar upp]

4/12/04 15:00

Ívar Sívertsen

Ég heyrði rætt um þetta í dægurmálaútvarpi rásar 2 í dag. Þessi kallari var fimmþúsundkellingin sem mætti á frumsýningu í leikhúsi. Hvaða sýning var það?

4/12/04 15:00

Ísdrottningin

,,Galarar eru einnig fólk sem kynnir vinum og vandamönnum fyrir ákveðnum vörum eða hugmyndum."
Hvar er prófarkalesarinn?
ER galari sem sagt talsmaður ákveðinnar vöru eða vörutegundar?

4/12/04 15:00

Isak Dinesen

Það var Descartes sem sagði þetta (raunar "cogito ergo sum".) Þá hefurðu einu minna að hugsa um í dag.

4/12/04 15:00

Tigra

Galari getur líka verið hani.. [Horfir sposk á vegg]

4/12/04 15:01

Lómagnúpur

Þú ert desköttur.

4/12/04 15:01

Jóakim Aðalönd

...og átt heima í Desjarmýri. Annars er þetta ljómandi góð dagbókarfærsla. Huxum aðeins í kór. [Huxar rosalega mikið]

4/12/04 15:01

Kynjólfur úr Keri

Gaman. Ég hef einmitt velt því fyrir mér hve margir dagar komast fyrir í einni hugsun.

4/12/04 15:01

hundinginn

Götusópari eyðir svipað og valtari tel jeg. En beltagrafa eyðir þó umtalsvert meira.

4/12/04 16:01

Vatnar Blauti Vatne

Jú, það er líklega bezt.

4/12/04 16:01

Bangsímon

I think therefore I am confused (Cogito, ergo confundo), segi ég nú bara.

Það getur ekki verið hollt að hugsa svona mikið.

B. Ewing:
  • Fæðing hér: 11/10/04 18:08
  • Síðast á ferli: 3/10/11 18:11
  • Innlegg: 3473
Eðli:
Heimilisfang: Southfork Ranch, Braddock Road, Texas Sögulegir viðburðir í lífi mínu: 16. maí 1986 : Reis upp frá dauðum. Geri aðrir betur.

Aðrir merkisviðburðir á þessum degi hin ýmsu ár komast ekki í hálfkvisti við mig!

1994 : Tennisstjarnan Jennifer Capriati (hver er það) er handtekin fyrir að hafa maríjúana í fórum sínum.

1990 : Juventus vinnur 19.UEFA bikarkeppnina í Avellino.

1988 : Hæstiréttur Bandaríkjanna úrskurðar að leita megi í rusli fólks án leitarheimildar.

1986 : Top Gun frumsýnd.1985 : Michael Jordan útnefndur nýliði ársins hjá NBA.

1984 : Juventus vinnur 24.Evrópubikarkeppnina í Basel.

1983 : Líbanska þingið samþykkir friðarsamning við Ísrael.

1977 : 5 manns dóu þegar þyrlu hvolfdi á Pan Am bygginguna í New York. (semsagt 11. september var bara um 24ra ára gömul hugmynd).

1975 : Japanska konan Junko Tabei verður fyrst kvenna til að klífa Mt.Everest.

1969 : Geimfarið Venera 5 lendir á Venus. Sendir okkur svo upplýsingar um loftslag plánetunnar. Frekari upplýsingar vel þegnar en hafa ekki borist.
Fræðasvið:
Konur, olía, sandur og suðurríkjahreimur.
Æviágrip:
Fjölskyldan mín:
Faðir: Jock Ewing (dáinn 1981)
Móðir: Ellie Ewing Farlow
Stjúpfaðir: Clayton Farlow

Bræður: JR, Gary
Hálfbróðir: Ray Krebbs

Synir: Christopher, Lucas Krebbs (ættleiddur).

Starfaði lengi fyrir bróður minn JR á búgarðinum.
Fyrst sem verkamaður hjá Ewing Oil (á áttunda áratugnum); verkstjóri (1978, 1980);
Forstjóri byggingasviðs Ewing (1978-1980);
Forstjóri Ewing Oil (1980, 1982-1987, 1988-1990, 1996-98);
Þingmaður Texasfylkis (1981);
Forstjóri Petro Group Dallas (1987-88);

Eignaðist líka Southfork Ranch búgarðinn 1991 og hef átt hann síðan.

Trúlofaðist æskuvinkonu minni, Jennu Wade tvisvar sinnum, fyrst 1970 en sama ár stakk hún af til Evrópu og skildi mig eftir í sárum. En þá hitti ég Pam Barnes.Við urðum strax afar ástfangin af hvort öðru og fluttum okkur til New Orleans árið 1978, en hjónabandið gat ekki enst vegna sívaxandi þrýstings frá Ewing Oil, eða öllu heldur afskiptum systkina minna af okkur. Þess vegna skildum við og ég tók saman við Jennu (aftur). Við glæddum ást okkar nýju lífi og ætluðum að standa við stóru orðin um að giftast, en Jennu var rænt á sjálfan brúðkaupsdaginn og ég komst sjálfur að því að ég var í raun ástfanginn af Pam.
Við Pam giftumst aftur árið 1986 en það sama ár flýði hún eftir hræðilegt bílslyss (eða hvað?).

Þrem árum síðar giftist ég í 3ja sinn og þá henni April Stevens en henni var rænt og hún myrt í brúðkaupsferðinni.