— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 5/12/10
Krísa kolvetnisætunnar

Heittelskaður fær heitan mat í hádeginu. Ekki ég. Þar sem ég er keisaraynjan og ÉG RÆÐ sköpuðust nú engin teljandi vandkvæði vegna þessa fyrst um sinn. Ég þarf augljóslega að fá heitan mat á kvöldin og lengi vel lét hann sig bara hafa það að borða heitan mat tvisvar á dag. Fyrir um ári datt Heittelskuðum (sem er í mesta lagi tveimur kílóum yfir kjörþyngd) hins vegar í hug að fara í megrun. Og borðar nú bara matvæli úr fæðuflokknum ,,eitthvað létt" hérna í höllinni. Í hádeginu gúffar hann hins vegar í sig vel samsettum heitum mat á kostnað hins opinbera.

Þessi megrun hans hefur valdið mér miklu hugarangri. Í fyrsta lagi förum við aldrei út að borða, í öðru lagi fæst hann ekki til að fara á kaffihús því hann ,,drekkur ekki hitaeiningar" og við erum alveg hætt að maula eitthvað gott yfir sjónvarpinu á kvöldin.

Það versta er þó að ég hef ekki fengið heita máltíð í ár.

Ég hef ekki aðgang að heitum mat í vinnunni. Svo ég borða brauð í morgun- og hádegismat. Á kvöldin hef ég svo val um meira brauð eða meira brauð eða AB-mjólk með lífrænu múslí (,,eitthvað létt" í boði Heittelskaðs). Ekki elda ég fyrir mig eina og Heittelskaður harðneitar að borða nokkuð annað en múslíviðbjóðinn. Ég VILLLL NAUTAKJÖT Í HÖLLINNI. Ég er farin að kúgast ef ég svo mikið sem sé brauðsneið.

Afleiðingarnar: Ég þjáist nú af skyrbjúg og næringarskorti, augnkvillum og heilarýrnun þar sem 99% fæðunnar sem ég innbyrði er kolvetni. Þar sem ég er hvorki í landsliðinu í íshokkí né stunda stífar lyftingaræfingar fær þetta kolvetni svo enga útrás aðra en hægðatregðu. Meðan Heittelskaður vinnur í að losna við þessi 700 aukagrömm sem eftir eru lít ég því út eins og lítill svampkenndur kolvetnisloftbelgur. Eða hann þarna sætabrauðs-hveiti-drengurinn....

Afleiðingarnar fyrir Heittelskaðan eru svo þær að það líður yfirleitt yfir mig af næringarskorti uppúr níu á kvöldin svo það er sjaldan fjör í rekkju hennar hátignar. Auk þess sem hann á nú afar skapilla og SVANGA konu.

Óska því eftir viðhaldi sem er tíl í að éta með mér reyktan lax, nautakjöt með bökuðum kartöflum og bernaise og súkkulaðifrauð á eftir a.m.k. þrisvar í viku. ÉG ÞARF MAT!

   (2 af 114)  
5/12/10 22:02

krumpa

Í dag hef ég til að mynda fengið eina rúgbrauðssneið með laxi, samloku með skinku og osti og tvær kleinur í matinn. Hvorki meira né minna. Heittelskaður er svo EKKI SVANGUR og mun fá sér EITTHVAÐ LÉTT. Persónulega hef ég aldrei - og mun aldrei - farið í megrun en eiginmenn þeirra kvenna sem stunda slíkt eiga sko alla mína samúð.

5/12/10 22:02

Golíat

Grilluðu lambaframhryggjarsneiðarnar brögðuðust bara ágætlega þakka þér fyrir. Líka grillaða grænmetið og hitt meðlætið.
Ætti ég að hella mér upp á kaffi og fá mér koníakssopa með því?

5/12/10 22:02

Golíat

Með öðrum orðum, þú átt samúð mína nánast óskerta.

5/12/10 22:02

krumpa

Takk fyrir. Og takk fyrir að núa mér alvörumat um nasir.

5/12/10 22:02

Billi bilaði

<Öfundar keisaraynjuna á möguleikanum að eiga allan afganginn af heitu máltíðunum fyrir sjálfa sig, ef hún myndi elda þær þrátt fyrir meinta megrun>

5/12/10 22:02

krumpa

Hmmm....það bara kemur ekki til greina að elda flóknar og margrétta máltiðir fyrir einn - og éta þær einn. . . finnst vel að anorexíus geti einstaka sinnum lagt á sig að borða tvær heitar máltíðir á dag - rétt eins og ég hef lagt á mig í þúsund daga að borða enga...

5/12/10 22:02

krumpa

ÉG er svo svöng - svo langsvöng - að garnagaulið hefur yfirtekið alla heilastarfsemi.

5/12/10 22:02

Kargur

Brauð ætti einungis að nota í brauðtertur.

5/12/10 22:02

Billi bilaði

Þú eldar fyrir tvo, leggur á borð fyrir tvo, borðar þinn skamt, og setur hans í ísskápinn á eftir. Og segir honum svo að hrósa eldamennskunni.

5/12/10 22:02

Huxi

Farðu bara ein út að borða. Eða eldaðu þér gúllassúpu sem endist í fjóra daga. Þú getur líka skráð elliært gamalmenni til heimilis í Höllinni og fengið sendan heitan mat til þín á þess nafni. Bjóddu þig fram sem smakkari hjá SS við að smakka tl 1944 rétti, og fáðu viku birgðir heim með þér í senn.

5/12/10 22:02

Billi bilaði

<Sparkar í Huxa fyrir að mæla með 1944 sem keisaraynjukvöldverði>

5/12/10 22:02

krumpa

Takk fyrir það elsku Billi minn. Málið er að ég elska að elda. Að elda fyrir sjálfa mig - eina - meðan makinn hummar um að hann vilji eitthvað létt - er hins vegar ömurlega niðurdrepandi svo ekki sé meira sagt.

5/12/10 22:02

Grýta

Hvað með helgar? Settu lambalæri eða hrigg í ofninn eða á grillið og hann slefar örugglega af matarást.

5/12/10 22:02

Regína

Fær hann líka að borða í vinnunni á sunnudögum? Hefur hann grennst?
Ég bý ein og ég elda stundum fyrir mig eina, vegna þess að ég er þess virði. En reyndar ekki neitt flókið.

5/12/10 22:02

Grýta

Sama hér, ég bý næstum ein þegar sjómaðurinn er ekki heima og ég elska að gera tilraunir með mat fyrir sjálfa mig.

5/12/10 23:00

Huxi

[Sparkar í Billa fyrir að vera svona mikil keisaraynjusleikja]

5/12/10 23:00

Ívar Sívertsen

Íbúar Sívertsensetursins bjóða sig fram í að borða þér til samlætis Krumpa. Ég sé um eldamennsku heima hjá mér en nenni því sjaldnast þó ég láti mig hafa það. Hexiu hleypi ég ekki í eldhúsið þar sem hún hefur nánast dokúment upp á það að hafa náð að brenna við vatn. Prímadonna og Díva þusa alltaf yfir matseldinni (nema þegar það er djúsí nautakjöt í matinn) og ég er að gefast upp...

5/12/10 23:00

Upprifinn

Viðhald segirðu. Ég er alltaf til í steik.

5/12/10 23:01

krumpa

Upprifinn og Sívertsenklanið eru velkomin í mat - djúsí steikur - til mín í höllina hvenær sem er!

6/12/10 00:02

Ívar Sívertsen

Við komum!

6/12/10 01:01

Hexia de Trix

<Sleikir út um>
Namm, nautasteik... <slefar á félagsritið>

En elsku krumpa mín, mér finnst að þú eigir að gera eins og fólk hefur sagt hér að ofan, eldaðu fyrir þig. Í versta falli geturðu hitað upp afgangana daginn eftir, fyrst hinn heittelskaði þrjóskast við múslíið. Ekki myndi ég fúlsa við gúllassúpu fjórum sinnum í röð, ef ég kynni að elda hana skammlaust...

6/12/10 01:01

Huxi

Ef Uppi vill vera viðhald þá finnst mér rökrétt að ætla að hann hafi ætlað að rita l í staðin fyrir t...

6/12/10 01:02

Heimskautafroskur

Þretta finnst mér ankannalegt ástand sem lýst er í ritinu. í froskatjörninni er það þannig að Froskurinn vill ólmur éta kræsingar prinsessunnar – en prinsessan vill að Froskurinn eldi. Sem hann kann ekki og vill ekki læra. En hann er ágætur í að éta.

6/12/10 02:00

Grágrímur

Einn helsti (og sennilega eini) kosturinn viða ð búa einsamall er að maður getur borðað það sem maður vill og þegar maður vill.

Getur reydar líka verið ókostur ef maður er átvagl...

6/12/10 03:02

Don De Vito

Heyrðu, það vill svo til að ég á hellings afgang af lambakótilettum röspuðum og vel feitum auk sykurkartaflna, rauðkáls og rabbarasultu sem þú ert velkomin í hvenær sem er! (Á meðan byrgðir endast)

6/12/10 05:02

Hvæsi

Þetta er ekkert annað en tillitsleysi í þessum svokallaða manni þínum.
Hann ætti alveg að geta fengið sér súpu og brauð 2-3svar í viku, það er alltaf salatbar í mötuneytum.
Að borða kjöt og fisk eru sjálfsögð mannréttindi, ég td er með heitan mat á hverju kvöldi.
Í kvöld var tildæmis heilsteiktur skíthoppari, í gær var grillaður skötuselur, á morgun verður sesarsalat með afgangs kjúkling. og á þriðjudag ætla ég að búa mér til lasagne.

6/12/10 05:02

Kargur

Fisk ætti ekki að eta nema ekkert ket sé til.

6/12/10 06:01

Hvæsi

Þú ert ekki bara hrokagikkur, heldur líka matvandur gikkur og þú kannt ekki að glíma.
Þú ert einhver sú gagnslausasta bleyða sem ég hef heyrt um Kargur.

6/12/10 03:01

Dula

Elsku Krumpa mín, nú ferðu bara út að borða á alla uppáhalds staðina þína án nokkurs samviskubits þar til kallhelvítið hættir þessum fáránlegu stælum, fyrst þú hefur ekki krafta lengur í að henda kallkvekendinu út. Ég veit að í höllinni hér myndi svona lagað ekki líðast ... og alveg sama þó að kalluglan væri í náðinni eður ei.

6/12/10 03:01

Dula

Og ef þig vantar óalmúgalegan félagsskap þá er ég rétta manneskjan í að koma með þér út að borða .

6/12/10 04:00

krumpa

Þið eruð öll velkomin í matarboð í höllina og með mér á fínustu veitingastaði keisaraveldisins ...
Þakka svo góð ráð - en eins og mér finnst gaman að elda fyrir aðra finnst mér ömurlega sorglegt að elda fyrir einn - og maturinn bragðast bara ekki jafnvel. Nú er Heittelskaður raunar í útlandinu og erfinginn í opinberri heimsókn og kvöldmaturinn hjá mér er ýmist hálfur poppkornspoki eða nokkrar salthnetur - það góða er að ég fitna ekki á meðan....en hrikalega langar mig í gott að borða. Þetta með lambakótiletturnar var svo bara ljótt - ég ELSKA kótilettur í raspi!

7/12/10 02:01

Dula

Krumpudjamm, krumpudjamm, krumpudjamm !

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.