— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/09
Algerlega tjúlluð af bræði

Þetta er 50. utanlandsferðin mín til ca. milljón landa undanfarin 4 ár og u.þ.b.200-asta flugið. Ég er orðin fremur leið á að þvælast ein á flugvöllum og hanga ein í ókunnum borgum - auk þess að fjarstýra heimili og fjölskyldu að utan. Er auk þess alveg að sofna - en á þess ekki kost að sofa - og komandi dagur þ.a.l. ónýtur. Ef einhverjum finnst ég óþarflega pirruð og ósanngjörn má hinn sami halda því fyrir sig (þ.e. nema hann hafi svipaða ferðareynslu og elski hangs á flugvöllum). Bæti við að allir hér á vellinum eru brjálaðir! Er í alvöru erfitt að senda SMS?????

Fékk sms í gær frá ónefndu fyrirtæki um að fluginu mínu til Osló hefði verið flýtt til 5.00. Var nú ekki mjög glöð enda sá ég fram á um tveggja tíma svefn - ákvað þó að gera bara gott úr hlutunum - gæti þá ráfað um með dauðadrukknum Norðmönnum á þjóðhátíðardaginn þeirra í þessa sex tíma meðan ég biði eftir að mega tékka inn á hótelið. Skil auk þess vel að það geti þurft að breyta flugum, sér í lagi þessa dagana.
Í gærkvöldi fór ég svo á vefsíðu þessa ónefnda fyrirtækis og á textavarpið (síðast kl. hálftólf) og alltaf var brottfarartími kl 5.00.

Ég ætla svo ekki að lýsa því hversu mikinn sjálfsaga þarf til að vakna kl 2 eftir tveggja tíma svefn en það er örugglega á pari við að hætta að reykja. Kom sumsé á flugvöllinn alveg ósofin og mygluð ....

Þegar ég kom voru milljón manns í röð (er ekki bara ein voa vitlaus) en á skjánum stóð að brottfarartími væri 7.50 - eða sami tími og stóð til upphaflega. Í þokkabót voru svo sjálfsinntékk-vélarnar lokaðar svo ég stóð í röð með hinum milljónunum.

Þegar fúllyndur starfsmaður (kostar að segja Góðan daginn þegar maður er að borga 50.000 kr fyrir örstutt flug - aðra leiðina) öskraði svo NÆSTI á mig spurði ég hvort ekki hefði verið hægt að tilkynna þetta - var svarið ,,ha, birtist þetta ekki á textavarpinu?" - ég svaraði frekar snúðugt að ég væri nú lítið hangandi á textavarpinu fyrir þrjú á nóttunni. ,,Nei, ekki svona á nóttunni" var svarið - ekki það að ég væri beðin afsökunar. Er raunar ekki viss um - þar sem ég hafði fengið sérstaka tilkynningu um annað í sms-i - að ég hefði treyst upplýsingum á textavarpinu hvort eð er.

Ég var því - ásamt ca 1000 öðrum mætt hingað fjórum og hálfum tíma
fyrir brottför - og er alveg að sofna! Með einu litlu sms-i hefði þetta ónefnda fyrirtæki getað sleppt því að ræna mig nætursvefninum og ég væri ennþá heima sofandi. Óháð því hvort það hefði verið sniðugt að kveikja á textavarpinu þá hefði það líka rænt mig svefni - ég hefði klætt mig og farið niður og kveikt á tölvunni (virkar ekki á sjónvarpinu) o.s.frv. (ef flugið hefði svo eftir allt saman verið kl 5 þá hefði þessi tölvuleikfimi leitt til þess að ég hefði misst af vélinni). Síminn er hins vegar við rúmstokkinn og ef fíflin hefðu sent sms þá hefði ég bara rétt rumskað.

Ég geri auk þess ráð fyrir því að ef mér er tilkynnt um breytingu með ákveðnum hætti (þ.e. sms en ekki fjarhrifum, hugsanaflutningi, tölvupósti, eða með öðrum hætti) þá verði einnig tilkynnt um frekari breytingar með SAMA hætti.

Annars er þetta alveg týpískt fyrir það hvernig þetta batterí lítur á ómagana og rumpulýðinn sem fær að fljóta með milli landa og eyðileggja þar með annars ágæta verslunarferð fyrir starfsfólkinu (eða það er að minnsta kosti það sem maður fær oft á tilfinninguna - alla vega áfátækrafarrými), Ef þeir hefðu ekki tilkynnt á pottþéttan hátt um flýtingu á flugi og ég hefði misst af því þá hefðu þeir verið í vondum málum. Ef þeir hins vegar tilkynna ekki um seinkun þá er það bara ég sem missi svefn og er í tómu tjóni. Og það er þeim sko alveg sama um.

Verð því algerlega búin á því og skapgóð eftir því þegar ég loksins kemst á staðinn enda á ég eftir að hanga í 3 1/2 tíma á andsk vellinum.

Til að bæta gráu ofan á svart var ég svo að kaupa mér vatnsflösku á 290 kr. !!!!! Á Íslandi hlýtur það nú bara að vera glæpsamleg álagning...

   (5 af 114)  
5/12/09 17:00

krumpa

Tek það fram að hér eru margir verr staddir en ég - smábörn sofandi í öllum hornum o.s.frv. Mikil umhyggja fyrir viðskiptavinum... Skil vel að það þurfi að breyta flugum fram og tilbaka þessa dagana - en það hlýtur að vera hægt að tilkynna það!

5/12/09 17:01

krossgata

Breyta flugum já. Hún krossgata II ömmustelpa yrði alsæl ef flugum yrði breytt í eitthvað annað en flugur.
[Glottir eins og fífl]

Mér finnst þú ekki fram úr hófi ósanngjörn. Tilkynning er greinilega ekki stórmál. Eða hvað... þetta sms er þeim kannski stórmál og þú átt von á bakreikningi fyrir þessa stórkostlegu þjónustu?
[Fölnar]
En eins og þú segir þá er ekkert í húfi fyrir þá þegar það verður seinkun.

Góða ferð krumpa mín og vonandi verður eitthvað óvænt og indælt til að laga bæði daginn og ferðina.

5/12/09 17:01

krumpa

Takk fyrir thad. Er nu odum ad na mer - en verd tho ad segja (kannski hefur tveggja tima svefninn ahrif thar) ad thetta er akaflega ospenanndi borg - thratt fyrir thjodhatidardaginn (sem virdist felast i unglingum med spreybrusa og ylur en engum skipulogdum atridum) og yndislega fallegt bæjarstædi....er thvi bara farin upp a herbergi ad horfa a sjonvarp...

5/12/09 17:01

Regína

Fyrst þau gátu sent sms um flýtingu, af hverju gátu þau ekki líka sent sms um seinkun á flýtingunni?

5/12/09 17:01

Rattati

No comment.

5/12/09 17:01

Jarmi

Ef bara þú værir lögmenntuð og vissir hvort það væri verið að brjóta á þér eða ekki.

Annars er hægt að pirra sig á hverju sem er, ef viljinn er nægur. Og að sama skapi hægt að hafa jafnaðargeð yfir hverju sem er, ef viljinn er nægur. Svo er þetta bara spurning um hvað menn vilja.

5/12/09 17:01

Upprifinn

Það er líka óþolandi að fá sms um seinkun á flugi 20 mínútum fyrir mætingu þegar það er klukkutíma akstur á völlinn.

5/12/09 17:02

krumpa

Æi - já - það er allt óþolandi í þessu.... en það er ekki verið að brjóta á mér per se - en jafnaðargeðið er kannski ekki mikið efir tæplega tveggja tíma svefn þegar maður sér fram á fjögurra - fimm tíma hangs á flugvelli.

Upprifinn - það er ekki jafnóþolandi eins og að fá að vita um seinkun þegar maður er kominn á staðinn... ég hefði þá að minnsta kosti haft val um að snúa við - sem ég hefði örugglega gert - skilst að ákvörðunin hafi verið tekin þegar ég var u.þ.b. að fara úr dyrunum heima.

Skil bara ekki af hverju ekki var hægt að senda nýtt sms!

5/12/09 17:02

Dula

Mjög pirrandi og algjörlega verið að hringla fólki um allt að ástæðulausu, ekkert smá óþolandi.

5/12/09 17:02

Offari

Ég fer sem betur fer sjaldan upp í flugvél enda kemst ég allra minna ferða á bíl.

5/12/09 17:02

Vladimir Fuckov

Þetta er augljóslega eitt risavaxið allsherjar samsæri sem hrint er í framkvæmd eingöngu til að ergja yður (og aðra farþega). Auk þess er alkunna að Íslendingar (eiga að) geta lesið hugsanir og því er lang ódýrast fyrir flugfjelögin að nota svoleiðis aðferðir - eins og þau hafa augljóslega fyrir löngu uppgötvað.

Offari - hverskonar bíl eigið þjer ? Oss langar í bíl sem vjer getum keyrt á til hinna sk. 'útlanda'.

5/12/09 18:00

Jarmi

Vladimir: Offari á engar ferðir að fara til einhverra merkilegra "útlanda". Enda er hann spámaður í eigin heimalandi og sá eini af þeirri sort í heiminum.

5/12/09 18:00

Fergesji

Einnig gengur bílaferja til hinna títt nefndu útlanda.

5/12/09 18:02

krumpa

Var ekki búin að kveikja á þessu með samsærið - nú liggur þetta allt ljóst fyrir. Annars fer ég nú bráðum - mér til ómældrar gleði - að komast heim og næ alveg heillri viku heima fyrir næstu óvissuferð.

5/12/09 21:02

Huxi

Útlönd eru skáldskapur saminn af spunameisturum óvina ríkisins.

6/12/09 04:01

Fíflagangur

Alveg finnst mér þú nú óþarflega pirruð og ósanngjörn.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.