— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Saga - 7/12/08
Tilgangur óskast

Um daginn dreymdi mig að ég var í millilandaflugi. Þetta var stutt og notalegt flug til Nýfundnalands og ég, Heittelskaður og Keisarabarnið vorum í vélinni. Draumurinn var mjög grafískur og ég fann vel fyrir þrengslunum og lélegri þjónustunni. Ekki tókst hins vegar betur til en svo að vélin brotlenti í hótelsundlaug (þar sem flugmennirnir voru sofandi eða fullir nema hvort tveggja hafi verið) skömmu eftir flugtak. Við Heittelskaður gátum losað okkur og staðið upp en eitthvað var óljóst með hið keisaralega afkvæmi, en það lá á hlið í sætinu sínu í þeirri hlið vélarinnar sem var full af vatni. Þar sem við Heittelskaður vorum að bisa við að losa barnið og vekja það vaknaði ég svo ég veit bara ekki alveg hvernig fór.

En alla vega, þarna í svefnrofunum, rétt áður en ég vaknaði tók ég þá ákvörðun að elta uppi, og drepa, alla starfsmenn flugfélagsins, fyrst þá sem komu beint að fluginu og svo alla hina.

Ég efast nú um að ég geri það en ósköp var ljúft að hafa í nokkrar mínútur svo hnitmiðað ætlunarverk, svo ljósan (og göfugan að mér fannst meðan ég var að vakna) tilgang í lífinu. Eitthvað annað en að sofa, skíta og vinna.

Hvað segið þið svo - einhver sem þið þurfið að láta kála?

   (8 af 114)  
7/12/08 17:01

Hvæsi

Ja, Grágrímur eyðilagði 2ja vikna vinnu fyrir mér nýlega...
Hann má alveg finna til tevatnsins.

7/12/08 17:01

Jóakim Aðalönd

Já. Gull-Ívan Grjótharði.

7/12/08 17:01

Grágrímur

Hvæsi... ef Baggalútur er orðinn að vinnu hjá þér... held ég að það sem ég gerði sé minnsta vandamálið sem þú átt við að stríða...

Enn annars fyrirgefðu elsku kallinn... ég hélt bara að þig vantaði félagsskap.

Og Krumpa... James Fokking Blunt!

7/12/08 17:01

krossgata

Ahhhlmáttugur hvað ég tek undir með Grágrími með James Blunt... þ.e.a.s. ef hann á við meintan tónlistarmanninn James Blunt.

7/12/08 17:01

krumpa

Æi, veit ekki með James Blunt - skipti nú svolítið um skoðun á honum eftir að ég sá hann í Top Gear þar sem hann sagði frá því að hann hefði selt systur sína á netinu og var bara almennt nokkuð skemmtilegur. Prófiði að jútjúpa það og ef þið skiptið ekki um skoðun við að horfa þá geng ég í málið.

Og Jóakim - er löngu búin að ganga frá málinu - Ívan hefur í það minnsta ekki sést í syrpum og Andrésblöðum í lengri tíma. En hvað með Jóa Rokkafelli?

7/12/08 17:02

Hvæsi

Hvað með auðmennina ? Má ekki lóga þeim flestum ?

7/12/08 17:02

Jóakim Aðalönd

Úúúú!!! Jói Rokkafellir... [Sýður af bræði]

Það má sprengja hann í loft upp mín vegna!

7/12/08 17:02

Billi bilaði

Auðmenni skal öll nú sprengja
upp í háaloft.

7/12/08 18:00

Jóakim Aðalönd

Heyrðu?! Á ég að sprengja þig Billi?!!! [Safnar dýnamíti]

7/12/08 18:00

Billi bilaði

Og bannsettann skal Billa hengja
brabra nokkuð oft.

7/12/08 19:00

Jóakim Aðalönd

[Hendir dýnamítinu og fær lánaðan gálga]

Aha!

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.