— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 7/12/08
Ich bin Berliner

Síðustu tvö árin hef ég farið í átján utanlandsferðir til tíu landa. Þess vegna er ég orðin frekar ,,hæ meinteinens" í ferðalögum auk þess sem mér leiðist frekar að ferðast. Hér eru nokkrir punktar um það helsta sem hefur vakið athygli mína við Berlín - borgin fær þrjár stjörnir frá mér en 2 og hálf væru ef til vill nærri lagi. <br /> <br /> Aukastjarnan er vegna flugvallarins en hann er vægast sagt meiri háttar - þú labbar bara út úr vélinni og út - engir gangar eða skelfilegir renni- og rúllustigar...

1. Takið með Bragakaffi - Berlínarbúar bjóða sennilega upp á versta kaffi í heimi. Maturinn er raunar ekki mikið skárri svo maður tekur ekki svo mikið eftir kaffinu...

2. Reddið ykkur hjóli. Þetta er hrikalega ,,stór" borg og allar vegalengdir mjög miklar en hins vegar er frábært að hjóla þar sem ekki er að finna eina einustu brekku í allri borginni.

3. Ekki brosa. Berlínarbúar brosa EKKI svo ef þið brosið í búð eða á götum úti eruð þið bara álitin skrítin (karlmenn sennilega nauðgarar) og getið lent í alls kyns vandræðum.

4. Takið með ykkur ferðaspilara eða tölvu eða helling að lesa svo ykkur leiðist ekki of mikið. Sjónvarpsefni (meira að segja kapalsjónvarpið) í Berlín er á þýsku.. Punktur og basta.

5. Reyniði að villast! Ég skora á ykkur! Síðustu tvo daga er ég búin að þvælast borgina þvera og endilanga án þess að taka svo mikið sem eina ranga beygju. Hvað sem má annars segja ljótt um Berlínarbúa þá eru þeir skipulagðir - á hverju horni eru götumerkingar ásamt skilti sem segir til um hvaða húsnúmer eru framundan. Þá eru ótal merkingar sem segja manni í hvaða átt hinir ýmsustu athygliverðu staðir eru. Þó ég hafi aldrei verið í svona ,,stórri" borg hef ég aldrei átt jafnauðvelt með að rata.

6. Takið með ykkur ferðafélaga - ég klikkaði á því. Hér eru fleiri söfn en í flestum öðrum borgum og dýragarðurinn náttla frábær - en einhvern veginn er hálfundarlegt að fara aleinn á þessa staði.

7. Reynið að finna ,,miðbæinn" - í Berlín er enginn eiginlegur miðbær heldur fullt af torgum og breiðstrætum - og mjög langt að fara milli athygliverðra staða. Á auðvitað þær skýringar að borgin var lögð i rúst í seinna stríðinu og var lengi vel tvær borgir.

8. Ekki reyna að tala ensku eða önnur tungumál - það skilur ykkur hvort eð er enginn. Flestir segjast raunar tala ensku en það er einhver önnur enska en ég lærði. Miklu betra að láta bara tala við sig á þýsku og segja JA og DANKE annað slagið.

GANGI YKKUR SVO VEL!

   (9 af 114)  
7/12/08 02:02

Regína

Ég hef bara séð Alexanderplatz og Brandenburgarhliðið. og þennan turn sem maður þarf víst endilega að fara upp í í hverri borg.
Ég er ekki sammála með matinn, og glas af rauðvíni var stórt og velútilátið.

7/12/08 02:02

hlewagastiR

Ég var þarna 1986. Best mætti segja mér að ýmislegt hafi breyst síðan þá.

7/12/08 02:02

Dula

Ef þig vantar ferðafélaga þá er ég alltaf tilbúin að fórna mér fyrir málstaðinn .

7/12/08 02:02

Grágrímur

Ja, danke og Genau... þetta eru þau orð sem maður þarf til að halda uppi samræðum við þjóðverja...

Ég er að huxa að skreppa til Berlínar einn daginn svo takk fyrir þetta rit.

7/12/08 02:02

hvurslags

Ahh...þegar ég bjó úti í Berlín... [yljar sér við minningarnar]

Reyndar er ég ekki sammála lið 1 og 3. Með nokkrum undantekningartilvikum var kaffið þarna býsna gott. Síðan var engu minna um brosandi afgreiðslufólk en hér heima og oftast var ég kvaddur með glaðlegu "Tschüs!" eða jafnvel "Tschüssi!" ef vel lá á því. Kannski var það af því maður talaði þýsku...?

7/12/08 02:02

krossgata

Þýskaland - Berlín hefur enn ekki heillað mig og ekki varð þessi úttekt til að bæta úr því. Ég er hins vegar viss um að ég á eftir að hafa gaman af því að heimsækja það/hana þegar sú fluga brotlendir í hausnum á mér að fara bara samt þangað. Það er alltaf þannig þegar maður (ég) hef bitið eitthvað svona í mig sem ég veit ekkert um.

Samt... mér finnst punktur 5 athyglisverður, gæti orðið skemmtilegt verkefni og ummæli Regínu um rauðvínið eru heillandi.

7/12/08 02:02

krumpa

krossgata - ég var reyndar í sumarfríi í Suður-Þýskalandi (Bodense) í fyrra og það var skemmtilegasta frí sem ég hef farið í - svo ég mæli alveg með Þýskalandi sko...
Hvurslags - ég er auðvitað að mæla brosin í samanburði við aðra Evrópubúa en ekki draugfúla Íslendinga sem rétt leggja frá sér Séð og heyrt til að afgreiða mann...
En það væri svo gaman að vita hvar þetta drykkjarhæfa kaffi er - hef bara fengið ofsoðinn uppáhelling.

7/12/08 02:02

hvurslags

Í KDW vöruhúsinu hef ég smakkað eitt besta kaffi á ævi minni. Síðan hafa velflest kaffihúsin í Austur Berlín, einkanlega kringum Rosenthaler Platz boðið upp á fínustu kaffibolla. Hins vegar ef þú ferð á myglaða staði í Vestur Berlín, td. Neues Ufer (þar sem David Bowie hékk aðallega á Berlínarárum sínum) geturðu átt von á ofsoði.

7/12/08 03:00

Upprifinn

Þið talið um kaffi eins og það sé heimurinn.
Er ekki hægt að fá bæði bjór og brennivín þarna og hvort tveggja gott?

7/12/08 03:00

krumpa

Æi - ég er ein hérna í vinnuferð, sofna á íslenskum tíma og vakna á þýskum, auk þess sem heil nótt fór í að koma sér hingað - svo kaffið er nokkuð mikilvægt (mæli annars með
Róm og Brussel ef fólk vill alvörukaffi). En jújú, bjórinn er vissulega góður!

7/12/08 03:02

Finngálkn

Já þú ert óttaleg Berlínarbolla... Þessi var nú góður!

7/12/08 04:00

Jóakim Aðalönd

Takk fyrir þennan pistling. Ég mun fara til Berlínar einn daginn og þetta kemur sér vel þá...

Skál og tschüss!

7/12/08 04:00

Einstein

Mér þótti gaman í Berlín á sínum tíma. Reyndar var það fyrir hrun múrsins. Ég fékk svo vegabréfsáritun vil austur-Berlínar og það var menningaráfall sem ég gleymi seint.

7/12/08 10:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Ich bin ein Hamburger !

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.