— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 9/12/06
Ansans ári

Þetta er ekki mín vika. Raunar ekki minn mánuður.

Í síðustu viku þurfti Heittelskaður að vera erlendis í vinnuerindum. Fínt. Flott. Absint gerir hjartað fondú eða eitthvað slíkt.

Eða hefði verið það ef erfinginn hefði ekki lagst veikur. Í tíu daga.

Sem hefði verið í lagi ef barnapían hefði ekki lagst líka og endað á spítala.

Sem hefði verið í lagi ef ég hefði ekki þurft að mæta til vinnu og á fund í Köben.

Sem hefði verið í lagi ef ég hefði ekki veikst hastarlega sjálf.

Og legið, nei ætlað að liggja í dag, ef það hefði verið flóafriður fyrir andsk vinnusímaóværunni.
Það góða er að ég komst að galdrinum á bak við Pensilín. Það læknar ekki nokkurn skapaðan andskotans hlut. Maður bara fær svo pípandi djöfulsins niðurgang og sveppasýkingu að maður gleymir kvefinu eða hverju það var nú sem hrjáði mann upphaflega. Reyniði svo að hljóma gáfulega í vinnusímtölum þegar þið eruð við það að gera í djöfuls buxurnar!

Það góða er að þetta getur bara batnað. Vonandi.

   (20 af 114)  
9/12/06 18:02

krossgata

Uss ljótt er að heyra. Samúðaróskir, en þar sem þær gera lítið gagn einar sér þá getur verið ágætt að taka eins og 2 matskeiðar af ABmjólk með hverri pensilín-inntöku. Þetta hefur reynst mörgum gott ráð til að sleppa við steinsmuguna.

9/12/06 18:02

Texi Everto

Hann sem sagt var erlendis og þurfti að fara þaðan?

9/12/06 18:02

Billi bilaði

[Fer með gamanmál fyrir Keisaraynjuna til að stytta henni stundir og sparkar í Herbjörn Keisara fyrir vera að fara þetta erlendis á versta tíma]

9/12/06 18:02

krumpa

Hjartans þakkir krúttið mitt - líður mun betur núna!
Takk krossgata - ég reyni þetta næst - málið er bara að ég er hætt að japla á þessum pillum en þarf enn að vera í hlaupfæri við dolluna...

9/12/06 18:02

Upprifinn

Enda væri miklu frekar við hæfi að desember væri þinn mánuður, með jólunum og allt. gæti heitið Krumpaber eða krumpuber eða mánuður hinnar háæruverðugu keisaraynju krumpu.

9/12/06 18:02

krumpa

Ég styð það - hinir ýmsustu þjóðhöfðingjar eins og Ágústus og Sesar eiga sína mánuði - því ekki ég?

9/12/06 18:02

B. Ewing

Samúðarkveðjur. Vont er það.

9/12/06 18:02

Dula

Jú jú kannast maður við svona rugl, skelltu bara acidophilus í allt sem þú étur og í brækurnar líka, en það er að vísu niðurgangur og ælupest að ganga líka þannig að þú hefur náttúrlega fengið niðurgang ofan í sveppa, pensillín ógeðið. Hafðu það sem allra best.

9/12/06 19:00

Isak Dinesen

Fúlt. Ég þoli ekki að vera við það að gera í buxurnar yfir höfuð. Hvað þá í vinnusímtölum.

9/12/06 19:00

Jarmi

Mér finnst nú frekar spennandi að vera með algjörlega blístrandi niðurgang sem skellur á þegar síst varir. Þá fyrst er komin soltil spenna í vinnusímtölin!

9/12/06 19:01

krossgata

Krumpa það má reyna að koma lagi á þarmana með ab-mjólkinni líka eftir á. Það er gerómögulegt að vera á hlaupum á dolluna svona lengi.

9/12/06 20:02

Jóakim Aðalönd

Ja, ljótt er að heyra. Megi ykkur batna sem allra fyrst og megir þú hætta í þessari vinnu sem leyfir þér ekki að vera veik í friði.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.