— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/11/05
Nýr keisari

Það er búið að vera voða þungt yfir ykkur í dag svo að...

Í tilefni þess að keisaradæmið hyggst leggja undir sig gervallt Baggalútíska heimsveldið hafa nokkrar stöðubreytingar átt sér stað innan hirðarinnar.

Vladimir er vinsamlegast beðinn um að kíkja á KEISARI ÓSKAST -þráðinn og uppfæra embættismannalistann ef /og eftir því sem þurfa þykir. Allir umsækjendur eru hvattir til að kíkja á þráðinn og sjá hvaða stöður þeim hafa verið boðnar...

Jafnframt fer fram þjóðaratkvæðagreiðsla milli þeirra Herbjörns og Upprifins á þeim þræði - en bent skal á að atkvæði undirritaðrar ráða úrslitum (lýðræðið er bara plat). Hún er hins vegar ákaflega óákveðin...

Endilega takið þátt ef þið haldið að það breyti einhverju.
Lifið heil!

   (36 af 114)  
1/11/05 07:02

Herbjörn Hafralóns

Góðir Bagglýtingar nær og fjær, ég bið hér með um atkvæði ykkar.

1/11/05 07:02

Hakuchi

Greyið Mikill Hákon. Ég endurtek það sem ég skrifaði á þræðinum:
‹Býður eftir óútfylltu ávísuninni frá Herbirni›

Ég verð að viðurkenna, með fullri virðingu fyrir Upprifnum, að Herbjörn er einungis verðugur eins mikils skörungs og þú ert fröken Krumpa.

1/11/05 07:02

Offari

Ég lendi hér í stórvandræðum að þurfa að velja á milli besta vinar síns og náfrænda, hér þarf greinilega að liggja lengi undir feldinum.

1/11/05 07:02

Herbjörn Hafralóns

Hvað segir Offari um eina óútfyllta ávísun?

1/11/05 07:02

Offari

Þá þarf ég ekkert að liggja lengur undir feldinum.

1/11/05 07:02

Rattati

<Hnussar> Þar fór það!

1/11/05 07:02

Upprifinn

Ég leggst ekki svo lágt að múta og væla út atkvæði en treysti Krumpu fullkomlega til að velja rétt.

1/11/05 07:02

Don De Vito

[Hlær að barnalegri kosningaáróðursaðferð Upprifinns]

1/11/05 01:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Kæra krumpa .ekki veit ég hvort utankjörstaða atkvæðinn reiknist. ei heldur hvort prófkjörið hafi farið fram á réttan hátt , að farið hafi verið með símanúmer og aðrar uplýsingar openberlega öllum frambjóðendum hafi gefist sama tækifæri.Hitt veit ég þó að ég sjálfur Gísli vildi svo gjarna koma til greina í einhver síðustu sætinn en brast kjark.Hver þessar skörunga gagnar best
til að axla byrði stafsins að þjóna þér veit ég ei heldur. Ég skila því auðu. Reiknast ekki þau atkæði líka?

1/11/05 01:00

Jóakim Aðalönd

[Hlær sig máttlausann yfir vali á keisara]

1/11/05 01:00

Nornin

Herbjörn! Herbjörn! Herbjörn! [Veifar fánum]

1/11/05 01:00

Skabbi skrumari

Svo einhver haldi nú með Upprifnum, þá skal ég gera það... hehe...

1/11/05 01:01

Gimlé

Allvel fór þetta mál. Krumpu óskum vér til hamingju enda mun Herbjörn ekki aðiens vera geðgóður og þokkasæll heldur einnig betur vaxinn niður en gengur og gerist.

Með hinni nýju forfrömun afsalar Herbjörn sér byskupsembættinu enda fer ekki saman að vera keisari og byskup.

Samkvæmt munnlegu samkomulagi okkar Herbjarnar er Gimlé næsti byskum og væntum vér staðfestingar hans á því á hverri stundu.

1/11/05 01:01

Glundroði

Ég er nú ekki að skilja þetta samfélag. Krumpa segir: "Í tilefni þess að keisaradæmið hyggst leggja undir sig gervallt Baggalútíska heimsveldið hafa nokkrar stöðubreytingar átt sér stað innan hirðarinnar" og í framhaldinu virðist hún vera að auglýsa eftir Keisara eða eiginmanni úr röðum Baggalúta. Sem sagt Baggalútíska heimsveldið er hertekið án þess að nokkur hreyfi andmælum. Gulrót Krumpu, sem virðist hún sjálf, líkami og sál væntanlega, ásamt keisaratitlinum, virðist duga til þess að menn reyna hér hver um aðran þveran að gera hosur sínar grænar fyrir henni! Hver er þessi ágæta Krumpa? Ekki hljómar nafnið spennandi.

1/11/05 01:01

Gimlé

Það er ekki hægt að „vera að skilja“. Annað hvort skilja meitt eitthvað eða skilja það ekki. Hana nú!

1/11/05 01:01

Gimlé

Eða jú, það er hægt að „vera að skilja við maka sinn“ því það er ferli sem tekur tiltekinn tíma. En það er annað.

1/11/05 01:01

krumpa

Heyrðu þú þarna glundroði - ég er með eindæmum spennandi, nafnið, kroppurinn, persónan og keisaradæmið! Allt spennandi!
Glundroði er hins vegar fremur hvimleiður til lengdar... (ekki þú kannski, en nafnið...)

1/11/05 01:02

Jóakim Aðalönd

Ég lifði á Makkdónalds í þrjú ár og mér hefur sjaldan liðið betur en einmitt þá.

1/11/05 02:00

Græneygðogmyndarleg

Glundroði hefur lög að mæla. Krumpa er í einhverjum gulrótarleik hér. Ég væri til í að bjóða Glundroða upp í dans á árshát´ðinni.

1/11/05 18:02

Mikill Hákon

Fábjánaskapurinn í ykkur. Keisarinn er snúinn aftur.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.