— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Sálmur - 9/12/05
Gat í naflann og hring í ******

Ekki merkilegt - en rétt svona til að komast í gang eftir alltof langt frí. Ort í tilefni þess að ég hitti frænku mína með eyrnamerktan hvítvoðunginn sinn í fjölskylduútilegu í sumar. „Það er nebbilega sniðugast að gata strax - áður en þau læra að gera sér grein fyrir sársaukanum!“

dihh dihh dihh...
„Götunar og tattústofan, góðan dag“
„Já, góðan dag, sjaið þið um að gata börn?“
„HA?“
„Já, hvað þurfa börn að vera gömul áður en þau eru götuð?“
„hah....það er nú ekkert sérstakt aldursmark sko...bara sko foreldrarnir sem meta það sko....“
„Gott, ég ætla þá að fá svona tattú-og götunarpakka fyrir hann son minn, hann fæddist í fyrradag. Best að gera þetta bara strax, heh?“
„Uhh...jú,jú.“
„Já, þá var ég að hugsa um svona MAMMA-tattú með logandi stöfum á bossann (svona rétt yfir bleiuroðanum) og svo hring í nefið, með keðju sem leiðir í gat í naflanum.“
„Ha, nei, við gerum sko ekki tattú á börn nema þau vilji það sjálf sko....við erum meira í að gera göt í eyru, stelpueyru sko...“
„Nú, hver er munurinn? Mig langar í tattú á strákinn! Bæði tattú og eyrnagötun eru minniháttar líkamsárásir, eru sársaukafullar og skilja eftir sig varanleg merki! Og ég vil naflagat! Njóta eyrun eitthvað minni verndar en naflinn? Eða tungan? Af hverju er í lagi að gata eyru á smábarni en ekki nafla?“
„Æi, það er nú svo obbosslega krúttlegt að sjá litlu dúllurnar með eyrnalokka.“
„Og hver segir það? Mér finnst bara miklu krúttlegra að hafa gat í nafla, tungu eða geirvörtu! Hirðingjum í Afríku finnst krúttlegt að hafa prjóna skagandi út úr líkamanum og hringi um hálsinn! Ætlar þú að meta hvað er krúttlegt? Getum við hneykslast á siðum frumstæðra þjóða meðan við erum sjálf að stunda tilgangslausar líkamsmeiðingar? Í skreytingarskyni? Eða er nauðsynlegt að merkja litlar bleiustelpur sem kynverur? Eyrnamerkja þær sem gellur og pæjur? HAH???“
„Ó, ertu svona feministi? Hef heyrt um þá sko....“
„Nei.....lögfræðingur. En það er hægt að samþykkja (fyrir hönd barns) minniháttar líkamsárás eins og þegar farið er með það til tannlæknis - en þá er læknisfræðilegur tilgangur. Sjáið þið annars um að rassskella börn?“
„Ha????....“
„Já, svona fyrir foreldra sem eru á móti því að beita líkamlegu ofbeldi sjálfir. Það er líka minniháttar líkamsárás, rétt eins og eyrnagötunin....“
„Heyrðu, það var að koma maður í búðina. En ef þú vilt göt í STELPUEYRU komdu þá bara!“
dihh dihh dihh....

Að gefnu tilefni skal það tekið fram að hið keisaralega barn fær göt í hvern þann líkamspart sem það óskar sér ÞEGAR það óskar sér.
Veit annars einhver hvernig er best að fara að því að vefja fætur?? Finnst það nebbilega svoooo krúttlegt!

   (48 af 114)  
9/12/05 04:01

B. Ewing

Vefja fætur. Ekkert mál.

Yfir undir yfir undir yfir undir og hnýtt saman með girni.

9/12/05 04:01

Jóakim Aðalönd

Það skiptir engu máli á hvaða aldri fólk er, eða á hvaða stað á líkamanum viðkomandi götun/húðflúrun á að eiga sér stað; það á að banna þetta allt með lögum að viðlagðri harðri refsingu.

9/12/05 04:01

Gaz

*Klappar*

9/12/05 04:01

Rasspabbi

Götun á börnum og húðflúr er viðurstyggilegur fjári. Krakkaskammir sem eru vart stálpuð hugsa það ekki til enda þegar þeir óska þess að fá eitthvað krass á skrokkinn. Jájá.. frábært nýmóðins húðflúr, kínverskir stafir sem eiga að þýða hugrekki en gætu allt eins þýtt bavíani.

Það að fólk misþyrmi sér með húðflúri eða götun er ágætt ef það er fullorðið en á börnum er þetta til út í hött.

Það skal tekið fram að þetta er mitt álit og ég held alveg rosalega mikið í heiðri álit þeirra sem hafa annað önnur en ég. [Hóstar]

9/12/05 04:01

krumpa

Ég er sosum alveg sammála Rasspabba, þannig sko... En mér finnst mergurinn málsins sá að börn fái að taka heimskulegar ákvarðanir um gatanir eða húðflúr sjálf - að við tökum þau ekki fyrir þau áður en þau geta tjáð sig! Mér finnst viðbjóðslegt að sjá ómálga bleibörn með göt í eyrum - nú er ég örugglega að særa einhverjar mömmur hér, en það verður bara að hafa það. Að lokum - ég er með göt í eyrum, var eitt sinn með gat í nefi og íhugaði alvarlega að fá mér tattú á sínum tíma - en allt þetta ákvað ég sjálf! Og það er það sem ég meina - ef fólk VILL láta meiða sig í nafni fegurðar eða töffheita, sóbíitt - en leyfum fólki (þ.m.t.börnum) að ákveða slíkt sjálft!

9/12/05 04:01

Bismark XI

Já ég mun ekki veita mínum börnum þann munað að fá sér göt fyrr en þau eru kominn á þann aldur að þau geti valið það á réttum grundvelli. Að sjálfsögðu á það sama við um húðflúr. Ég er með eitt gat (í nefinu) og ég fékk mér það ekki fyrr en ég var orðinn 22.

9/12/05 04:01

Offari

Dóttir mín fékk göt í eyrun þegar hún bað um það. Ég veit vel að henni þótta vont að láta gera götin en hún viðurkendi það aldrei.

9/12/05 04:01

Furðuvera

Er virkilega til fólk sem lætur tattúvera kornabörn?

En annars. Þið lítið kannski flest á mig sem barn líka en ég fékk mér nú tattú í febrúar á þessu ári með leyfi foreldra. Þetta snýst sjaldan um sársaukann, fyrir mörgum snýst þetta um að vera töff en fyrir mér snýst þetta allt um listamanninn í mér. Ég tek eftir fallegu hlutunum í lífinu og mér finnst gott að geta skreytt mig og umhverfi mitt með fallegum hlutum. Þetta verður líka að hafa einhverja merkingu. Ég er með dreka á úlnliðnum vegna þess að ég hef alltaf verið heilluð af dýrum og sögum. Drekinn táknar sköpunargáfu, tengsl við náttúruna, styrk, hvatvísi, fegurð og eldmóð. Ég á örugglega eftir að fá mér fleiri tattú en göt í eyrum er alveg nóg fyrir mig.

Annars finnst mér ekkert svalt þegar fólk er að horfa á litla barnið sitt engjast um af sársauka í nafni fegurðar. Það er nefnilega VONT að fá göt í eyrun.

9/12/05 04:01

krumpa

Ja, ég vona að það sé enginn að stunda það að tattúvera kornabörn - en hver er munurinn á því eða að gata þau?? (lagalega kem ég amk ekki auga á hann) og já, það er VOOOONT að fá gat í eyrun (verra í nefið samt). Og til hamingju með tattúið, Furða, hef ekkert á móti tattúum per se....frekar en öðrum skreytingum.

9/12/05 05:01

Jóakim Aðalönd

Þú ert óknyttabarn Furða. Veistu ekki að drekinn er líka tákn stjórnleysislegrar græðgi (þess vegna er ég hrifinn af drekum)? Drekinn stendur vörð um það sem hann getur aldrei notað, svona eins og Kína rændi Tíbet, þó það land sé í raun til einskis nýtanlegt.

Láttu taka af þér húðflúrið strax, ella verður þú rassskellt.

9/12/05 05:01

Furðuvera

Hohohohaha! [Dansar um og skoppar]

9/12/05 06:02

Barbie

Þetta félagsrit er tær snilld. Ég er alfarið á móti þessari eyrnagötun ungbarna. Dóttir mín mátti suða í ár þar til hún fékk sín eyrnagöt og var svo alltof ung enda bara tæplega 5 ára. Hún fékk sér reyndar aftur núna þegar hún er orðin 7 ára eftir miklar fortölur við mömmu. Þessi yngri fær í fyrsta lagi þegar hún er 7 ára og bara ef hún suðar jafn mikið og Sarabía Oktavía.

9/12/05 08:01

krumpa

Takk Barbie - keisarabarnið fær auðvitað göt þegar hún biður um - en ég færi aldrei að gata hana að henni forspurðri - eins og margar mömmur í dag gera og koma svo til manns með ómálga bleiubarnið : Ohhhh, er þetta ekki sætt?? (og mann langar mest að gata þær sjálfar með heftibyssu)

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.