— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 3/12/05
MISERÍ

Þar sem næstu pistlar hér á undan eru einnig miklir gleðigjafar ákvað ég að bæta einum í safnið.

Mér líður illa! Vildi bara láta ykkur vita - því að svona segir maður ekki raunheimavinum sínum!

Ég er í sennilega versta þunglyndiskasti sem ég hef fengið í tíu ár.

Ég hef ekki borðað í tvo daga - sem hefur sína kosti - ég fæ þá ekki vond kolvetni á meðan! Þess í stað neyti ég náttúruvarnings, þ.e. koffíns og nikótíns, í óhófi.

Ég er með kökk í hálsinum alla daga. Ég er dofin.

Milli þess sem ég planlegg, á misfrumlega vegu, brottför mína úr þessum heimi, eigra ég um, máttvana og sljó.

Treysti mér ekki til að gera neitt - ekki einu sinni leika mér á gestapó.

Líður eins og ég sé með grjótsekk í maganum og rýting í hjartanu. Það eru allir vondir og undirförulir.

Ég veit þetta líður hjá en það er sárt meðan það gengur yfir. En því sterkara verður sólskinið þegar það rofar til.

Vildi bara láta ykkur vita og vona að það sé ekki öllum sama.

   (52 af 114)  
3/12/05 23:01

Haraldur Austmann

Ææ. Má bjóða þér einkadans?

3/12/05 23:01

Isak Dinesen

Hrikalegt að vita til þessa, en á sama tíma er ánægjulegt að þú skulir segja okkur frá þessu. Vona að það hjálpi þér að geta minnst á þetta einhversstaðar.

Ég vona innilega að þessu ljúki sem fyrst.

3/12/05 23:01

Haraldur Austmann

Þú gætir hafa orðað síðustu setninguna betur Isak minn.

3/12/05 23:01

Isak Dinesen

Rétt er það, þakka þér gamli refur. Ég vona innilega að þessu ljúki með hækkandi sól sem fyrst.

3/12/05 23:01

krumpa

Híhí (brosir gegnum óstöðvandi kjökrið - sannir töffarar gráta ekki) Þakka hlý orð - en í þessu ástandi koma þau manni líka til að kjökra...

3/12/05 23:01

Offari

Ég á nú sjálfur oft erfitt með að sætta mig við sjálfan mig en ég neyðist til þess því enginn annar gerir það. Svo fann ég Baggalút og lífið varð dásamlegt á ný. Kastaðu teningum, farðu í snjókast og borðaðu súkkulaði. Þetta lagast yfirleitt með vorinu, ef ekki þá verður þú að taka inn bjartsýnispillurnar. Gangi þér vel.

3/12/05 23:01

Heiðglyrnir

Krumpa mín okkur er sko ekki sama..Við stöndum með þér alla leið..þú ert frábær. [Ef að Riddarinn getur aðstoðað, láttu vita]

3/12/05 23:01

Lopi

Gangi þér vel krumpa, sendi hlýjar hugsanir til þín.

3/12/05 23:01

Vladimir Fuckov

Leitt er að sjá - vonandi skánar þetta sem allra fyrst. Einnig vonum vjer að ástandið skáni a.m.k. eitthvað við að sjá að ekki er öllum hjer sama.

(En eru það ekki annars bara karlkyns töffarar sem gráta eigi ? Eða erum vjer orðnir ringlaðir nú á þessum tímum jafnrjettisbaráttu ?)

3/12/05 23:01

Ugla

Ef það er karlmaður sem er ástæðan fyrir þessari vanlíðan þá er ég boðin og búin að flá hann lifandi fyrir þig. Bara að nefna það!

3/12/05 23:01

Krókur

Jahá... láttu okkur vita hvar hann á heima!
[Glottir]
Annars er bara að gera eins og Marsbúarnir: drekka súkkulaði o.s.frv. Gangi þér vel.

3/12/05 23:01

krumpa

Hjartans þakkir öll! Þetta jafnar sig vonandi eftir nokkra daga. Allt er bara svart í bili.
Karlmaðurinn minn er afbragð annarra manna og yndislegur í alla staði, en auðvitað eiga karlmenn alltaf sök á óhamingju kvenna, eða hvað? Annars eru bara nokkur atriði sem ég þarf að vinna úr - og þá bara þyrmir yfir mann. Ég trúi því reyndar ekki að einhver annar geti gert mann hamingjusman eða óhamingjusaman - maður ber ábyrgð á líðan sinni sjálfur, ekki satt?
Þunglyndi kemur líka yfirleitt án þess að það sé kannski einhver sérstök ástæða...
Og Vladimir - sannir töffarar eru af öllum kynjum, gerðum og stærðum - og þeir gráta EKKI!

3/12/05 23:01

Stelpið

Æijá, þetta er vond tilfinning, kannast við þetta af eigin reynslu. [Knúsar krumpu]

3/12/05 23:01

Sæmi Fróði

Ægilegt, þú gerðir rétt að létta af þér hér, okkur er allavega ekki sama um þig! Vonandi lagast ástandið bráðlega.

3/12/05 23:01

blóðugt

Afskaplega leitt að heyra hvað þér líður illa. Það er sko bara allt í lagi að þú skrifir þunglyndisleg félagsrit! Ég er þá ekki ein um það... við verðum nú aðeins að ná þesum brandarakörlum niður á jörðina, ha? [Glottir]

Öll él birtir upp um síðir.

3/12/05 23:01

B. Ewing

Það er alltaf til leið úr öldudalnum. horfðu bara á endurnar á pollinum þær poppa upp á öldutoppana sama hve háar öldurnar eru. (verst að það eru svo sjaldan brimöldur á Pollinum).

3/12/05 23:01

Galdrameistarinn

Krumpa.
Ekkert myrkur er svo svart að það sé ekki einhversstaðar ljós. Þó svo það sé við endann á göngunum, hinu megin við S beygjuna.
Ég þekki þessa tilfingu sjálfur og því veit ég hvernig þér líður.
Stattu þig stelpa, þú nærð þér á strik.

[Dregur sig aftur í hlé]

3/12/05 23:01

Dr Zoidberg

Allt svart segirðu. [Málar bakgrunninn hvítann]

3/12/05 23:01

Trölli

Kæra krumpa.
Er það ekki örugglega bara í raunheimi sem þér líður svona illa? Þá væri nú fokið í flest skjól ef þú væri líka með Baggalútíu-þunglyndi.
Bíttu á jaxlinn og bölvaðu í hljóði og vertu dugleg að minna sjálfa þig á hvað þú ert í alla staði dásamleg.
Baráttukveðjur, Trölli

3/12/05 23:01

Nætur Marran

Já Krumpa. Þetta svokallaða þunglyndi hef ég prófað smá. En þú komst því í skrif og það virðist alltaf gera eitthvað. Gangi þér bara vel að vinna úr þessu. Við styðjum þig. :)

3/12/05 23:01

Glúmur

Þó að það sé nú ekki rétta leiðin að vera alltaf að ota einhverjum ráðleggingum að fólki þegar það er í niðursveiflu þá ætla ég að rausa smá hérna eins og gömlum fausk sæmir.
Ef áhyggjur eru að þjaka mann getur oft hjálpað að byrja á því að athuga hvort má ekki láta sumar þeirra lönd og leið með því að gefa einfaldlega skít í þær (varasamt þó því maður verður að velja á milli hvað er mikilvægt og hvað er skítvægt.)
Ef maður hefur ekki hitt kunningja og vini í langan tíma getur reynst ágætt að ákveða með nokkrum fyrirvara 2-3 heimsóknir í komandi viku, best er að heimsækja þá sem manni þykir vænst um, ekki endilega hressu kunningjana heldur frekar þá sem maður hefur þekkt mjög lengi og hefur lengi ætlað sér að heimsækja (mann verður þó að langa að hitta þá, það hjálpar að geta látið sig hlakka til en ekki ef maður fær bara hnút í magann).
Svo getur verið gott að fara í labbitúr - eiginlega sérstaklega ef maður er ekki vanur því að gera það. Eins er gott að sparka í drasl eða lemja hluti - þá hlest mjúka - en vara sig að þeir séu örugglega allir líflausir. Að hitta góðan vin og skella sér í sund og gufu getur gert manni ótrúlega gott, það þarf ekki alltaf að vera flókið.
Svo er þetta auðvitað tengt boðefnum í hausnum á manni, hvað þau varðar þá geta koffín, nikótín og vín haft neikvæð áhrif. Ég myndi þó alls ekki mæla með því að hætta að reykja eða drekka kaffi þegar maður er í niðursveiflu. Slíkt krefst þess að maður sé í sæmilegu jafnvægi en gæti verið ágætt langtímamarkmið.
Muna svo að éta fisk og lýsi - það er ekkert spaug, það hjálpar lýsið, sérstaklega ef maður venur sig á að taka það allta daga, þar liggur galdurinn.
Það hjálpar mér að skipuleggja mig fram í tímann, hef litla vasadagbók sem ég nota til að skipuleggja frítímann minn, þetta kvöld ætla ég að gera þetta, tvem kvöldum seinna ætla ég að gera hi... hmmm semsagt eitthvað annað og þarnæstu helgi ætla ég að bjóða vinafólki mínu í spilakvöld. Bara við að skrá svona áætlun niður í litla skipulagsbók veitir manni þá tilfinningu að maður hafi strax áorkað einhverju. Svo lætur maður sig hlakka til daganna og getur finnur fleiri hluti til að gera aðra daga.
Nú hækkar sólin á lofti, dagur er orðinn lengri en nótt, oft er heiðskýrt á morgnanna, mér hlýnar alltaf um hjartaræturnar þegar ég sé sólarupprás, ég hef jafnvel stillt klukkuna á að vekja mig gagngert til þess að fylgjast með. En allir hafa sínar aðferðir, þú hljómar skóluð í þessu og veist líklega hvað virkar fyrir þig. Vertu þó ekki hrædd við að prófa eitthvað nýtt.
Ég vona innilega að þér líði betur, þú átt það skilið.

3/12/05 23:01

ZiM

Á við sama vandamál að stríða, vertu dugleg að vinna í átt að bata. Ekki gefast upp! Það er erfitt og virðist tilgangslaust oft á tíðum, en ekki festast þarna niðri. Það kemur þér enginn upp nema þú sjálf þó að aðstandendur geta stutt þig. Það er rosaleg vinna að klóra sig upp, en maður þarf að passa sig að humma þetta ekki áfram því að annars fer vandinn ekki neitt.
Ég óska þér bata og velgengni.

3/12/05 23:01

Herbjörn Hafralóns

Æ, æ, og ég sem hélt að allt væri svo gott hjá þér og þínum heittelskaða. Vonandi birtir þó til hjá þér áður en varir. Svo ráðlegg ég þér að prófa teningakast, þá gleymist allt annað á meðan.

3/12/05 23:02

Hakuchi

Það er ömurlegt að vita til þess að þú þjáist af þessum sjúkdómi. Ég á persónulega engin eldhúsráð við honum en ég óska þér góðs bata.

3/12/05 23:02

Jóakim Aðalönd

Mér finnst bezt að horfa á góða og fyndna gamanmynd þegar ég er hálfdán. Ekki gleyma að borða uppáhalds ísinn þinn með...

4/12/05 00:00

Nornin

Elsku besta Krumpa.
Sá þetta félagsrit seint og um síðir þar sem mikið er að gera í skólanum.
Langar bara að bæta við ofantalið að þú ert frábær.
Þú ert hnyttin í tilsvörum, góður penni, skilningsrík, traustvekjandi, upplífgandi og skemmtileg.
Þetta get ég sagt með góðri samvisku þrátt fyrir að hafa aðeins átt samskipti við þig í þessum rafræna heimi okkar.
Ef þig vantar eyru til að hlusta (ja, augu til að lesa nánar tiltekið), þá er ég bara nokkra innslætti á lyklaborðið frá þér (jeminn hvað var erfitt að koma þessari setningu í orð... eignarfallsflótti my ass!)
Knús og kossar kæra vinkona.

4/12/05 00:01

krumpa

Hjartans þakkir öll - fer næstum að gráta við að lesa þetta.
Og það er rétt að ,,vertu hress" virkar takmarkað og hefur eiginlega öfug áhrif - en ráðin frá þér, Glúmur, eru hreint út sagt yndisleg. Og takk líka elsku Norn, mjög líklegt að ég sendi þér línu um leið og ég treysti mér til að deila hlutunum - það er oft erfiðara en maður heldur.

Takk öll fyrir að vera til, og nenna að hlusta á jarmið í mér! Þið eruð best!

4/12/05 00:01

feministi

Ágæta Krumpa, til að vinna bug á þessu meini ráðlegg ég þér að mana seinni helminginn (makann) í Ólsen Ólsen, svindlaðu svo eins og þú lifandi getur og sjá allur þinn ami mun hverfa. Gangi þér vel.

4/12/05 00:01

Sundlaugur Vatne

Blessuð, Krumpa mín og þið öll. Mikið get ég verið þakklátur fyrir að þekkja ekki þessa tilfinningu og mikið hlýtur þér að líða illa.
[Tekur utan um Krumpu] Ég veit ekki hvort ég á réttu orðin fyrir þig, kæra vinkona, en ég skal sitja hérna hjá þér nokkra stund svo þú vitir að mér, rétt eins og okkur öllum hérna, er ekki sama um þig.

4/12/05 00:01

Skabbi skrumari

Hæ Krumpa, þú ert best... salút

4/12/05 00:01

U K Kekkonen

Elsku Krumpa, auðvitað er okkur ekki sama! og langt frá því. Ekki hræða okkur svona með því að þú sért að fara frá okkur.
Þú veist að við erum hér, mörg og misgóð en öll tilbúin að hlusta, lesa og bara þegja saman með kaffi og sígó.

4/12/05 01:02

Nermal

Eitthvað kannast maður jú við að vera langt niðri, finnast maður ekki nokkurs virði. Svo fer manni lafnvel að líða illa aukalega yfir því að hafa þessar tilfinningar í gangi. En eftir því sem stormurinn stendur lengur því meira styttist í blessað lognið. Hér átt þú margar axlir til að halla þér að. Stattu keik stelpa.

4/12/05 03:01

kolfinnur Kvaran

The world is treating me baaaaad, misery

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.