— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/05
HÖRMUNGAR

Talvan (tölvan? hef aldrei almennilega náð því hvort er réttara - rafræn ritvél með veraldarvefsvafrsmöguleikum væri kannski best) mín hrundi.

Hún er dáin. Það eru líka ýmis vinnugögn, ljósmyndir, brandarar, ímeil, heimakvikmyndir (Heittelskaður í hlutverki gamals svartsmunks og ég klædd sem sjóræningjastelpa) og alls kyns ódauðleg snilld. Glatað allt saman! Að eilífu. Og ég kemst ekki einu sinni á Baggalút.

Og það versta er að ég er með þrjú stór verkefni í gangi - hvar eru þau nú? Horfin í þá dularfullu vídd sem geymir staka sokka og ,,týnd" tölvugögn... Orka eyðist ekki - hvernig getur svona lagað bara týnst?

Það versta er að ég get engum um kennst nema sjálfri mér - hlóð inn á tölvugreyið alls kyns drasli og vafraði um allan heim - án þess að hafa áhyggjur af afleiðingunum. Og nú er hún dáin - elsku besta vinkonan mín!

En kannski er það alversta það að ég á ekki pening fyrir nýrri tölvu - ég á ekki einu sinni fyrir tilgangslausu viðgerðinni sem ég sendi þessa tölvu í.

Frjáls framlög og skattgreiðslur í formi gullstanga eða platínumkorta sendist til keisarahallarinnar. Veit ekki hvort eða hvenær ég sé ykkur aftur!

   (56 af 114)  
2/12/05 14:01

Haraldur Austmann

Tölvan.

2/12/05 14:01

B. Ewing

[Sendir í snarheitum 10.000 rjómabollur og vínarbrauð til krumpu]
[Pantar 1000 hitabrúsa í þeirri von að Hexia hafi neyðarkakóbirgðir til staðar]

2/12/05 14:01

Offari

Æ! Ekki gott mál. Ég á gamla 386 tölvu sem ég er hættur að nota, á ég að senda þér hana?

2/12/05 14:01

krumpa

ehe? 386? Hina keisaralegu tign vantar vitaskuld FARTÖLVU en ekkert gamalt slor! Takk samt...

2/12/05 14:01

Hvæsi

[Pakkar niður gömlu Commodore64 tölvunni sinni og sendir Krumpu]

Hélt þú vildir þessa frekar en sinclair spectrum.

2/12/05 14:01

dordingull

Það er grátlegt þegar svona kemur fyrir og kennir okkur að taka afrit af öllu sem við viljum ekki að glatist.
En ert þú búin að kanna það til hlítar hvort það sé hægt að endurheimta gögnin af disknum? Oftast er það nú hægt þó hann hafi hrunið en getur verið flókið og dýrt.
Þarfi og kannski aðrir sérfræðingar hér geta sagt þér mikið meir um þetta en ég og vonandi finnst möguleiki til að bjarga gögnunum.

2/12/05 14:01

blóðugt

Hahaha spectrum...

Annars er þetta hræðilegt Krumpa mín. Ég lærði af biturri reynslu að allur er varinn góður og á því 240gígabæta ferðadisk sem geymir allt þetta mikilvæga, auk þess sem myndir og annað er skrifað á diska jafn óðum.

2/12/05 14:01

Jóakim Aðalönd

Það ætti að vera hægt að ná gögnum af disknum, nema hann sé hlutlægt skemmdur (þ.e.a.s. að bilunin felist í skemmd á vélbúnaði). Farðu bara til einhvers eðalnörds og láttu hann ná í gögnin.

2/12/05 14:02

Jarmi

Þér hefði verið nær að kaupa þér vistun hjá Skýrr eins og Ritstjórn gerir við Baggalút.

En að öllu gríni sleppt, þá hef ég séð þessa heimamynd af þér og þeim gamla. (Var hann ekki "dauðinn"?)

2/12/05 14:02

Isak Dinesen

Það er auðvelt að ná gögnunum úr að því gefnu að diskurinn sé í lagi.

En mikið djöfull er alltaf leiðinlegt að frétta af andláti. Ég samhryggist.

2/12/05 14:02

Ívar Sívertsen

Eins og ég hef frá greint áður þá lenti harði diskurinn minn í slysi þar sem andleg heilsa hans er líklegast öll til staðar en líkamleg ekki. Þ.e.a.s. gögnum var hægt að bjarga en ekki disknum. Ég keypti mér nýjan af njósnara í skrímslaborg um daginn. Sá er ofsafínn og þú færð hann ekki. En ég samhryggist þér innilega og veit hvaða þjáningar þú ert að fara í gegnum með heimamyndirnar. Ég lenti í því sama með mínar myndir, en veit að þær eru óhultar núna. Vonandi tekst að bjarga þessu svo myndirnar úr öllum partýunum í keisarahöllinni verði til staðar svo hægt sé að fjárkúga þá sem þar voru.

2/12/05 15:01

krumpa

Nei Jarmi - hann var svartmunkur og ég var sjóræningjastelpa - svo fórum við í eltingaleik - hverslags dónaskap ert þú að hugsa um ?

Ég vona það besta með gögnin, þakka hlý orð öll sömul, en held að tölvugarminum verði ekki viðbjargað. Reikna samt með að það verði fokdýrt að ná gögnunum og í sannleika sagt þá var heimamyndin kannski ekki svo góð...

2/12/05 15:01

Hexia de Trix

[Réttir Krumpu 1563 lítra af kakói]

Þú átt það skilið Krumpa mín að fá allt neyðarkakóið sem var til!

[Hefst handa við að endurhlaða birgðirnar]

2/12/05 15:02

Jarmi

Talaði ég eitthvað um dónaskap?

2/12/05 16:01

krumpa

Nei, sé það núna að þú gerðir það ekki - sennilega einhver annar hér sem er dónalega þenkjandi...

(svolgrar í sig kakó, mmmmm)

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.