— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 2/12/05
Orkuátak Latabæjar - hoppandiþreifandiöskuill!!!

Ætlaði að tuða á þar til gerðum orkuþræði en það er ekki búið að opna hann svo að þið verðið bara að þola þetta!

Mannvinurinn, athafnamaðurinn og orkuboltinn Magnús Scheving er enn kominn af stað með orkuátak. Ansi hreint gaman! Keisarabarnið tók þátt hér um árið og þetta var bara ákaflega sniðugt og skemmtilegt allt.

Þetta fúnkerar þannig að börnin eiga að borða alls kyns grænmetisjukk, þamba vatn og bursta tennur. Fyrir þetta fá þau svo verðlaun. Afskaplega góðra gjalda vert nú á tímum skyndibita, offitu og hreyfingarleysis.

Hér um árið rak hins vegar ýmsa foreldra í rogastans þegar Siggi Sæti (hugarburður téðs Magnúsar) sagði að foreldrar hans ætluðu að gefa honum hjól í verðlaun! Spunnust um þetta heitar umræður á netinu og víðar enda vandséð hvernig t.d. einstæð móðir með þrjú börn í orkuátaki ætti að geta staðið undir væntingum barnanna og gefið þeim reiðhjól (en samkvæmt Magnúsi og nefndum Sigga var reiðhjól standard verðlaun fyrir að minnka nammiát í tvo mánuði).

Eftir talsvert jaml, japl og fuður kom Siggi svo fram á sjónarsviðið og sagði að hann hefði bara verið að grínast. Hann fengi auðvitað ekkert hjól - heldur bara ferð í Húsdýragarðinn eða eitthvað slíkt. Hann baðst afsökunar á því að hafa gefið börnum þau skilaboð að það væri sjálfsagt að heimta reiðhjól (20-30 þús kr. pakki per barn) fyrir það eitt að narta í nokkrar gulrætur.

Áðan var ég svo að horfa á Magnús og Sigga í Kastljósinu þar sem þeir voru að kynna orkuátak 2006 - og hvað haldiði að Siggi vilji fá í verðlaun fyrir að gæta að mataræðinu í mánuð? REIÐHJÓL!

Nú geta þessir peningaplokkarar og efnishyggjugeðsjúklingar sko bara átt sig. Ég mun aldrei aftur kaupa einnota Hagkaupsdrasl á uppsprengdu verði bara af því að Íþróttaálfurinn hefur ljáð því merki sitt.

Orkuátaksmánuðurinn fer svo í að kenna keisarabarninu að blása reykhringi og drekka bjór með nefinu!

Skammist ykkar - ef þið hafið þá vit á því. Hálfvitar!

   (57 af 114)  
2/12/05 07:02

Offari

Mín dóttir fær 44 Tommu sjónnvarp og heimabíó, ef hún stendur sig.

2/12/05 07:02

Aulinn

Almáttugur... REIÐHJÓL?! Hvað er að þessum hálfvitum. Það veit ég að hún móðir mín hefði aldrei átt efni á því að gefa mér reiðhjól útaf eitthverju svona tilefni!

2/12/05 07:02

Bjargmundur frá Keppum

Ég gef barninu mínu einstæða móðir ef það stendur sig..

2/12/05 07:02

Ferrari

Strákurinn minn heimtaði Playstation 2 vélarskrifli því það eru víst "allir"í bekknum sem fá svoleiðis

2/12/05 07:02

Upprifinn

Yngsti sonur minn er mjög reiður af því að hann er orðinn of gamall til að fá bókina senda.
foreldrum hans hugnast þetta ágætlega og minnast síðustu sendingar Latabæjar með hryllingi.

2/12/05 07:02

Kondensatorinn

Bölvaðir bévítans neyslufíklar og barnaplokkarar.
Ef börn borða hollan mat fá þau hreysti að launum ekki drasl.

2/12/05 07:02

blóðugt

Ég á ekki til orð...

Hvað er þetta fyrir gamla krakka? Á ég von á að fá svona sent fyrir minn fimm ára?

2/12/05 07:02

krumpa

Þú ættir að sleppa - í þetta skiptið! Núna er þetta fyrir börn fædd 98, 99 og 00. Síðast voru það 95, 96 og 97. Ég er ekki að lasta átakið sem slíkt (þó að reyndar væri maður píndur í það) - heldur bara þessa framsetningu!

2/12/05 07:02

Nornin

Fjölskyldan mín (vítt hugtak) er líka í heilsuátaki.
Alveg ótengdu Latabæ og því batteríi þó að 2 af þrem börnum séu á þessum aldri.
Við förum hins vegar ekki 'gjafa'leiðina til að fá börnin til að borða gulrætur og perur... við hótuðum þeim með engu sjónvarpsglápi ef þau narta ekki í það sem við bjóðum upp á!
Það virðist virka ágætlega... alla vegana horfa þau þá minna á sjónvarpið ef gulræturnar heilla ekki!

Alltaf að passa upp á að maður vinni sama hvernig fer þegar verið að er semja við börn [ljómar]

2/12/05 07:02

Haraldur Austmann

Ég myndi alveg þiggja smá kynorkuátak svona í ellinni.

2/12/05 07:02

Hexia de Trix

Krumpa: Síðast voru börn fædd '98 líka í þessu. Prímadonna er einmitt fædd á því herrans ári, þannig að það er verið að endurtaka leikinn hjá þessum árgangi. Díva litla er af 2000 árganginum og fær því orkubókina líka í þetta sinn.

Sem betur fer eru þær orðnar nógu gamlar til að líma sjálfar #$#$&$%$##%%/($$%#$& límmiðana í bókina. Þetta var ömurlegt síðast, enda var Díva aðeins eftir á í hreyfiþroska og gat *alls* ekki límt sjálf í bókina. Hún átti reyndar líka erfitt með að muna hvað hún borðaði í leikskólanum, enda ekki hægt að ætlast til þess að ung börn muni að kveldi hvað þeim var fært að morgni.
Það endaði því með að fyrripart mánaðarins var giskað á neysluna, og seinni part mánaðarins "gleymdist" bókin svolítið oft...

Ég þakka bara fyrir það að febrúar er stysti mánuðurinn, en hjálpi mér hvað hann á eftir að verða erfiður!!!

(Hvað verðlaunin varðar skal þeim stillt í hóf. Líklega verður splæst í eins og einn geisladisk handa dömunum - saman!)

2/12/05 07:02

krumpa

Nú - voru 98 börnin líka með? Mín er 97 - finnst reyndr lágmark að þau séu byrjuð í skóla þannig að maður hafi einhverja hugmynd um hvað þau eru að borða! Ég er alla vega fegin að sleppa núna...þetta var heljarinnar vinna síðast!

Haraldur : komdu bara !

2/12/05 07:02

Nermal

Mér finnst það nú assgoti hart ef nútímabörn eru þannig að það þarf að kaupa þau til að hreyfa á sér rassinn og borða annað en kleinuhringi og franskar. Þegar ég var lítill þá var ég þéttholda, það var bara tekið á mataræðinu.. undanrenna og þessháttar og í dag er ég bara fínn. Þau verða að gera þetta vegna þess að þau langar til þess, ekk vegna einhvers auglýsingaskrums.

2/12/05 07:02

Offari

Er þetta líka fyrir út á landi lið?

2/12/05 01:00

Urmull_Ergis

-Karltötrið hann pabbi minn, genginn í barndóm, heimtar nýjar falskar tennur fyrir að standa sig.

2/12/05 01:00

Günther Zimmermann

[Setur leik barna á svið]
Barn 1: Krakkar komið að leika!
Barn 2: Ókei, mar. Hvað?
Barn 1: Uu, annað hvort latabæjarleikinn eða eimskips eltingaleik!
[Fær ógeðshroll]

2/12/05 01:00

Ívar Sívertsen

[heldur áfram með leikinn]
Barn 3: hey krakkar... eigum við ekki frekar að koma í FL starfslokasamningagerðarleikinn?
Barn 1 og 2: Nei, þú færð alltaf svo mikið!
[hættir að leika sér]

Ég ætla að bjóða dætrum mínum upp á að velja eitt af þremur eftirfarandi sem verðlaun fyrir að standa sig í orkubókarógeðinu:
1) Tiltekt í herberginu
2) Sjónvarpsbann í viku
3) Horfa á gamlar upptökur af fréttatímum

Standi þær sig ekki mun ég ekki bjóða upp á þessi forréttindi!

2/12/05 01:00

Ívar Sívertsen

Svo er önnur pæling... hvað fá foreldrar frá Latabæjarsamsteypunni fyrir að standa sig við að ota þessu að börnunum?

2/12/05 01:00

Jarmi

Kannski ætlar Schewing að kaupa öll þessi reiðhjól fyrir Ammríku peninga. Hann kannski sér svona eftir þessu rugli síðast og ætlar að kaupa reiðhjól handa öllum krökkum á landinu. Hver veit?

2/12/05 01:01

Hvæsi

Iss, þegar hvæsi ólst upp í sveit, þá bara borðaði maður það sem kom á borðið, ellegar var farið að sofa svangur.. í fjárhúsunum.

Að verðlauna börn fyrir að gera sjálfssagðann hlut er afbrigðilegt.
Það er svipað og hafa pakka tilbúinn á hverjum morgni, sem verðlaun fyrir að fara á fætur og í skólann. [blótar og fussar]

2/12/05 01:01

Hel að hurðarbaki

Ekki að ég vilji vera að setja út á réttmæta reiði og ergelsi annara, en ef ég man rétt, er Siggi sæti ekki einmitt í þeim BMI-flokki að hann þyrfti hvað mest á reiðhjóli að halda (ásamt ríflegum dagskammti af útiveru)? Það er kannski hægt að réttlæta þetta þannig fyrir börnunum; "Já en elskan mín, þú ert nú heldur ekki eins feit/ur og hann Siggi sæti..." [glottir]

2/12/05 01:01

Hel að hurðarbaki

... nei, þetta var ljótt. Auðvitað á krakkakvikindið bara að fá gulrótarpoka í verðlaun. Græðgi er, eins og offita, þjóðfélagslegt vandamál. Engin ástæða til að vera að gera fólk að græðgispésum á unga aldri.

2/12/05 01:01

Jarmi

Hvæsi neglir þetta spot on! Ég reyndar var ekki í sveit, en hann faðir minn er hörkutól, ég komst ekki upp með neitt múður.
Þyki nú bara sæmilega fit og heilbrigður í dag, stærstu leiti honum að þakka.

[Teygar átján lítra af lýsi og handrotar kolkrabba]

2/12/05 01:01

Jóakim Aðalönd

Thetta er bara gott á ykkur. Ykkur var naer ad eignast krakka...

2/12/05 01:02

Upprifinn

Jóakim! þetta var nú fyrir neðan beltisstað.

2/12/05 03:00

Jóakim Aðalönd

Hehehe...

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.