— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Pistlingur - 6/12/04
Stærðfræðin - hrein og fögur.

Ég er drullugóð í hugarreikningi. Það stafar ekki af óstjórnlegum gáfum mínum eða stærðfræðisnilld, heldur er hugarreikningur eitthvað sem lamið var með valdi inn í hausinn á mér á grunnskólaárunum.

Í mörg ár hefur það svo hent mig í búðum eða á veitingastöðum að horft er á mig með lotningu (eða ótta-þetta hljóta jú að vera einhverjir galdrar) þegar í ljós kemur við kassann að ég get lagt saman flóknar tölur eins og 1000 og 500 eða skipt upphæðum á borð við 3200 í tvennt. Fólkið á kassanum sem rétt er að byrja að pikka inn tölurnar í vasatölvurnar sínar kemur eftir það fram við mig af óblandinni virðingu (eða þá fyrirlitningu á þessu stærðfræðifríki). Einnig hefur það komið fyrir mig að afgreiðslufólki finnst mjög eðlilegt að gefa 2000 til baka þegar greitt er með 1000 kr fyrir vörur sem kosta 800...

Þess ber að geta að þetta fólk er yfirleitt yngra en ég, því hef ég í mörg ár hneykslast á hnignandi gáfnafari ungviðisins og tautað fyrir munni mér að heimur fari nú versnandi og að börnum þjóðarinnar sé hreint ekki viðbjargandi.
Það er að segja, þetta gerði ég, þar til ég kynntist stærðfræðikennslubókum í 2.bekk barnaskóla.

Ég var sumsé áðan að að bögglast við að aðstoða afkvæmið við heimanám í stærðfræði (hét nú reyndar bara reikningur þegar ég var og hét). Ég hef reyndar oft lent í strandi en bý við svo góðan kost að í nánustu fjölskyldu minni er stærðfræðikennari með 30 ára reynslu sem yfirleitt ræður við 2.bekkjar stærðfræði.

Áðan lentum við afkvæmið svo í aldeilis skemmtilegu stærðfræðidæmi. Dæmið var um hann Ella sem átti 12 smápeninga í vasanum sem voru samtals að upphæð 40kr. Ja, hérna, hugsaði ég með lotningu - jafna með tveimur óþekktum !! - mikið er stærðfræðikennsla orðin þróuð. Verandi stærðfræðideildarstúdent og svona hélt ég mig nú ráða við það og fór að útskýra diskriminant fyrir krílinu. Já, ástin mín, þetta er sko D=b í öðru veldi -4ac, svo tekurðu bara kvaðratrót af því...og þá er svarið sko komið. Barnið horfði nú bara á mig sljóum augum og skildi ekki neitt í neinu.

Endaði þá með því að ég hringdi í stærðfræðikennarann og fór nú að bísnast yfir því hversu treggáfað barn ég ætti og hvernig það skildi bara ekki neitt í neinu í sjö ára bekkjar dæmum. Hvort hann héldi að barnið þyrfti stuðningskennslu?

En nei, þá var diskriminantinn (eina aðferðin sem ég þekki til að leysa úr jöfnu með tveimur óþekktum) víst bara alls ekki málið. Heldur átti barnið að teikna og prófa sig áfram. Ja hér, ef ég vissi ekki svarið þá væri ég í marga klukkutíma að teikna og pæla - enda valmöguleikarnir sennilega nálægt því að vera óendanlegir. Svo ég sagði stærðfræðitossanum mínum bara svarið og hann fór út að leika.

Hvað er að? Væri ekki nær að reyna að kenna einfalda samlagningu og frádrátt svo að ég og mínir líkar eigi ekki á hættu að verða brenndir á báli næst þegar þeir opna munninn nálægt búðarkassa? Er ekki líka spurning að taka upp gömlu aðferðirnar og láta þessa fílabeinsturnsgauka sem semja kennslubækurnar hætta að r.... sér yfir einhverjum svona líka sniðugum þrautum?

   (74 af 114)  
6/12/04 00:02

B. Ewing

Heyr heyr og orð í tíma töluð. megi þetta verða í stjórnarskrá lýðveldisins ritað með gulli.

6/12/04 00:02

Goggurinn

EHHEMM! D er jafnt og bje í öðruveldi mínus fjórum sinnum A C.

6/12/04 00:02

krumpa

Eða hvað það nú var!!! sennilega þess vegna þá sem smábarnið var ekki alveg að ná þessu!

6/12/04 00:02

krumpa

man samt að það var lítið a og lítið c (reynt að klóra í bakkann...)

6/12/04 00:02

Órækja

Uhhh, hvernig getur samsetning 12 smámynta sem saman mynda 40 kr verið jafna með 2 óþekktum stærðum? Ef smámyntirnar eru íslenskar hljóta þær að vera af gerðum 10 kr 5 kr og 1 kr og því minnst 3 óþekktar hér á ferð.

6/12/04 00:02

Goggurinn

Samt óafsakanlegt...

6/12/04 00:02

krumpa

Dah - ég sagðist vera góð í HUGARREIKNINGI - jöfnur hvort sem þær eru með tveimur, þremur eða fjórum óþekktum eiga alla vega varla heima í námi sjö ára barna - eða hvað?
Hættiði svo að snúa út úr...

6/12/04 00:02

Órækja

Þannig að þín umkvörtun er sú að þú skilur ekki stærðfræði?

6/12/04 00:02

krumpa

hmm..jújú, skil hana ágætlega og var bara þokkalega góð í algebru þegar ég lærði hana fyrir margt löngu síðan. Hins vegar er það þekking sem nýtist manni ekki bofs í hinu daglega lífi (eða nokkru námi öðru en stærðfræðitengdu). Hins vegar hefur hugarreikningur nýst mér vel óg ég held að það sé nær að kenna krökkum að draga frá og leggja saman áður en þau fá eyða heilli nótt í að teikna upp óendanlega möguleika lausnar með mörgum óþekktum stærðum. Auk þess ert þú bara að vera leiðinlegur núna...

6/12/04 00:02

Vladimir Fuckov

Síðan er sífellt verið að breyta námsefni og kennsluaðferðum, nú skilst oss t.d. að kennd sje önnur aðferð við samlagningu en á æskuárum vorum þannig að strangt til tekið kunnum vjer e.t.v. eigi samlagningu (er skiptir reyndar eigi máli, annaðhvort leggjum vjer saman í huganum eða notum til þess tölvur).

'Kosturinn' við að fólk kunni ekki einfaldasta hugarreikning er svo auðvitað sá að þá er auðveldara að svindla á því [Hugsar upp leiðir til að fá meira fjármagn til framkvæmda í forsetahöllinni og íhugar að banna almúganum að eiga reiknivjelar, tölvur o.þ.h.]

6/12/04 00:02

krumpa

Það er rétt - það er beinlínis bannað að kenna börnum að taka til láns - nú á að sjá allt fyrir sér - þau eiga svo að læra ,,þökun" og önnur torræð hugtök og hafa formskyn og teikna bara dæmin.
Reyndar er ævintýralegt að lesa námsskrá og markmiðslýsingu með stærðfræðikennslu í yngstu bekkjum grunnskólans...

6/12/04 00:02

B. Ewing

Hvað í ósköpunum er "Þökun"??

6/12/04 00:02

Goggurinn

Hvernig er hægt að banna börnum að læra að taka til láns!? Þetta er skandall, brennum Kennaraháskólann!

6/12/04 00:02

Vladimir Fuckov

Vjer sáum eitt sinn texta á sænsku þar sem gert var grín að þessari þróun þar ytra (þróunin virtist svipuð og hjer hefur komið fram). Í lokin var ástandið þar þannig að það kom eitthvert óskiljanlegt dæmi og fyrirmælin voru að ræða vandamálið í hópvinnu án þess að leysa það, líkt og um einhvern samfjelagsfræðitíma (eða hvað það nú heitir í dag) væri að ræða.

6/12/04 00:02

krumpa

Hef ekki - eftir mörg samtöl við viðskiptafræðinga, verkfræðinga og stærðfræðinga - enn komist að því hvað ,,þökun" er - en það er kennt í sex ára bekk svo að þetta er vafalaust eitthvað afar flókið...

6/12/04 00:02

Hóras

Mikið ertu sæt

6/12/04 00:02

krumpa

Ó takk minn kæri - en í ljósi kvenréttinda nútímans verð ég að krefjast þess að þú kommentir líka á gáfnafar mitt -eða þegir ella ! (gullhamrar eru alltaf góðir en held að þetta sé meira PC svona)...

6/12/04 00:02

Hexia de Trix

Eh, hérna... eldri dóttir mín er núna að klára sex ára bekk. Eftir heilan vetur með heimalærdóm í stærðfræði hef ég aldrei heyrt hana nefna hugtakið „þökun“.

Annars er það umhugsunarvert sem Vladimir sagði; eru rökfræðiverkefni orðin félagsleg verkefni? Ett sosiologisk problemm?

6/12/04 00:02

krumpa

oh,jæja, þá er dóttir þín Hexía mín, því miður bara ekki að fylgjast nægilega með. Samkvæmt námsskránni í fyrra fyrir sex ára bekk áttu þau sko að ,,ná góðum tökum á þökum" - hvort þetta hugtak er notað í námsskrá bara til að hræða foreldra og börnunum er svo kennt þetta undir öðru heiti veit ég svo ekki... nema það sé enn og aftur búið að snúa námsskránni á hvolf?

6/12/04 00:02

Isak Dinesen

Hér er þetta hugtak skilgreint (ekki séð það áður):

http://nemendur.khi.is/lindjons/%C3%BE%C3%B6kun.htm

Þarf nokkuð að minna Gestapóa á vef sem heitir Google?

6/12/04 00:02

krumpa

nei, nei, það er bara skemmtilegra að hneykslast á hlutunum heldur en að leita sér svara!

6/12/04 00:02

Hóras

Þú ert æðislega greind og hefur vit á öllu. Ég verð undir sænginni

6/12/04 00:02

krumpa

Arrgh - er á leiðinni!

6/12/04 00:02

krumpa

hmm...hvar er annars þessi sæng staðsett?

6/12/04 00:02

B. Ewing

Sængin er undir þakinu . [Rukkar Hóras vegna leiðbeiningana]

6/12/04 00:02

krumpa

Ok, takk - hlýt þá að finna hana!

6/12/04 00:02

Hóras

<Borgar B. Ewing>

Skrambinn, ég sem hélt að þegar yrði frítt.

<Fær sér orkudrykk> Klár í slaginn!

6/12/04 00:02

B. Ewing

[Fer og skoðar þökurnar nánar]

Þetta eru engar ansvítans þökur! Þetta heitir að PÚSLA í minni sveit! [Blótar herfilega og rífur í hár sitt]

6/12/04 00:02

krumpa

Já - en svona virkar þetta - allt gert til að flækja einföldustu mál - svo að þegar börnin okkar sleppa úr skólanum vita þau ákaflega lítið um ævintýralega mörg fáránleg hugtök en kunna ekki að leggja saman launaseðlana sína.

6/12/04 00:02

Vladimir Fuckov

Hmmm... þá er það semsagt sjertilfelli af þökun að koma umræddri sæng fyrir þannig að eigi sjáist í rúmið...

6/12/04 00:02

B. Ewing

[Skrifar hjá sér minnispunkt.] Spyrja skóla um Þökur og hvað það séu áður en sótt sé um skólavist fyrir hugsanlega afkomendur í framtíðinni. Sé svarið annað en GRAS á skólalóðinni skal leita annað.

6/12/04 00:02

krumpa

Jáhá - það er sennilega ástæðan fyrir því að ég finn ekki rúmið - þrátt fyrir þessar ítarlegu leiðbeiningar sem ég fékk hérna áðan!

6/12/04 00:02

B. Ewing

Hóras verður að bjarga sér einn semsagt?

6/12/04 00:02

krumpa

Hef nú ekki gefist upp á honum Hórasi ennþá - enda bara u.þ.b.99999 hús sem koma til greina...

6/12/04 00:02

B. Ewing

Á hvert hús sem hægt er að útiloka getum við sett eina þöku [fær hroll við að skrifa þöku í stærðfræðilegu samhengi] Þá eru eftir x mörg hús. Hægt er að útiloka strax nokkur þessara húsa eins og Góðtemplarahúsið, Blóðbankann, hús mömmu Hórasar og bóndabæina í Hvaleyrarholtssveit.

6/12/04 00:02

Hexia de Trix

Og húsið mitt. Hóras er ekki í neinu rúmi í mínu húsi, ég er búin að gá.

6/12/04 00:02

krumpa

Rétt hjá þér Hexía - ég tékka einmitt alltaf á því líka hvort Hóras er í rúminu mínu áður en ég fer að sofa. En af hverju er svona víst að hann sé ekki í blóðbankanum? Finnst það einmitt sérdeilis sennilegur staður!

6/12/04 00:02

B. Ewing

Blóðbankin er ólíklegur til langlegu vegna þess að verði Hóras blóðlaus þá missir hann vissan mátt sem hann yrði líklegast ekkert sáttur við að missa [blikk blikk]

6/12/04 00:02

krumpa

Já - ég skil - en ég meinti nú að hann væri þar að byrgja sig upp af blóði...

6/12/04 01:00

Limbri

Ég legg nú tvo og tvo saman og fæ út að þetta félagsrit sé hálf klikkað. Er ekki bara verið að gera úlfalda úr mýflugu. (Sem er þá orðið að náttúrulífsfræði.) Annars segir sagan okkur að fræðin séu í sífelldri þróun. Það dugar ekki að hjakka bara í gamla farinu. (Þó svo að eins og allir vita þá vil ég ekki breyta neinu.).

-

6/12/04 01:00

krumpa

hmm...held að það sé aldrei gott að breyta bara breytinganna vegna og þegar það er vandleitað að manneskju í kringum tvítugt sem getur skipt upphæð í tvennt eða lagt tvær einfaldar tölur saman þá finnst mér nokkuð ljóst að einhvers staðar er kerfið að klikka...

6/12/04 01:00

Limbri

En er ekki tilfellið að fyrir 13 árum var ennþá verið að kenna eftir gömlu aðferðinni ? Hún virðist hafa verið búin að syngja sitt síðasta ef tvítugt fólk í dag getur ekki lagt saman.

-

6/12/04 01:01

voff

Ég er stak í hlutmengi í öðru hlutmengi í heilmengi.

6/12/04 01:01

Vladimir Fuckov

Vjer erum stak í Gestapó.

6/12/04 01:01

Goggurinn

Ég lýsi hérmeð yfir stríði gegn stærðfræðigyðjunni, megi hún brenna!

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.