— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Gagnrýni - 5/12/04
Að loknum prófum

Heil og sæl öllsömul - þá er ég loksins laus úr prísundinni. Þar sem ég sá að ÉG SJÁLFUR ,,stal" fyrirsögninni minni þá er ég að hugsa um að ,,stela" smá frá Hórasi og setja hér fram smágagnrýni um prófin...

Prófin sem slík : * - fyrir að vera ekki á forngrísku eða hebresku!

Yfirsetufólk : * - mest fyrir að vera enn á lífi.

Prófsetumaðurinn í Árnagarði : **** - fyrir fasistíska tilburði og frábærar eftirhermur af Stalín og Mussolini.

Taugaveiklunarkennd bið eftir einkunnum : engin stjarna.

Ástand lungna eftir prófatörn: -**** Pakkar reyktir: 2754.

Mataræði í prófatörn : * - samanstóð af kaffi, kexi og kókópuffsi, þ.e.þá daga sem yfirhöfuð var borðað.

Persónulegt hreinlæti, klæðaburður og hárhirða í prófum : * - fyrir viðleitni.

Dagdraumar, kynórar og aðrar ópróftengdar hugrenningar í prófum : ***** Mínútum eytt í slíkar hugsanir : 23897.

Persónuleg samskiptahæfni og yfirleitt hæfileikar til að halda uppi eðlilegum samræðum við venjulegt fólk : * - fyrir viðleitni og hálfvitaleg tilsvör (vissi ekki einu sinni að Tom Cruise væri komin með nýja - maður bara sko dettur út úr heiminum og því merkilega sem þar er að gerast).

Útlit eftir prófatörn : ***** - þ.e. ef miðað er við móðursystur Drakúla eða eldri bróður jólasveinsins.

Heittelskaður og aðrir fjölskyldumeðlimir fyrir að halda mig út : **************************************************************

Gleði yfir því að þessi viðbjóður er loks á enda : ****************

   (79 af 114)  
5/12/04 17:00

Heidi

Til hamingju með próflok!

5/12/04 17:01

Goggurinn

Ennþá fjórðungur eftir hér á bæ...

5/12/04 17:01

Vladimir Fuckov

Vjer bjóðum yður velkomna til baka og fögnum því sjerstaklega að þjer skulið eigi hafa sogast ofan í dvergsvartholið illvíga í klósetti Skabba. Sama gildir um aðra týnda sauði er hafa verið að snúa aftur (Jeg Sjálfur og Bjórókratann), vjer óttuðumst mjög að þeir hefðu orðið svartholinu að bráð.

5/12/04 17:01

Ég sjálfur

Nauh! Vá, því hafði ég ekki tekið eftir. Fyrirgefðu kæra krumpa. Þetta var sannarlega ekki af ásetningi.
Og til lukku með að var búin í prófunum.

5/12/04 17:01

Þarfagreinir

Já, til hamingju með að vera komin aftur í heim lifenda.

5/12/04 17:01

krumpa

Þakka hlýjar móttökur - og ÉG sjálfur, það er alveg óþarfi að afsaka sig. Pétur Gautur var stuldur á Fást - eða öfugt og ég tek öllum ritstuldi bara sem hrósi!

5/12/04 17:01

Ég sjálfur

Enda ert þú soddan hörku penni.

5/12/04 17:01

krumpa

O, sei, sei , jújú - og þér líka...

5/12/04 17:01

Hakuchi

Ég óska þér til hamingju með próflokin. Gott að sjá að þú hefur lifað af þessi ósköp.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.