— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 1/12/04
Diplómatískt samtal við Heittelskaðan sem er staddur í útlandinu

Þetta samtal byggir að engu, tjah litlu, leyti á raunverulegum atburðum og verður eytt út áður en Heittelskaður rekur augun í það.

Riiing riiing

Halló ?

(Hæ - hvers konar kveðja er nú það eftir marga daga ? Huh, ASNI!)

Sæll elskan(heyrðu mig nú viðrini, gastu ekki dr... til að hringja fyrr, á ég svo bara að sitja við símann ??)
Hvernig er svo þarna úti ? (ætli ég fari nú ekki nærri um það, bara fyllerí og afslöppun á þessum ,,ráðstefnum.")

Tjah, þetta er búið að vera svoldið strembið, margir fundir og svona. (þú veist nú varla hvað strembið er,ódrátturinn þinn, strembið er að vera fastur hér yfir krakkaskrílnum.)

Æ, ástin mín þú mátt nú ekki vinna yfir þig. (Huh, það var þá vinna.)

Annars er þetta fínt sko, fullt af ágætisfólki hérna. (Fólki ? Sagði hann fólki ? Þetta áttu bara að vera feitir karlar, hvers konar ráðstefna er þetta eiginlega?)
Við ætluðum svo að fá okkur smábita svona í tilefni þess að ráðstefnan er að klárast. (smábita? það er miðnætti þarna úti, ætli það sé ekki frekar kampavín og kavíar með fáklæddum, lausgyrtum ráðstefnugestum.)

Æi, það var nú gott ástin, það er nauðsynlegt að borða vel þegar maður er í svona mikilli vinnutörn. (hef nú orðið vitni að svona ráðstefnupartíum, endar allt í ofdrykkju, stóðlífi og allsherjarorgíum)

Já, svo verðum við öll samferða í vélinni heim á morgun. (Já, auðvitað, þessar fraukur geta náttla ekki beðið eftir því að komast í mile-high klúbbinn, ha ? )

En gott hjartað mitt, þér þarf þá ekki að leiðast í vélinni, á ég svo að sækja þig á völlinn ? (Gæti það nú ef þú hefðir hundskast til að fara með bílinn í viðgerð, óbermið þitt, hann heldur hvorki vatni né vindi.)

Ha, nei, nei, ég fæ far með einum ráðstefnugestanna. (Já, var það ekki, þær hugsa sér vitanlega að taka nokkra létta spretti í gjótunum við Reykjanesbrautina. Druslur.)

Jæja, hjartahnoðrinn minn, fínt er, ég þarf líka að þvo og svona. (larfana þína, letiblóðið þitt, sem þú skilur eftir eins og hráviði um alla íbúð.)

Sjáumst þá á morgun, gullið mitt, ég elska þig.

Elska þig meira (Svo geturðu bara fengið einhverja af þessum fínu ráðstefnugellum með brókarsóttina til að nudda úr þér flugþreytuna, ekki ætla ég að gera það.)
Kiss kiss, snúðurinn minn.

Bless...

   (109 af 114)  
31/10/03 13:01

Júlía

Frábært! Fimm stjörnur!

31/10/03 13:01

krumpa

Hjartans þakkir kæra Júlía.

31/10/03 13:01

Frelsishetjan

Ég býð mig fram til að fara í svalllíf með þér þegar að kallinn er úti. Hver segir að þú getir ekki verið í svalli heima eins og kallinn úti.

31/10/03 13:01

Vamban

Það er mikil ást hérna inni!

31/10/03 13:01

hundinginn

Magnað. Raunveruleikinn í hnotskurn. Bara sind með hann Frella. Þú verður bara að leiða hann hjá þér Krumpa. Hann er argasti dóni. Þú ert mikill fengur fyrir Baggalút!

31/10/03 13:01

krumpa

Ekki málið, dagurinn væri nú ekki fullkomnaður ef ekki væri kynlífsboð frá Frella sem maður gæti hafnað !

31/10/03 13:01

Frelsishetjan

Gæti en gerir ekki og einmitt vegna þess ertu svona fullnægð.

31/10/03 13:01

Finngálkn

Aumingja maðurinn, snarbældur! Lemdu hann nú vel, andlega og líkalega þegar hann kemur heim. Andskotans karlmenn - allir sömu skepnurnar!!! (Ég veit að þú metur athugasemdir mínar mikils).

31/10/03 13:02

Ég sjálfur

Þetta er tær snilld!

31/10/03 13:02

Limbri

Svo sannar hugsanir, svo ólíklegar staðreyndir.
En hafið þið ekki heyrt um svæðisnúmera-regluna? Svipað góð rök á bak við hana og að "allir" karlmenn haldi framhjá. En ef þetta félagsrit er á sterkum grunni byggt... úff, óheppinn hann. Fórna sambandi við hörku Krumpu fyrir lausláta prumpu.

31/10/03 13:02

Skabbi skrumari

Þetta er frábært hjá þér Krumpa...langt síðan ég hef skellt svona upp úr...Skál, já Skál

31/10/03 13:02

krumpa

Maður fer bara hjá sér við svona hrós (roðnar og veit ekki hvð hún á að segja), en takk, strákar ! Annars, Limbri, er ég ekkert að segja að þetta séu rökréttar hugsanir, bara skondið hvers konar þvæla kemur upp í hugann við svona aðstæður, og þá væntanlega hjá báðum kynjum ? Auk þess er þessi pistill ekki (amk ekki nema að litlu leyti) byggður á sannsögulegum atburðum. Takk fyrir mig !

31/10/03 13:02

Limbri

Jamms, ég tók því líka svoleiðis.
Haltu samt endilega áfram að dæla út hugsunum. Þær eru hið sannasta form vitneskjunnar.
Skál.

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.