— GESTAPÓ —
Félagsrit:
krumpa
Fastagestur og  sagnaþulur.
Dagbók - 31/10/03
Til hamingju ég !

Ég er orðin fastagestur ! Mér tókst það ekki með fjasi um ekki neitt heldur var hvert innlegg frá mér sem glitrandi perla, meitlað og innihaldsríkt. Þá er ég komin á bls.4 á lista heimavarnarliðsins. Og allt þetta hef ég áorkað á fimm dögum. (Reyndar hefur lítið annað verið gert á þessum fimm dögum).

Í ljósi þessa merka áfanga hyggst ég nú stilla veru minni hér í skynsamlegt hóf (var að líta yfir ,,hverjir eru inni"-þráðinn og ég er bókstaflega alltaf inni), bæði í þeim tilgangi að sinna lítilsverðari þáttum lífs míns (heimili, starfi, námi og fjölskyldu) og eins svo að þið fáið ekki leið á mér alveg strax - allt í lagi að halda út vikuna áður en fólk er komið með leiða á manni.

Þakka hlýjar og góðar móttökur og skjáumst fljótt - þó að ekki verði jafnoft og undanfarið.

   (110 af 114)  
31/10/03 13:00

Skabbi skrumari

Til hamingju með það... hann er ánetjandi, blessaður Baggalúturinn...

31/10/03 13:00

bauv

Til hamingju.

31/10/03 13:00

bauv

Til hamingju.

31/10/03 13:01

krumpa

Þakka, þakka.
(hneigir sig í uppgerðarhæversku og gengur út af sviðinu).

krumpa:
  • Fæðing hér: 6/10/04 16:54
  • Síðast á ferli: 13/4/16 19:39
  • Innlegg: 328
Eðli:
Er ósköp ljúf og góð undir venjulegum kringumstæðum - þ.e. sé ekki mánudagur, fullt tungl, nýtt tungl eða óheppilegur tími mánaðarins ... Hefur leikið í fjölda Bond-mynda...
Fræðasvið:
Hefur yfirgripsmikla þekkingu á írskum drykkjuslögurum og breskum gamanþáttum frá áttunda og níunda áratugnum. Hefur aldrei horft á heila Bond-mynd....I was christened david anthony but yet inspite of that to my father i was william to my mother i was pat...
Æviágrip:
Ánetjaðist snemma ýmiss konar ósóma, eins og reykingum, kaffidrykkju, goggolíu og stóðlífi. Hefur nú séð ljósið á baggalúti og látið af illu líferni. Enda sæmir ekki annað virðingarstöðu hennar sem keisaraynju Baggalútíska heimsveldisins. Sést reyndar nokkuð í spilavítum (enda nokkurn veginn atvinnumanneskja í póker) og oftar en ekki með huggulegan, smókingklæddan mann sér við hlið.