— GESTAPÓ —
Coca Cola
Óbreyttur gestur.
Gagnrýni - 1/11/03
Á að skjóta veðurstofustjórann?

Andskotans túrett veður hérna

Hvaða helvítis rugl er í þessu veðri hérna? Ég las áðan hér á lútnum að það væri tunglmyrkvi í nótt, ég leit út um gluggann og þar var tunglið algerlega heiðskírt og byrjað að sjást í skuggann. Hey kúl pældi ég og fór og sótti vídeóvél, gróf þrífótinn úr geymslunni og eyddi töluverðum tíma í að finna spólu. Setti draslið upp og miðaði á tunglið (loksins kom sér vel að vera með 80þúsundfalt súm á þessu drasli) en neeeeeei, þá þurftu endilega að koma ský og fela allt draslið fyrir manni. Hvaða helvíti er það?? Er kominn tími til að skjóta veðurstofustjórann eða er kominn tími til að skjóta veðurstofustjórann? Ég seigi að það sé kominn tími til að drepa veðurstofustjórann!

   (8 af 16)  
1/11/03 04:00

Haraldur Austmann

Ert þú ekki búinn að innbyrða of mikinn sykur vinur? Vilt´ekki bara fara í háttinn?

1/11/03 04:00

B. Ewing

Tunglmyrkvi er í eðli sínu þannig að tunglið er MYRKVAÐ.
Hvort sem það voru ský á himni eða ekki þá hefðiru í mesta lagi séð óljósa rauðleita klessu og sértu ekki með næturlinsu eða rosaflotta-ljósnæma-430.000-króna-stafræna-mikilmennskubrjálæðis-myndavél þá myndi sjást frekar lítið á mynd hvort eð er.

Taktu bara myndir í einhverju myrkri (inní geymslu t.d.)og segðu öðrum að þarna sé tunglmyrkvinn á ferð. Þannig er málið leyst, næsti!!

1/11/03 04:00

Coca Cola

þér að segja er tunglið ekki alveg myrkvað vegna þess að sólarljós sleppur utan með lofthjúp jarðar og kastar rauðleitum (sólseturs rauðum) bjarma á tunglið - ekki það að ég sjái það, ég varð að LESA það því það eru SKÝ að fela þetta fyrir mér [kastar epli í skýjin]

1/11/03 04:00

B. Ewing

[Skýin borða eplið og kasta kjarnanum tilbaka með skilaboðunum; ,,Passa sig á joð reglunum'']

1/11/03 04:00

Coca Cola

jájá, skýin þá, og passaðu þig að hafa bil á milli orða >:o)

1/11/03 04:00

B. Ewing

Ég réð nú ekki við það að hafa allt þetta dagblaðalega bil á milli orða hjá mér :) Þarna er vefurinn að verki.

Villan í síðasta svari var hinsvegar í orðinu "tilbaka" en orðið á að vera í tvennu lagi, "til baka", enda væri tilbaka frekar í ætt við orð eins og tvíbaka eða eplabaka.

~~Uppskrift að Tilböku óskast~~

1/11/03 04:00

Jóakim Aðalönd

Já, setið tvö kíló af til í skál og stráið smá frá yfir. Smyrjið ofninn. Stillið kökuformið. Hendið öllu draslinu út um gluggann. Voila.

1/11/03 04:00

voff

Tunglmyrkvinn, ég gleymdi að horfa á tunglmyrkvann! [Reitir hár sitt og kýlir sig í nýrun]

1/11/03 04:00

bauv

Ég líka Arg.

1/11/03 04:01

Ívar Sívertsen

Ég mundi og sá bara dauft tungl kl 0300

Coca Cola:
  • Fæðing hér: 16/9/04 23:36
  • Síðast á ferli: 3/5/09 21:34
  • Innlegg: 28
Eðli:
Hæ ég er kók, þessi góði svalandi freiðandi kaldi guðdómlegi drykkur sem forfeðrar okkar fengu aldrei að kynnast. Drekktu kók - af því að forfeður þínir hefðu viljað það!
Fræðasvið:
Subliminal advertising
Æviágrip:
Fylltur, drukkinn, endurunninn, fylltur, drukkinn, endurunninn, fylltur, drukkinn, endurunninn, fylltur, drukkinn, endurunninn, fylltur, drukkinn, endurunninn, fylltur, drukkinn, endurunninn, f...