— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Pistlingur - 7/12/13
Tappar í stykki topps.

Smá upplýsingar sem að sjálfsögðu eru öllum gagnslausar.

Á messu hins heilaga Þorláks anno domini 2013 stóð ég undir vatnsbununni í sturtubaðinu á heimili mínu þegar að mér sótti skyndilega undarlegur nokkuð óþægilegur svimi svo ég varð að styða mig við til að skrúfast ekki með látum og djöfulgangi á botn kerlaugar þeirrar er safnar saman vatnsflauminum og skolar honum út úr húsinu.
Gekk þetta hratt yfir og augnabliki síðar var ég orðinn að mér eins og ég var vanur....
....að ég taldi vera.

Þegar ég ætlaði að fara að sápa mig kom í ljós að eitthvað var að. Hreyfingarnar voru stirðar og skrikkjóttar og ég vissi ekkert hvað var í hvaða brúsa, hvort þar var hársápa, næring eða líkamssápa.
Samt vissi ég nákvæmlega hvað það var sem ég ætlaði að nota. Ég vissi bara ekki hvernig ég átti að nota það.

Þarna kom fyrsta óttatilfningin. Ég vissi að eitthvað var að en áttaði mig ekki á því enda harðákveðinn að komast í skötuveislu til móður minnar hvað sem tautaði og raulaði.
Út úr sturtunni komst ég og áfram leið mér undarlega. Svimaði og óraunveruleikatilfining, svona nánast eins og ég væri að horfa á sjálfann mig fyrir utan líkmaann.

Ég kallaði í konuna og ætlaði að reyna að segja henni frá þessu en þá kom greinilega í ljós að eitthvað mikið var að hjá mér, því ég gat ekki tjáð mig. Það kom bara tómt rugl út úr mér og einstaka sinnum náði ég að babbla einhver orð í samhengi. Mér var sagt seinna að ég hefði tjáð mig eins og barn sem er ekki búið að ná valdi á orðum og setningum þegar eitthvað skiljanlegt fór að koma frá mér seinna um kvöldið.

112 góða kvöldið, hvernig get ég aðstoðað?
...Ég þarf að fá sjúkrabíl í einum grænum...
...Hvað er tilfellið?...
...Maðurinn minn ruglar bara tóma vitleysu....
...Gefðu mér kennitölu...
...Mína eða hans?...
...Hans....
...Hann heitir ekki Hans...
...Nei, gefðu mér kennitölu mannsins þíns...
...Já auðvita. Afsakið, mér er bara svo brugðið. hún er xxxxxx-xxxx....
...Takk fyrir. [smá bið] Já er þetta hann já...
...Hvað meinarðu?...
...Bullar hann ekki hvort sem er alltaf tóma vitleysu?...
...Jú hann gerir það en nú er þetta algerlega óskiljanlegt...
...Það var það nú fyrir en hefur þetta versnað...
...Já til mikilla muna svo kann hann ekki einu sinni á rakvélina...
...Já, jæja, við sendum lækni og bráðateymi...

Auðvita er þetta samtal skáldskapur að hluta en samt var þetta nokkurn veginn svona.
Sjúkrabíll kom og það var farið með mig á bráðadeild LSH þar sem ég var tekinn í tékk og skoðaður, lagður inn og settur í rannsókn á aðfangadagsmorgunn þar sem kom í ljós að ég hafði fengið svokallað blóðtapparegn í málstöðvar heilans ásamt einhverja fleiri staði.
Um hádegi var mér siðan hent út með fyrirmæli um að fara vel með mig og taka lyfin mín.

Hvert framhaldið verður ræðst af mér sjálfum og engu öðru.
Annað hvort lifi ég eða ég drepst.

   (1 af 15)  
7/12/13 16:01

Billi bilaði

Það er svona að nota 3 tegundir af sápu í sturtunni.

7/12/13 16:01

hlewagastiR

...Já, hann...
..Hann heitir ekki Jóhann...

7/12/13 16:02

Regína

Næring í sturtunni?

7/12/13 20:01

Ívar Sívertsen

Fyrirgefðu, ég prumpaði

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.