— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Dagbók - 4/12/10
Vor

Eftir óvenju langan vetur er komið vor.

Klukkan er rúmlega fimm að morgni.
Ég sit við tölvuna en horfi samt út um gluggann og rýni inn í þokuna og myrkrið sem þó er að byrja að víkja fyrir dagsljósinu og finn hvernig ég hlakka til dagsins þrátt fyrir vinnu sem ég er löngu hættur að þola.
Spáin gerir nefnilega ráð fyrir upp undir 20 stiga hita og sól. Vona að vinnudagurinn verði stuttur svo ég komi einhverju í verk í garðinum hjá mér. Er að undirbúa að setja niður kartöflur, rófur, gulrætur, mais og fleira gúmmilaði sem ég ætla mér að rækta sjálfur.

Lít á klukkuna og sé að ég þarf að haska mér og sendi því inn þennan dagbókarstubb.

Eigið góðan dag sem lesið.

   (3 af 15)  
4/12/10 19:00

Regína

Maís?
Hérna megin í Baggalútíu er líka sólskin. Sólin skín á snjóinn sem féll í gærkvöldi þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni. Hann er tveggja sentímetra þykkur núna (mælt með tommustokk) og skýlir jörðinni fyrir kuldanum, en það er verra með fuglana.
Síðasti vetrardagur er á morgun, en þetta er samt eitthvað skrýtið þvi ég hef vanist því að um þetta leiti sé ríkjandi fyrirbærið sem Galdri minnist á í fyrirsögninni. Ojú, það er brum á trjánum, og margar lóur syngjandi í sveitinni þegar ég kom þar í fyrradag.

4/12/10 19:01

Huxi

Þeir sem búa í fjarlægari deildum Baggalútíu, eins og Galdri eiga alveg skilið að fá gott veður, enda hefur Veðurfarstofnunin verið með átak í gang, "Vor fyrir vesalinga sem búa í útlöndum". Etthvað verða þeir að hafa sem geta ekki notið þess að vera í námunda við okkur sem búum hér á meginlandi Baggalútíu.

4/12/10 19:01

Golíat

Ég mætti allnokkrum innrásarherjum fugla á ferð minn austur með suðurströnd Baggalútíu í gær. Veit landvarnaráðuneytið af þessu?

4/12/10 19:01

Kífinn

Til lukku með vorið. Sjálfur vona ég innilega að það láti ekki á sér kræla næstu tvær vikur, slíkt myndi valda geðhvörfum í rauða kassanum sem ég mun búa í, e.þ.s. Bókafjósið.
Hitt er náttúrulega til fyrirmyndar að hefja ræktun þó mér hafi verið tjáð það í gegnum fjölmiðil að maísinn sé að mestu ómeltanlegur og því kómískt hversu mikil undirstöðufæða í heiminum hann sé. Ég stefni á stofutómata og kannski límónur ef þeir heppnast.

4/12/10 19:02

Garbo

Gleðilegt vor!

4/12/10 19:02

Kargur

Maísinn er örugglega til að brugga gott viskí, er það ekki Galdri?

4/12/10 21:00

Galdrameistarinn

Suss Kargur. Ekki kjafta.

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.