— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Dagbók - 9/12/09
Tímabundin lokun

Það tilkynnist hér með opinberlega...

... að vefsvæðið Kaffi Blútur verður lokað í nokkra daga frá og með 21. Sept næstkomandi vegna flutninga á vefþjóni.
Ekki að það hafi verið nein stórkostleg umferð um blessaðan blútinn, en þó þykir það kurteysi að tilkynna um slíka hluti svo fólk fái ekki andlegt og líkamlegt áfall þegar það ætlar að heimsækja vefsvæðið og fær aðeins tilkynningu um að það finnist eigi.
Vefþjónninn mun í framtíðinni eiga heimili sitt á Norður Jótlandi í Danmörku, þó svo við vitum öll að raunheimar eru eigi til og þessi svokölluðu útlönd séu bara helber hugarburður óvina ríkisins.

Mbk, fúli Galdri á móti.

   (5 af 15)  
9/12/09 05:01

Heimskautafroskur

jamm. var einmitt að velta því fyrir mér hvort áfallið yrði andlegt ellegar líkamlegt. svo það var eins gott að fá þessa sendingu. takk.

9/12/09 21:00

Z. Natan Ó. Jónatanz

Skål !

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.