— GESTAPÓ —
Galdrameistarinn
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/08
Og veröldin er full af engu......

Titillinn segir sig sjálfur.

Byggður upp úr atómum.
Rafeindum og öreindum,
með tómarúmi á milli.
Misþétt í sér
en samt
er tómarúmið allsráðandi.
Það er hugur min.
Líkami minn.
Sál mín.

Veröld sem er full af engu....

   (12 af 15)  
1/12/08 22:01

Kiddi Finni

Ef sólin okkar væri litil eins og sandkorn, næsta sól eða sandkorn væri í 40 kilometra fjárlægð... samt finnst okkur við vera hér. Undarlegt. Takk fyrir, Galdri.

1/12/08 22:02

Wayne Gretzky

ENGAR NIFTEINDIR?????

1/12/08 22:02

Hóras

Væni Grétar minn - nifteindir eru nú ekki neitt neitt

Ég hef heyrt suma eðlisfræðinga líkja þeim við Framsóknarflokkinn

1/12/08 22:02

Hugfreður

Sumar nifteindir fá bara að vera nifteindir í 5 mínutur.

1/12/08 22:02

Regína

Jájá, við erum öll eins og himingeimurinn, full af engu. Skrýtið, að stjörnuhiminn án tómarúms er óhugsandi.

1/12/08 22:02

Furðuvera

En samt erum við öll barmafull af einhverjum dularkrafti sem vísindin fá ekki útskýrt. Tómið er aldrei algjört.

1/12/08 22:02

Garbo

Ég vildi að ég hefði eitthvað gáfulegt að segja núna en það lætur bíða eftir sér...

1/12/08 22:02

Gísli Eiríkur og Helgi

Þettað var fínt . Knús og takk

1/12/08 22:02

Offari

Þetta útskýrir einmitt bankahrunið.

1/12/08 22:02

Huxi

Þetta er allavega ágætis lýsing á stöðu bankareikninga minna...

1/12/08 23:00

Þarfagreinir

Það er vissulega rétt að í efnisheiminum er meira af tómi en efni, en það er andinn sem gefur okkur mannskepnunum tilgang og gildi. Þú ert eitthvað andlaus eins og er, sýnist mér, Galdri, en það kemur fyrir besta fólk endrum og sinnum. Ég hef fulla trú á að þetta sé ekki ævarandi ástand. Knús.

1/12/08 23:01

krossgata

Eins og að gera ekkert og vera einn getur nú verið notalegt og hvílandi stundum, þá getur það verið algjör andhverfa sín líka. Merkilegt. Vona þú finnir ekki lengi fyrir neikvæðu hliðinni, lengi.

1/12/08 23:01

Texi Everto

<Krúsar Galdra>

1/12/08 23:02

Aulinn

Hey Galdri ég er með verkefni fyrir þig. Skrifa jákvætt félagsrit!

2/12/08 00:00

Bölverkur

Veröld full af engu er nú gömul klisja!!!!!!!!

2/12/08 00:00

Skreppur seiðkarl

Á miðað við hraða eindanna sem hreyfast í atómunum, þá má nú segja að við séum þarna - en samt ekki...

2/12/08 00:02

Villimey Kalebsdóttir

Knús!

Galdrameistarinn:
  • Fæðing hér: 6/9/04 12:47
  • Síðast á ferli: 21/3/24 16:58
  • Innlegg: 5944
Eðli:
Taðskegglingur, nöldurseggur, samfélagsrýnir og dóni.
Fræðasvið:
Meðfæddur eiginleiki að fara í taugarnar á fólki.
Æviágrip:
Afspyrnu leiðinlegt eintak af homo sapiens eða einhverri hliðarþróun frá þeirri tegund.
Hefur ætíð allt á hornum sér og sjaldnast jákvæður nema þá helst fyrir slysni.
Helsta skemmtunn er að atas í samferðafólkinu og veit ekkert skemmtilegra en þegar fólki er svo gjörsamlega ofboðið að morðglampi tendrast í augum þess.
Er einnig mislyndur og þunglyndur og hefur ýmist ofurtúr á sjálfum sér eða þá hina megnustu fyrirlitningu.
Draumóramaður sem les Sci-fi bækur og æfintýri en inn á milli skáldsögur, æfisögur og ljóð.

Spakmæli. Bókin er besti vinurinn.