— GESTAPÓ —
Hóras
Heiðursgestur.
Pistlingur - 8/12/03
Tilfinningar mannsins

Skilyrt viðbrögð?

Þessa pælingu má líka finna á http://www.baggalutur.is/viewtopic.php?p=94392#94392
Það væri gaman að fá að vita ykkar pælingar um efnið.

Ég var að spá í þróunarkenninguna í gær og kom inn á nýja pælingu sem mér hafði ekki dottið í hug áður.

Ég var að hugsa um tilfinningar og hvernig við bregðumst við hinum og þessum aðstæðum. Er alveg sjálfgefið að ef einhver sparkar í kettling, þá verðum við reið, sorgmædd, agndofa af undrun? Eða sýnum við þessi viðbrögð vegna þess að okkur eru kennd þau?

Lífefnafræðilega útskýringin á tilfinningum er flókin en sem einfalt dæmi má tala um hræðslu og þegar við erum í hættu. Þá bregst líkaminn við með því að dæla adrenalín birgðum sínum í blóðrásina. Hins vegar vitum við ekki hvenær við erum í hættu nema að við lærum að þekkja aðstæðurnar. Það er því umhverfið sem kennir okkur að þekkja þessar aðstæður.

Í barnæsku er okkur kennt að vera góð við dýr og blóm. Það er ljót að slíta upp blómin í garðinum hjá ömmu og það má ekki kippa í skottið á köttum. Ef börnin gera þetta þá eru þau skömmuð og fá hugsanlega einhverja aðra refsingu. Þarna kemur inn skilyrðing eins og Pavlov sagði frá.

Eru tilfinningar skilyrt viðbrögð?

Ef þú ert á íþróttaleik og liði þínu gengur vel, þá kætist þú og hoppar, öskrar og hvetur liðið til dáða. Fólk gerir þetta vegna þess að það hefur verið kennt frá föður eða frænda eða vinum. Einnig eru allir aðrir að gera þetta í kringum þig. Gleðitilfinningin kemur til vegna hópþrýstings, er það rétt eða er hún þarna til staðar frá upphafi?

Þegar við höfum svo lært nokkur viðbrögð við ýmsar aðstæður, þá getum við aðgreint og flokkað nýjar aðstæður og ákveðið hvernig skuli bregðast við þeim.

Mín spurning er í raun sú: Fæðumst við með tilfinningar eða þurfum við að læra þær?

   (6 af 7)  
10/12/07 06:01

Geimveran

Fyrst Dúddi er móðgaður á því að það sé skrifað á öll fyrstu félagsrit þá skrifa ég bara á annað.

31/10/07 16:01

Wayne Gretzky

Af hverju?

Hóras:
  • Fæðing hér: 14/6/04 17:22
  • Síðast á ferli: 7/11/09 16:03
  • Innlegg: 2025
Eðli:
Atvinnu vitorðsmaður með fingurna í ýmissi tilraunastarfssemi.