— GESTAPÓ —
Vímus
Heiðursgestur.
Sálmur - 1/12/07
Hvílíkur viðbjóður!

Slatta af víni hjá Dulu ég drakk
dópaði smávegis líka.
Er nóttin var liðin ég leit þetta pakk
ljót var sú andskotans klíka.

Dula af greddu í bæinn sér brá
bölvaðan ræfil í náði
Að fótunum hennar já flatur þar lá
Frelli, sá vangefni snáði

Geðtruflað fíflið hann Galdra ég sá
gapandi eintóma þvælu.
Einn var sá maður er lamaður lá
Limbri í drullu og ælu.

Vaðalinn drukkinn að venju þar óð
Vladimír Fuckov, sá dóni.
Helvítis gerpið um tærnar mér tróð
trúlega fæddist hann róni.

Geoff hinn lærði á geðinu er
greindur í tæpara lagi
Lygina með sinni lagni út ber
lygari af þessu tagi.

Kondensatorinn víst Klepptækur er
klikkaðri sjást menn hér ekki
Af aumingjum flestum sá bastarður ber
bjánann skal setja í hlekki.

Snemma í morgun ég snögglega sá
snarbilað, helvítis pakkið.
Ógeðslegt hyskið ég yfirgaf þá
aleinn ég totta nú krakkið.

   (1 af 38)  
1/12/07 05:00

Gísli Eiríkur og Helgi

Hugnæmt

1/12/07 05:00

Vímus


Hvar í andskotanum varst þú?

1/12/07 05:00

Regína

Skemmtileg úttekt.

1/12/07 05:01

Billi bilaði

Eins gott að súg hélt sig heima.

1/12/07 05:01

Upprifinn

Gott að einhver skemmti sér.

1/12/07 05:01

Hvæsi

Mikið er ég feginn að hafa verið heima.

1/12/07 05:01

Skrabbi

"Dula af greddu í bæinn sér brá
bölvaðan ræfil í náði". Hehe. Skemmtilega ort og af þér mætti ungviðið læra. Skál!

1/12/07 05:01

Galdrameistarinn

Mér sýndist nú að þér leiddist ekkert þarna gamli lyfjabelgurinn þinn.
Flottar vísur hjá þér.

1/12/07 05:01

Kondensatorinn

Góður.

1/12/07 05:01

Dula

Hehehehehehe , afsakið mig ofurölvi elskuddnar. Takk fyrir drengilega frammistöðu.

1/12/07 05:01

Skabbi skrumari

Eftirherman sagði það sem ég ætlaði að segja (nema þetta með Dulu og gredduna)... skál gamli ..

Ég á enn eftir að fá mér í glas með þér... verst að þú ert bindindismaður...

1/12/07 05:01

Þarfagreinir

Varstu þarna, Vímus?

1/12/07 05:02

Vestfirðingur

Dr. Vímus fór á kostum og hélt langan fyrirlestur um tungusmellingar í­ tungumálum. Meðal annars benti doktorinn á að til væri tungumál í­ Suður Afrí­ku sem fæli í­ sér þetta sérkennilega smellihljóð. Spunnust miklar umræður út frá þessu.

1/12/07 05:02

B. Ewing

Verst hvað við fórum snemma. Partýið hefur greinilega ekki verið byrjað þegar við fórum.

1/12/07 05:02

Huxi

Alltaf ég jafn óheppin. Var laungu farinn og fékk þar af leiðandi ekki vísu um hversu geðtruflaður drullusokkur ég er. En það kemst enginn með nasahárinn þar sem þú hefur boruna, í því að yrkja hugnæmar og fallegar vísur.

1/12/07 06:00

krossgata

Einstaklega blíð og fögur úttekt. Skál í botn!

1/12/07 06:00

Ívar Sívertsen

Bölvanlegt að liggja lasinn í gær! Braggaðist aðeins í dag og brá mér aðeins af bæ sem ég hefði betur látið ógert þar sem ég versnaði í kvöld. En stórgóðar vísur gamli.

1/12/07 06:01

Andþór

[Skál]

1/12/07 07:00

Vladimir Fuckov

Stórskemmtilegur kveðskapur en að sjálfsögðu könnumst vjer ekkert við innihald hans [Læðist burt].

1/12/07 07:01

Golíat

Vímus, þetta er helvíti gott hjá þér - eins og svo oft áður. (Tek samt skýrt fram að ég er ekki og hef ekki verið í klíku með Vímusi og mér vitanlega höfum við ekki hist í svk raunheimum.)

1/12/07 09:01

Nermal

Kanski bara ágætt að maður mætti eigi.

Vímus:
  • Fæðing hér: 12/6/04 23:03
  • Síðast á ferli: 16/11/12 15:46
  • Innlegg: 7406
Eðli:
Óuppalinn. Slæmu uppeldi er því ekki um að kenna. Er sagður hafa fundist í eplakassa á öskuhaugum bæjarins. Góðhjartað fólk úr Vesturbænum tók mig að sér en skilaði mér fljótlega aftur á sömu slóðir. Þar nærðist ég á sorpi og rottukjöti uns haugarnir voru aflagðir. Mun þá hafa leitað uppi allan mannlegan sora sem fyrirfannst og haldið mig þar allar götur síðan. Finn mig sérlega vel á þessum vef.
Fræðasvið:
Lyfjagerð og smökkun
Æviágrip:
Því miður er öll mín ævi hulin óútskýranlegri þokuAð vísu er hún vel skráð hjá hinu opinbera. Sjá helstu geðdeildir, fangelsi og aðrar áþekkar stofnanir