— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Gagnrýni - 1/11/05
Raunir vef-flóans

Nú er ég algerlega búin að fá nóg! Kanar eru eymingjar og amlóðar og kunna hreint ekki að haga sér.

Það vill svo til að ég á það áhugamál að renna í gegnum hinn svokallaða vef-flóa (ebay) til þess að athuga hvort að þar sé eitthvað vert fjármuna minna. Oft á tíðum er þetta eitthvað smotterí, mynd- eða hljómdiskar, einstaka bækur og svo safnmunir sem ég hef kannski sérstakt dálæti á en get ekki fundið hér á landi.

Það var svo núna í dag að ég sat um kjól. Ég var löngu búin að setja inn mitt tilboð, og jafnvel hækka það eilítið, og sat svo í makindunum til að bíða eftir að uppboðið endaði, og ég gæti þá greitt fyrir kjólinn.

Þegar rétt rúmar 4 mínútur voru eftir af uppboðstíma berast mér skilaboð þess efnis að einhver sé búinn að setja inn hærra boð en mitt. Ég tek nú á þessum vanda, en er að vísu helst til örg yfir þessum dónaskap og seinagangi í þessum blessaða mótbjóðanda mínum.

Allt í lagi, ein mínúta eftir, sem svo líður. Ég endurhleð gluggann stöðugt því að ég er orðin eilítið tæp á taugum eftir þessa leyniskytteríis-tilraun þarna áðan.

Mínútan liðin, og ég set mig í fjármagnshosur.

HVAÐ ER AÐ SJÁ. Enn hefur einhver andskotans djöfulsins helvítis skítbuxinn og illa innrætt ósálin yfirboðið mig. HVAR ER KJÓLLINN MINN?! Þess má geta að þetta var einstaklega smekklegur kjóll sem ég hugðist klæðast þann 11. nóvember. Þannig að ég missti af þessum kjól afþví að einhver auminginn gat ekki haft sómakennd til þess að bjóða í hann á skikkanlegum tíma. Þetta finnst mér hin mesta ókurteisi, og minna kannski helst á það að einhver myndi beinlínis tína hluti upp úr innkaupakörfu einhvers annars þegar að kassanum er komið.

Þetta er auðvitað langt í frá því að vera bannað, en ósvífið og ósanngjarnt.

Vef-flóinn og þessar hundaskíts-leyniskyttur fá því 0! sjtörnur frá mér. Fuss og pruss og sveiattan!

   (7 af 17)  
1/11/05 01:02

krumpa

Samhryggist innilega - alltaf erfitt að finna fínan kjól...
En þú getur huggað þig við það að ef ég þekki kanísku póstþjónustuna rétt þá er m.a.s. hæpið að kjóllinn hefði borist fyrir 11.nóv á næsta ári!

1/11/05 01:02

Rýtinga Ræningjadóttir

það er að vísu rétt líka! Og póstþjónustan er ekki endilega það versta. Ég hef nú þurft að fara ófáar ferðirnar upp í hina bölvuðu tollmiðstöð, þar sem það bætist ofan á himinháan bensínkostnað gjald fyrir einhvern andskotann sem ég hef aldrei getað skilið. Þar á meðal a.m.k. 500 kr.- í þjónustugjöld (haha).

1/11/05 02:00

Skoffín

Sveiattan, þetta er leitt að heyra. Ég mæli eindregið með að gera sér einfaldlega ferð út í bévuð útlöndin að kaupa leppana, hljómdiskana, vændispiltana og hvað þetta allt heitir. Það gerði ég í það minnsta nýlega. [ljómar upp]

1/11/05 02:00

Finngálkn

Gengurðu í kjólum...? - Júr góíng soft men!!!

1/11/05 02:00

Rýtinga Ræningjadóttir

Finngálkn; þessir kjólar eru mjög hentugir þar sem þeir eru með svokölluð "keisaramitti", sem þýðir að það er hægt að troða heilu vopnabúri undir þá án þess að neitt sjáist. Og svo eru þeir alveg "gasalega lekkerir".

1/11/05 02:00

B. Ewing

Þú getur sett inn á vef-flóann nokkurskonar "aukaboð" þegar þú býður í vörur. Það aukaboð (minnir að það heiti high-bid) verður ekki virkt nema einhver bjóði á móti þér. Slík aukaboð henta sérstaklega vel þegar verið er að keppa við aðra um vörur.

Þú hefur orðið fyrir barðinu á reyndum vef-flóa kaupanda með reynslu í þessum málum. Kunningi minn beitti sömu aðferð er hann sat um gítar sem honum langaði í. Ég hef hingað til verið svo heppinn að vörurnar sem ég kaupi á vef-flóanum fást annaðhvort í miklu magni eða trekkja að lítinn áhuga.

Þegar beðið er eftir að uppboði ljúki þá er líka gott að skoða teljaragluggann sem flestir bjóða og þar er hægt að sjá hvort margir sitja um hlutinn.

1/11/05 02:00

B. Ewing

Viðbót:

Það heitir víst maximum bid (auðvitað) Þannig er hægt að bjóða fyrst t.d. $10 en setja síðan maximum $20 í hinn reitinn og ná þannig að yfirbjóða sjálfvirkt á þann sem gæti verið að slást við mann.

1/11/05 02:01

Jarmi

Kanntu ekki að sauma kona?

1/11/05 02:01

Þarfagreinir

Ertu þá sumsé að segja að þú munir mæta í engu á árshátíðina?

Áhugavert ...

1/11/05 02:01

Rýtinga Ræningjadóttir

B. Ewing; Já, ég er með margt af þessu á hreinu nú þegar, hef verið virk vef-fló í u.þ.b tvö ár. Málið er að ég var með aukaboð sem var $15 hærra en það sem var í gangi, en þessi aðili bauð bara yfir það. Þetta er samt sem áður ekki jafn slæmt og á hinu svokallaða japanska júhú, þar sem seljendur geta framlengt uppboðið á síðustu mínútu, þannig að þú ert kannski búinn að bjóða einhvern andskotann, svo þegar þú athugar næst eru 10 mism. aðilar búnir að bjóða á aukatíma sem átti í raun ekkert að vera til.

Jarmi; Ég er að reyna það! Ég er bara ekki nógu hæf til þess að vilja klæðast afurðunum.

1/11/05 02:01

Jóakim Aðalönd

Jæja, þú mætir þá bara krækiber á árshátíðina...

1/11/05 02:01

Vladimir Fuckov

Kóbaltbláber líst oss enn betur á.

1/11/05 02:01

Rýtinga Ræningjadóttir

Ertu að hóta mér barsmíðum? Nema auðvitað þú sért að tala um að ég þekji mig í kóbaltsblárri málningu, frá Kóbalt innimálningu? hm..

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.