— GESTAPÓ —
Rýtinga Ræningjadóttir
Fastagestur.
Dagbók - 31/10/07
Jæja, ég fer bráðum að verða hrædd

Ehem, ég gleymdi að hafa með hlekkinn sem ég fékk þetta af. <br /> <br /> http://www.snerpa.is/net/nostri/nostr3.htm

Ráðamenn og stjórnendur framleiða
eftirlíkingar og fræðimenn gera
áætlanir sem eru gjörsneyddar ráðvísi.
Gnægtahornið verður fyrir barðinu
á þeim og ofbeldi kemur í stað friðar.
Spádómarnir munu rætast.

Þau munu kvarta undan eignamissi
og barma sér yfir því að hafa kosið
[ráðamenn] sem gera mistök æ ofan í æ.
Fáir vilja fylgja þeim lengur að málum
né láta síbylju þeirra draga sig á tálar.

Táknmynd gulls og silfurs verður fórnarlamb
verðbólgu. Þegar velmegun líður
undir lok verður henni kastað í eldinn
í bræði, uppurinni og truflaðri vegna
ríkisskulda. Verðbréfin verða að engu.

Mikil lánsviðskipti og gnótt gulls og silfurs
afvegaleiða þá sem þyrstir í upphefð.
Misgjörðir hinna ágjörnu koma í ljós
og verða þeim til stórfelldrar skammar.

Musterin, þar sem Vesturlandabúar geyma
fjársjóði sína á leyndum stöðum, verða brotin
upp af hungruðum [lýðnum] sem endurheimtir
auðæfin og vinnur ótrúleg spellvirki.
Meðal þeirra verða hræðilegar óspektir.

Yfirvöld verða fyrirlitin vegna
gengisfellingar og fólk gerir uppreisn
gegn valdhöfunum. Friður verður boðaður,
helgispjöll framin. Aldrei hefur
París verið í jafnsárri óreiðu.

..svo heldur þetta áfram og áfram, fram í þriðju heimsstyrjöldina. Þessu var spáð af Nostradamusi fyrir tæpum 500 árum.

Ég er ekki kristin, en ég fer bráðum að verða hrædd.

   (1 af 17)  
31/10/07 09:01

Andþór

Afsakið mig óvenju spurulan en voru orðin gengisfelling, ríkisskuld, verðbréf og verðbólga í orðaforða spámannsins?

31/10/07 09:01

krossgata

"Aldrei hefur París verið í jafnsárri óreiðu."

Kannski átti hann við "Aldrei hefur
Ísland/Reykjavík verið í jafnsárri óreiðu."? Er einhver sérstök óreiða í París venju fremur?

31/10/07 09:01

Vladimir Fuckov

Þetta gæti verið Paris Hilton [Glottir eins og fífl].

31/10/07 09:01

Fælniflóki

Nostradamus var ekkert merkilegri en ég en skör framar en Davíð.

31/10/07 09:01

Grágrímur

Nostradamus var allavega skárri spámaður en þessir
http://www.landsbanki.is/umlandsbankann/frettirogutgafuefni/frettir? GroupID=294&NewsID=13144&y=0&p=1
Athugið að þetta var fyrir 2 vikum...

31/10/07 09:01

Hóras

Þetta gæti alveg eins verið að að lýsa árunum 1893 og 1907
Svona ástand hefur komið upp áður og það er vitað hvað þarf að gera til að leiðrétta hlutina

Dont worry - be happy

31/10/07 09:02

Huxi

Nostri kallin var svo óskýr í tali og huxun, að það hefur tekist að finna spádóma fyrir öllum mögulegum og ómögulegum hörmungum sem á okkur hafa skollið, munu skella og munu ekki skella á okkur frá því að karlálftin blekfrussaði "spádómum" sínum á blað og allt til enda veraldarinnar.

31/10/07 09:02

Offari

Ég verð að segja það ég hef áhyggjur af þessu.

31/10/07 10:00

Lopi

Þessi spádómur á vel við kreppuna 1929. Nu er að koma önnur svona kreppa en af reynslunni verður málum bjargað. Aðalatrið er að neyslusamfélagið verði áfram rúllandi og það verður gert með svokölluðum innstpítingum. Reyndar eru málin mjög slæm hér á Íslandi vegna þess hve við erum reynslulítil. Við gleymdum að byggja upp varafroðann. Af hverju fattaði enginn upp á því. Var Daví Oddson of lengi forsætisráðherra? Hafði hann of mikið sjálfstraust.? Var hann of skemmtilegur?

31/10/07 10:00

Jóakim Aðalönd

Ekkil hlusta á rugludallinn og hálfvitann Nostradamus. Hann talaði svo óskýrt að það er hægt að lesa hvað sem er úr orðum hans.

...og fyrir alla muni haltu áfram að vera ekki kristin. Það hefur ekkert upp á sig.

31/10/07 10:00

Þarfagreinir

Iss - fyrir utan það sem fram hefur komið má bæta við að oftar en einu sinni hafa komið fram falsaðar 'spár' sem einhverjir spéfuglarnir hafa búið til, sem eiga að passa við núverandi aðstæður. Gott dæmi er einhver spá sem átti að passa við 11. september 2001, en það var bara uppskáldað. Þetta lyktar af slíku langar leiðir.

31/10/07 10:00

Vladimir Fuckov

Við þetta má svo enn bæta að það kemur aldrei í ljós að Nostradamus hafi 'spáð' einhverjum atburði fyrr en eftir að atburðurinn gerist. Teljum vjer takmarkað gagn af slíkum 'spádómum'.

31/10/07 10:00

Offari

Hafði Nostradamus aðgang að tímavélinni?

31/10/07 10:00

Ívar Sívertsen

Nostradamus var bara röflandi fyllibytta!

31/10/07 10:02

Pjásugott

Möguleikinn á að geta séð til framtíðar er jafnmögulegur og að biblían sé sönn. Tvær mínar uppáhalds 'skot-í-fót' tutlur úr biblíunni eru annars vegar tilvitnun einhvers geðsjúklings sem sagði að gvuð hjálpi þeim er hjálpa sér sjálfir. Hin er sú samkvæmt þessum villutrúarmönnum að galdrar og kukl séu verkfæri djöfulsins, einmitt þessvegna spyr ég; Afhverju komst ésús þá upp með það?

Gunnar í krossinum er handbendi djöfulsins.
Kirkjan er verkfæri djöfulsins.

31/10/07 11:00

Jóakim Aðalönd

Fyrir utan það var Nostradamus gyðingur, þannig að þetta hefur voða lítið með kristni að gera.

31/10/07 11:01

Pjásugott

Ég hef aldrei skilið almennilega afhverju fólk tengir kristni ekki saman við gyðingatrú. Ésús átti að hafa verið gyðingur, afhverju er þetta þá ekki talið neitt svipað?

31/10/07 11:02

Jóakim Aðalönd

Vegna þess að við erum að tala um Nostradamus; ekki Ésú.

Hverrar trúar var Múhameð áður en hann fann upp íslam?

31/10/07 12:01

Lokka Lokbrá

Ég óttast ekkert nema ríkisstjórn og alþjóðlega gjaldeyrissjóðinn.
Nostradamus var spámaður síns tíma og notaði orðaforða sem var honum tamur og síðan hefur sá orðaforði verið túlkaður á ýmsan hátt eftur tíma, aðstæðum og hugarástandi hvers og eins túlkara.

31/10/07 12:01

Pjásugott

"Vegna þess að við erum að tala um Nostradamus; ekki Ésú."

Akkúrat, báðir voru gyðingar en samt segiru að þetta hafi voða lítið með kristni að gera. Ésús Kristur hefur þá greinilega flúið huga þinn og gyðingatrú hefur ekkert með kristni að gera, er það rétt?

1/12/11 10:01

Texi Everto

Jóantan!!

Rýtinga Ræningjadóttir:
  • Fæðing hér: 8/6/04 15:37
  • Síðast á ferli: 6/9/11 00:27
  • Innlegg: 750
Eðli:
Hálf púkalegur kven-ári, sem hikar ekki við að ljósta náungan með heiftarlegum fólskubrögðum og illvirkjum. Finnst kirsjuberjabragð af nammi og ís gott.
Fræðasvið:
Tungumál, sjaldgæfar og sjaldlesnar bókmenntir, Tónlist spiluð á sög og snúna málmhlunka.
Æviágrip:
Sem ung stúlka ólst hún upp með tveim stjúpsystrum sínum og stjúpmóður. Eftir að hafa þolað oflæti þeirra og ósvífni í hennar garð fór hún á sjálfsvarnarlistarnámskeið, og eftir það hefur aldrei heyrst meira í (eða til) stjúpmæðgnanna. Þegar henni tók að leiðast íslenskt smábæjalíf, tók hún upp á því að ferðast sem laumufarþegi með skipi til Asíu. Þegar hún kom heim á ný ákvað hún að breyta enn um stefnu, og stefndi beint á undirheima. Þar var henni breytt í ára, heldur hún þeim titli hátt á lofti og berst illyrmislega fyrir bættum réttindum púka og skrímsla.