— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Pistlingur - 31/10/07
Brýnt verkefni

Í allt of langan tíma höfum við búið við það að héðan er einungis hægt að komast með skipi eða flugvél. Skip eru ágæt en það tekur þau langan tíma að komast á áfangastað. Flugvélar eru mun fljótari í förum en einhverra hluta vegna er dýrara að fljúga til Íslands en annarra staða í heiminum (sama lögmál gildir reyndar um fleiri hluti, svo sem matvæli, afþreyingu og fleira) svo það er erfitt að komast í flug án þess að greiða fyrir það með því að selja úr sér innyfli til rannsókna.

Það liggur algjörlega í augum uppi að eina leiðin til að leysa vandann er að þurrka upp Atlantshafið. Í fyrsta lagi þá er það bara fyrir öllum. Í öðru lagi er fiskurinn í því hvort sem er að verða búinn. Í þriðja lagi myndi það auðvelda verulega fólksflótta undan gengishruni og ónýtri ríkisstjórn.

Þetta hefst einungis með samstilltu átaki, ég boða því hér með til fjöldafundar í Nauthólsvík kl 16 í dag þar sem fólk er beðið um að taka með sér a.m.k. eina Bounty rúllu (lang rakadrægastar) svo við getum byrjað á verkefninu.

Ég þakka gott hljóð.

   (4 af 21)  
31/10/07 03:01

Jarmi

Ég skal byrja hérna meginn við hafið. En ég á ekki Bounty svo ég ætla bara að taka með mér bolla og ausa.

31/10/07 03:01

Regína

Ég ætla sko að mæta með tvær, svo þetta klárist fyrr.

31/10/07 03:01

Garbo

[Byrjar að pakka niður]

31/10/07 03:01

Hóras

Ég ætla svo bara að reisa kofa um leið og ég er kominn út fyrir lögsöguna
Hafsbotninn verður minn!

31/10/07 03:01

Vladimir Fuckov

Þetta er afbragðs hugmynd sem ætti að framkvæma strax. Með þessu móti þarf hvorki að gera göng til Vestmannaeyja nje Grímseyjar og fylgir þessu því mikill sparnaður.

Til að áfangaskipta verkinu svo árangur sjáist strax leggjum vjer til að reistir verði tveir múrar í u.þ.b. A/V-stefnu þvert yfir hafið út frá norður- og suðurhluta landsins. Síðan verður hægt að tæma allan sjó af svæðinu milli múranna. Sjórinn utan múranna yrði fjarlægður í áfanga 2.

31/10/07 03:01

krossgata

Ég mæti með gólftuskur og fötur, það er svo dýrt að nota pappír í krypp... kreppunni.

31/10/07 03:01

krossgata

Ps. Hvað á að gera við sjóinn í bollunum, fötunum, tuskunum og pappírnum?

31/10/07 03:01

Anna Panna

Það verður bara að flytja hann í næsta haf, þið athugið að við erum bara að tala um að þurrka Atantshafið í þessari lotu...

31/10/07 03:01

Regína

[Stíflar nokkrar stórár til að flýta fyrir]

31/10/07 03:01

Jóakim Aðalönd

Þetta líst mér vel á!

[Fær lánaðar Bounty-rúllur hjá vinum og vandamönnum]

31/10/07 03:01

Ívar Sívertsen

[stelur öllum svampdýnum landsins og mætir]

31/10/07 03:01

Regína

Hver ætlar að taka að sér múrbyggingarnar? Þessar sem spara okkur alla milljarðana sem kostar að gera göng?

31/10/07 03:01

Hóras

Verður það ekki að vera kona sem komin er á steypirinn?

31/10/07 03:01

Útvarpsstjóri

[Hendir öllum landsins bleium og dömubindum í sjóinn]

31/10/07 03:01

Grágrímur

er ekki nóg bara eitt dömubindi?... það hefði maður haldið miðað við auglýsingarnar í sjónvarpinu.

31/10/07 03:01

Þarfagreinir

Ég er með langeinföldustu lausnina.

Ís-níu:

http://en.wikipedia.org/wiki/Ice-nine

31/10/07 03:01

Anna Panna

[Smellir fingrum] Auðvitað!!

31/10/07 03:01

Tigra

En samt. Mig langaði að opna saltnámu!

31/10/07 03:01

Skabbi skrumari

Spurning þá með að hrista saltið bara úr þessu þegar það þornar... [hengir Bounty og bleyjur upp á snúru]

31/10/07 03:01

Hexia de Trix

Jáen... já en... Ég þarf ekkert að labba! Ég get synt, nú eða flogið...

31/10/07 04:00

Jarmi

Og hvað með okkur hin? Eða ætlar þú kannski að smella hnakk á bakið á þér og ferja okkur á milli?

31/10/07 04:01

Villimey Kalebsdóttir

Við gætum kannski.. sett band utan um hálsinn á henni og notað hana til að draga okkur..

31/10/07 04:01

Jarmi

Jæja, þá er ég búinn að ausa í rúman sólarhring. Það gekk vel framan af og lækkaði óðum í hafinu. En svo skyndilega hækkaði aftur. Ég hef Ívar grunaðann um að hafa verið að kasta af sér vatni á bryggju einhverstaðar í nágrenni við A Hansen.

31/10/07 04:02

albin

Þetta er alveg hrikalega mikið af vatni, og það hrikalega söltu. Er engin leið til þess að vinna allt saltið úr sjónum hratt og vel? Þá ættum við hrikalega mikið af salti (sem við gætum notað til að salta hrikalega mörg mál) til ýmisa nota. Einnig væri komið hrikalega mikið af ósöltu vatni sem úr mætti brugga HRIKALEGA mikið af bjór (eða Ákaviti). Þegar það væri tilbúið gætu hrikalega margir drekkt sorgum sinum yfir efnahagsmálunum, einnig fengjum við hrikalega mikið fleiri í verkefnið við að þurka upp svona hrikalega stórt haf. Gallinn yrði að visu hrikalegir timburmenn. [Klórar sér hrikalega mikið í höfðinu]

31/10/07 05:00

Anna Panna

Salt? Þá þurfum við TEQUILA!!! [Syngur tekílalagið, slammar nokkur staup og drepst á staðnum]

31/10/07 05:00

Vladimir Fuckov

Ekkert tequila takk fyrir - skv. reynslu vorri ef of mikil hætta á að drepast af því [Roðnar óstjórnlega o.s.frv.]. Hinsvegar væri kannski reynandi að blanda plútóníumdufti saman við vatnið. Þá hitnar það og gufar því kannski upp þannig að saltið verði eftir ásamt plútóníuminu.

31/10/07 05:00

Ríkisarfinn

Mætir með Bounty súkkulaði.

31/10/07 06:01

Z. Natan Ó. Jónatanz

[Mætir með mjög stórt útigrill] Er mannskapinn ekki farið að svengja?
Skötuselsgellur í forrétt; hrefnulundir í aðal . . .

Skál – fyrir verðugu verkefni !

31/10/07 06:01

Tigra

Ég er til í mat! Ertu með færeyskt?

31/10/07 06:01

Vladimir Fuckov

Hlýtur það ekki að vera ? Ætli sje ekki núna hægt að komast akandi til Færeyja ?

31/10/07 07:01

Tigra

[Ljómar alveg svakalega mikið upp]

1/11/07 05:01

lappi

Ég mæti með svuntu og borvélina.
Fæ lánaðan bor hjá Orkuveitunni,.

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu