— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Dagbók - 5/12/06
Hagyrðingamót í Baggalútíu, tilkynning II

Hagyrðingamót verður haldið í samkomusal Baggalútíu fimmtudagskvöldið 24. maí næstkomandi. Yrkisefni eru eftirfarandi:

1. Kynning (hefðbundið)
2. Sjálfshól (hvort sem það er innistæða fyrir því eða ekki)
3. Sumarlokun (eða annað sumartengt)
4. Heimilisstörf
5. Leti (eigin eða annarra, einhverjir vilja etv. sameina liði 4 og 5 í eina vísu og hef ég ekkert á móti því!)
6. Leynilegt efni sem verður kynnt síðar (hefðbundið)
(7. Þakkir fyrir liðinn vetur á Gestapó að skilnaði)

Hleypt verður inn í salinn klukkan 22:00 stundvíslega og verða léttar veitingar (fyrir andann) í boði.

   (11 af 21)  
5/12/06 22:00

Lopi

Nú ætla ég að reyna að vera með enda Tíminn farinn að aukast.

5/12/06 22:01

Skabbi skrumari

Ég mæti ef ég get, hvað verður opið lengi?

5/12/06 22:01

Bölverkur

Við Barbapabbi ætlum að reyna að mæta.

5/12/06 22:01

Anna Panna

Dásamlegt! Ég hlakka til að sjá ykkur alla.

Skabbi, mér sýnist að þetta sé yfirleitt ca. klukkutími eða svo...

5/12/06 22:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Ég þori ekki enn langar að prófa ég kann ekkert á þettað . Með húsið fult af snillingum sæti ég bara skömmustulegur á priki út í horni .

5/12/06 22:01

Anna Panna

GEH; þú ert nú einn af þessum snillingum þótt það brjótist aðeins öðruvísi fram. Vertu bara með, enga minnimáttarkennd því þú getur þetta alveg!

5/12/06 23:00

Vímus

Ég ætla alltaf að vera með og auðvitað núna líka en það hefur stundum klikkað af einhverjum ástæðum en ég mæli eindregið með GEH æfi sig á þessu formi kveðskapar og gluggi aðeins í bragfræðina. Du svenske jävel! Lita på mig, du är nämligen väldigt bra diktare och behöver en lite träning då kommer du att bli bland dem bästa.

5/12/06 23:02

Jóakim Aðalönd

Ég kem sko ekki!

6/12/06 00:00

Texi Everto

Veit einhver hvort ég kem? [Klórar sér ringlaður í höfuðið]

6/12/06 00:01

Vladimir Fuckov

Um daginn lýstuð þjer því yfir að þjer væruð án efa fjölhæfasti hagyrðingurinn hjer þannig að þjer komið að sjálfsögðu. Skál !

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu