— GESTAPÓ —
Anna Panna
Heiðursgestur.
Dagbók - 31/10/04
Málnotkun á öðrum málum.

Ég vona að þið fyrirgefið að hluti af eftirfarandi pistlingi er á ensku (nokkurn vegin).

Alþjóðavæðingin þýðir að sífellt fleiri þurfa að gera sig skiljanlega á einhverju öðru tungumáli en móðurmáli sínu. Tungumálafærni er misgóð en með góðum vilja og góðum slatta af „brosum, bendingum og blóti” (fyrst brosir maður til þess er talað er við, svo bendir maður og reynir þannig að tjá það sem verið er að reyna að tjá og loks blótar maður því að viðmælandi skilur ekki baun) er hægt að komast furðulega langt í mannlegum samskiptum.
Í rituðu máli er hins vegar erfiðara að tjá sig á einhvern framandi máta og oft eru beinar þýðingar og textabögglun ýmis konar hin mesta skemmtun. Hér eru t.d. nokkrar setningar teknar beint upp úr leiðbeiningabæklingi með tæki sem pabbi var að fá og við erum búin að skemmta okkur mikið yfir:

„Please thoroughly read this manual before operating it and keep it well for future reference.”

„Do not make any liquids fall into it…”

„Do not make it violently vibrated or dropped”

„you can press _ to have a choice, then press _ and the value of hours start blinks.”

„When the betty have been fixed, it will make a sound like ‘Bi’ and enter the clock state.”

„…it will make a sound like ‘bibi’ whe the time comes out, and the plinks will last out for one minute…”

Engrish, tungumál framtíðarinnar?!

   (19 af 21)  
31/10/04 18:01

Bölverkur

Ok, hluti pistilsins var á ensku, en hinn hlutinn?

31/10/04 18:01

B. Ewing

Alltaf gaman að sjá skemmtilegar enskuþýðingar. Takk Anna.

31/10/04 18:01

Ívar Sívertsen

[hlær sig máttlausan]

31/10/04 18:01

Mjákvikindi

Fyndið

31/10/04 19:00

Jóakim Aðalönd

[Laughs himself forceless]

31/10/04 19:00

Sæmi Fróði

Fyrirsögnin er að plaga mig, en jú þetta var fyndið (ef ég hef skilið þetta rétt).

31/10/04 19:01

Veraldardrósin

ég er bara forvitin um hvaða tæki þetta er .. sem pabbi þinn var að fá..

Anna Panna:
  • Fæðing hér: 5/5/04 12:08
  • Síðast á ferli: 16/12/23 11:57
  • Innlegg: 4727
Eðli:
Óeðlileg í flesta staði.
Fræðasvið:
Nýliðun í sögu Bagglýska heimsveldisins og innflytjendafræði.
Æviágrip:
Anna Panna Pottfjörð endurfæddist á dimmu haustkvöldi í rigningu og roki og verður ævin ágripuð eftir þörfum.
1. ágrip: Eftir þokukennd ár í landi Ísa gerðist fröken Panna hluti af útrásarher bagglýska heimsveldisins í Danmörku.
2. ágrip: Fæst nú einnig með háskólagráðu