— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Dagbók - 1/12/08
Gleðilegt ár 2009

Síðbúin áramótakveðja.

Mér er mikill heiður að fá að ávarpa ykkur hér á þessum tímamótum hvar vér stöndum.

Nú breggður svo við að sökum veikinda, og þá meina ég mjög harkalegra veikinda hveim hafa ollið því að ég hef ekki haft rænu til að senda ykkur þá kveðju, kæru gestapóar, eins og ek em vanur um hver áramót. Þá sendi ég ykkur þessa kveðju nú.

Nú þegar ég hef vaxið úr öskustónni eptir að hafa verið í eldinum þá er mér það ljóst, að þessi vettvangur hér á Gestapó er sá æðsti sem hægt er að lifa, og þegar ég segi "lifa" þá meina ég ekki það að vera dauðlegur heldur það að "LIFA". ...

En. Nú er ég orðinn syfjaður og ætla að fara að sofa.

Ég sendi bestu kveðjur til allra þeirra sem ég vil þekkja.

   (5 af 21)  
1/12/08 03:01

Lokka Lokbrá

Gleðileg jól og nýár.

1/12/08 03:01

Ívar Sívertsen

Nei sko, Hildisþorsti kominn aftur. Láttu nú sjá þig meira karlinn. Og gleðilegt ár sjálfur.

1/12/08 03:01

Upprifinn

skál.

1/12/08 03:01

krossgata

Gleðilegt ár.

1/12/08 03:01

Regína

Bestu kveðjur til baka, hvort sem þú vilt þekkja mig eður ei.

1/12/08 04:00

Golíat

Langt síðan þú hefur sést hér Hildisþorsti. En bestu kveðjur óháð vilja þínum til að þekkja Golíatinn.

1/12/08 04:00

Huxi

Takk fyrir og gleðilegt ár og gleðilega sólrisuhátíð einnig.
Mér er það svo sem eitt, hvort þú vilt þekkja mig eður ei...

1/12/08 04:01

Herbjörn Hafralóns

Gleðilegt ár, Hildisþorsti og gangi þér allt í haginn.

1/12/08 06:01

Þarfagreinir

Gleðilegt ár, og gaman að sjá þig aftur!

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.