— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Pistlingur - 3/11/04
Morgunhugleiðing

Ég fékk í morgun áramótapóst frá vini mínum. Vil gera þetta að mínum orðu til ykkar. Lifið heil!

Í morgun þegar ég vaknaði og ég var búinn að athafna mig við hin föstu morgunverk, fór ég að hugsa um tímann.
Hvað er tíminn og er hann til?
Og ef hann er til, hvar eru þá þær liðnu stundir sem ég og aðrir hafa átt?
Hvert fer það ár sem nú er að líða þegar nýtt gengur í garð?
Því ef tíminn er til þá hlýtur hið liðna ár að vera einhvers staðar, en hvar?
En ef tíminn er ekki til, hefur þá það ár sem við segjum að nú sé að líða hefur það þá heldur aldrei verið til?

Spyr sá sem ekki veit sér vitrari mann.

Þakka annars allan liðinn tíma ef hann hefur verið til.

   (8 af 21)  
3/11/04 06:01

hlewagastiR

<img src=http://www.sksiglo.is/images/timinn/timinn2.jpg><br>Tíminn, já, hann var góður og hann var til. En hann er ekki lengur til. Já, nema sem handónýtt vefrit. Maður saknar auðvitað Íslendingaþáttanna, búnaðarráðunautarins, Denna dæmalausa, Hvell-Geira, Kubbs og Skugga. Leiðara Tíma-Tóta og Indriða. Og krossgátunnar. Sei sei.

3/11/04 06:01

Gísli Eiríkur og Helgi

Nei tíminn er ekki tilþ þettað er bara hugtak til að einfalda
hið óendanlega

3/11/04 06:01

Offari

Ég sem var að afneyta Tímavjelini.

3/11/04 06:02

Lopi

Ég ferðast um í tímanum og þarf nú enga tímavél til þess. Hef þó bara einn áframgír í þessu ferðalagi.

3/11/04 06:02

Gísli Eiríkur og Helgi

í gær skrivaði ég núna, enn það var þá, núna skriva ég á morgunn og það hef ég gert Akkúrat núna finst ekki því það er búið þegar ég prenta það á morgunn finst ekki
enn seinna er það liðið eða þanniglagað séð finst mér

3/11/04 07:00

Hildisþorsti

Bölvaður sértu Hlewi að fara að blanda framsókn í heimspekilegar hugleiðingar. [Brosir samt]

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.