— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Gagnrýni - 1/11/04
Besta myndin

Var að kynnast upp á nýtt eftir ca 15 ár, myndinni: "The Cook the Thief His Wife & Her Lover" eftir Peter Greenaway

Ég held hvað sem aðrir kvikmyndaáhuga menn segja að þetta sé besta mynd sem gerð hefur verið. Hljóðið, litirnir, sagan, fléttan allt fullkomlega flott.

Var að horfa á hana aftur eftir 15 ár.
hvílík mynd.
Hvet ykkur sem ekki hafa séð hana að leita eftir henni.

(Samkvæmt neðansögðu þá er beðið um söguþráð sem er mjög einfaldur hann er þannig: Myndin er um kokk, þjóf, konuna hans og elskhuga hennar - og samskipti þeirra á veitingastað þar sem allt er í boði. Annars kemur söguþráðurinn fram í myndinni. Leikstjórnin hlýtur að vera góð annars væri myndin ekki góð. Þeir leikarar sem m.a. prýða myndina eru: Helen Mirren, Tim Roth, Michael Gambon og Richard Bohringer)
http://www.imdb.com/title/tt0097108/

   (9 af 21)  
1/11/04 14:00

Bægifótur

Hvar þá?

1/11/04 14:00

Heiðglyrnir

Alveg tvímælalaust, ein af 10 bestu myndum veraldar..!..

1/11/04 14:00

Ívar Sívertsen

Mér þykir þetta tæplega félagsrit! Það vantar allt til þess að þetta sé gagnrýni. Hvað með söguþráð, leikara, leikstjórn o.s.frv.

1/11/04 14:00

Ísdrottningin

Finn ég þessa mynd á næstu myndbandaleigu?

1/11/04 14:00

Hildisþorsti

Ég efast um að hægt sé að fá þessa mynd á videoleigum lengur. Sakar þó ekki að reyna.
Bendi á http://www.imdb.com þar er hægt að kaupa hana.

1/11/04 14:01

Vladimir Fuckov

Já, þetta var ógleymanlega óvenjuleg/furðuleg mynd. Og góð en þó eigi sú besta af slíkum myndum er vjer höfum sjeð (og þær eru nokkuð margar) en eftirminnileg var hún.

1/11/04 14:01

Ívar Sívertsen

Ef þið viljið nálgast gamlar myndir sem virðast hvergi vera til þá bendi ég á LaugarásVideo. Þar er víst til ansi margt sem hvergi annars staðar sést. Þar er líka til ýmislegt sem maður vissi ekki einu sinni að væri til.

3/11/04 00:01

Nördinn

Fyrir þá sem vilja er hægt að nálgast myndina hérna. http://ts.searching.com/search.asp?h=&query=The+Cook+the+Thief+His+Wife+%26+ Her+Lover&submit.x=14&submit.y=12

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.