— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Pistlingur - 2/11/03
Munurinn á Davíð og Halldóri

Var búinn aðstofna þráð á Almennu spjalli en sá að þetta var efni í pistling.

Það er kannski ekki sanngjarnt að bera þessa tvo karla saman. Ég horfði á aumingja Halldór í Kastljósinu í kvöld þar sem hann var að réttlæta ákvörðun sína og Davíðs varðandi aðild okkar íslendinga að íraksstríðinu. Ég fór ósjálfrátt að hugsa að líklegast væri Halldór heimskari en Davíð.

Eftir svolitla íhugun sá ég að þetta var sennilega ekki rétt ályktun vegna þess að Davíð hefði aldrei komið fram í fjölmiðlum og tjáð sig á þennan hátt. Davíð er „gunga og drusla“ sem tjáir sig ekki nema að hann hafi aðstöðu til að forða sér ef á hann er gengið. Halldór er þannig gerður að hann reynir að snúa út úr frekar en að viðurkenna staðreyndir ef hann er spurður óþægilegra spurninga.

Þannig að eftir stendur.
Hvor er vitlausari, Halldór eða Davíð?

   (16 af 21)  
2/11/03 07:00

Galdrameistarinn

Það hefur aldrei farið á milli mála að Halldór er vitlausari.

2/11/03 07:00

Nornin

Halldór. Og þó er mér það þvert um geð að nefna hann en ekki hitt fíflið.

2/11/03 07:00

Galdrameistarinn

Bæði nöfnin valda reynda ólýsanlegri klýgju hjá mér.

2/11/03 07:00

Nornin

Satt er það. og ef ég ætti ekki ágætis vini sem heita sínu nafninu hvor þá myndi ég ekki láta þau mér um munn fara!

2/11/03 07:00

feministi

Skíts er von úr rassi

2/11/03 07:01

Vamban

Davíð er ekki heimskur, hann er geðveikur. Halldór er meinlaus en þó töluvert heimskari.

2/11/03 07:01

Mikill Hákon

Davíð er bráðgáfaður maður, ég vona að þið getið séð það þrátt fyrir gjörðir hans. Nú er bara spurning hvort að gjörðir hans geri hann að heimskum manni.

2/11/03 07:01

Þarfagreinir

Já, Davíð er alls ekki óvitlaus og getur verið viðkunnalegur og sjarmerandi. Sama verður ekki sagt um hinn leppalúðann, því miður.

2/11/03 07:01

Golíat

Ekki óvitlaus, góður Greinir, góður.

2/11/03 07:01

Nykur

Finnst það skjóta svolítið skökku við að maður eins og þú Hildisþorsti orðinn afi og ættir þarafleiðandi að hafa einhvern þroska til að bera og að auki gefur þú þig út fyrir að vera ljúfmenni að eðlisfari skulir svo koma með svona "gelgjulegar" fullyrðingar. Auðvitað eru þeir hvorugir heimskir og seint verður hægt að segja að Davíð sé "gunga eða drusla". Finnst að ef fólk ætlar að vera með svona skítkast á "opinberum" vettvangi þá eigi það ekki að koma fram undir dulnefni, að er gunguskapur ef eitthvað er það. Og Vamban hvaða rétt hefur þú til að úrskurða fólk geðveikt? Finnst að fólk ætti að gæta hófsemis í skrifum sínum hér og hætta að vega fólk úr launsátri með tilhæfulausum og sérlega ósmekklegum ásökunum. Það hlýtur að vera hægt að tjá skoðanir sýnar á mönnum og málefnum án þess að nota orð eins og "fífl, geðveikur, skítur úr rassi og vitleysinur". Nú ef ykkur er það lífsins ómögulegt má ég þá benda ykkur á vefsvæði H**a þar er hægt að vera í svona sandkassaleik daginn út og inn án nokkurar ábyrgðar skilst mér.

2/11/03 07:01

Limbri

Nykur, mæltu þú manna heilagastur. Svo sannarlega rétt hjá þér.

Sá er líklega heimskastur sem ræðst að persónu annara án þess að hafa fleira fyrir sér í málunum en fréttaflutningur misgóðra fréttastofa. Ég hef tildæmis átt ágætis kvöldstund með Halldóri þar sem hann var ekki undir hinni stjórnmálalegu pressu sem felst í því að vera opinber persóna. Bar hann af sér mikinn þokka og flugu skrítlurnar af honum eins og lauf að hausti. Um Davíð hef ég lítið að segja þar sem ég hef bara aldrei hitt á manninn og veit ekki meir.

En þó vil ég benda á að ég tel að hægt sé fyrir okkur almúgan að stimpla menn með "gungu" stimpli. Til þess þarf maður ekki að þekkja persónuna. Og tel ég að Halldór sé mun hugaðri en Davíð. Allavegana þegar kemur að því að taka óþægilegar aðgerðir og réttlæta þær svo opinberlega.

-

2/11/03 07:01

Golíat

Þörf ábending Nykur.
Hins vegar mun ég seint fyrirgefa Halldóri Írak og fylgispekt við íhaldið í fjölmiðlamálinu.

2/11/03 07:01

Heiðglyrnir

Eru þetta ekki bara báðir sómamenn, kosnir af þjóðinni til að taka þessar erfiðu ákvarðanir, auðvitað er ekki alltaf hægt að gera öllum til hæfis, þegar á að taka erfiðar ákvarðanir, en síst tel ég þá menn vera gungur sem gefa kost á sér til þess, hvað þá veika á geði. Hvað með þennan stóra hóp íslendinga, sem gaf þessum mönnum umboð sitt til að fara með til stjórnunar á þessu landi, hefur það fólk ekki sama rétt og við til að koma skoðunum sínum á framfæri með því að kjósa þessa menn, eða hafa olíufurstarnir bara rétt fyrir sér, eru íslendingar bara upp til hópa fífl.

2/11/03 07:01

hlewagastiR

Hverjir eru þessir menn? Gegna þeir einhverju embættum á vegum Baggalútíu? Ef ekki, hvaða máli skipta þeir þá?

2/11/03 07:01

Heiðglyrnir

Hlebbi góður, þetta er andinn.

2/11/03 07:01

Vamban

Nykur minn. Það er fyrir löngu orðið ljóst að blaðsíðutalið hja Davíd hefur eitthvað ruglast og það þarf ekki annað en að horfa á Halldór til að sjá að maðurinn er þumbi.

2/11/03 07:01

feministi

Ó jæja, það er ekki nema von að það gangi fram af þér Nykur. Enda báðir þessir menn þekktir fyrir að vera orðvarir og háttvísir.

2/11/03 07:01

Nykur

Þið eruð bara afturhaldskommatittir!

Með Jólakveðju,
Nykur

2/11/03 07:01

Jóakim Aðalönd

Gelgjuskrif: Davíð er beztur.

Íhaldsaðalöndin.

2/11/03 07:01

Sjöleitið

Ekki veit ég neitt um gáfnafar nefndra pilta en hitt veit ég að annar þeirra er í bókinni Forsætisráðherrar Íslands en hinn ekki. Hvernig ætli það sé annars, að vera eini forsætisráðherra Íslands sem ekki er í bókinni Forsætisráðherrar Íslands?

2/11/03 07:02

Rasspabbi

Það eru þó ekki Davíð og Halldór sem syngja Kósíheit par exelans? Ja... amk syngja þeir það saman núna á rómantískum samráðsfundum.
Davíð situr og sötrar æriskoffí á meðan Halldór er inni í eldhúsi að gá að sósuni sem þarf korter enn...

2/11/03 09:00

Bægifótur

Halldór er ekki heimskur,hann er bara undirlægja hjá Davíð. Og fyrst hann er í því embætti og bergmálar allt það sem Davíð hugsar og segir,er þá hægt annað en að dáðst af búktalarahæfileikum Davíðs. En hvorugur er heimskur, þeir lifa aðeins í öðrum heimi en almenningur í þessu landi.

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.