— GESTAPÓ —
Hildisþorsti
Nýgræðingur.
Pistlingur - 1/11/03
Þú skalt ekki leggja ...

... Þú skalt ekki legga nafn drottins guðs þíns við hégóma ...

Þegar ég lærði biflíusögur í skóla var mér kennt að boðorðið: "Þú skalt ekki legga nafn drottins guðs þíns við hégóma" þýddi að maður ætti ekki að t.d. nefna nafn þrenningarinnar í óþarfa tilgangi.

Á sjónvarpsstöðinni Ómegu er þetta iðkað töluvert.
Gunnar í Krossinum er sífellt að tönlast á að almættið sé jafnvel ofan á brauð.
Bush "bandaríkjanna" brýtur þeta boðorð alloft. Telur að guð hafi ráðist með sér inn í Afghanistan og Írak.
Og suður-amerískir knattspyrnumenn telja að almættið sé í fótunum á þeim.

Pælum aðeins í þessu.

   (18 af 21)  
1/11/03 05:01

krumpa

Gott innlegg ! Málið virðist vera það að þeir ,,trúuðu" sem eru með beina línu við guð - sama hvaða hvuð það er - eru yfirleitt þeir sem iðka minnst kristilegt líferni. Trú þeirra er hræsnisfull og snýst að mestu um það að þeir séu betri en aðrir. Ég, sem sæmilega kristinn trúleysingi, er sannfærð um að í þessum tilvikum sem þú nefnir að ofan kom Guð hvergi nærri. Hann var heima hjá sér - með slökkt á símanum !

1/11/03 05:01

krumpa

Uhu - var að drífa mig aðeins of mikið - þetta HVUÐ á auðvitað að vera GUÐ - auk þess horfir hann ekki á Ómega.

1/11/03 05:01

Nafni

Hann var ekkert með slökkt á símanum. Það var bara bilun í símkerfinu hjá Og Vodafone.

1/11/03 05:01

Vamban

Guð er í öllu en engu þó
og allra síst hjá þér.
Kannski er'ann nit eða naflaló,
nifteind, hol eða smjér?

1/11/03 05:01

Frelsishetjan

Vamban. Haltu þig bara við skonsurnar..

1/11/03 05:01

Vamban

Hættu þessu væli kerling!

1/11/03 05:01

hundinginn

NEI!!! Ekki einhverja óþarfa trúarumræðu hér. OJ OJ OJ OJ OJ

1/11/03 05:01

Þamban

Já, oj.

1/11/03 05:01

Golíat

Mikið til í þessu Hildisþorsti.

1/11/03 06:00

B. Ewing

Þarft innlegg verð ég að segja. Ómega má samt eiga það að þeir eiga í harðri samkeppni við 70 mínútur og svipaða þætti í að segja bull og vitleysu. verst að ómegaliðarnir trúa því sem þeir segja að því er virðist í fyllstu einlægni.
Best af öllum er franska smámælta nunnan (sem ég man aldrei hvað heitir) sem ferðast og sýnir okkur grjóthnullunga og allar rústirnar sem eru svo guðdómlegar og andagefandi (hvað sem það er) að ég get ekki annað en hlegið mig máttlausan.

Hildisþorsti:
  • Fæðing hér: 29/4/04 07:41
  • Síðast á ferli: 25/5/19 03:06
  • Innlegg: 8
Eðli:
Ljúfmenni á öllum stöðum.
Fræðasvið:
Tækifærissinni með föst viðmið.
Æviágrip:
Ólst upp þar sem öll fjöll eru há.