— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 4/12/04
Litið til baka

Var að lesa félagsrit Skabba um sögu Lútsins og fór því sjálfur að skoða menjasafnið og aðallega það elsta sem hægt er að finna af gestapó hér og nú.

Ég skoðaði gamla þræði en sérstaklega skoðaði ég fyrstu innleggin mín ( sem má finna á síðu hvers gestapó undir Finna öll innlegg).
Það sem ég tók aðallega eftir var að gestapóum hefur fjölgað gífurlega. Með þessu fylgir svo aukinn hraði í lífinu hér, mun fleiri innlegg á styttri tíma, og mun meira um að vera. Sem dæmi má nefna nýjustu gagnrýni Steinríks, þar sem hann fjallar um það hvað fólk skrifar mikið.
Það er margt sem fylgir auknum hraða og fjölda innleggja á gestapó. Sumt jákvætt en annað neikvætt. Það er jákvætt að sjá mismunandi áhugasvið fólks, það er meiri fjölbreytni og meira um að vera. En hitt, sem er ekki jafn gott, er hugmyndaauðgin, eða skorturinn á henni. Nú er líkt og fólk skrifi bara hugsunarlaust og sendi inn innlegg eftir innlegg. Innleggin styttast og frumleiki er á hverfanda hveli. Ég verð nú að viðurkenna það að ég hef sjálfur misst mig svolítið í þessari maníu. Það sem mér finnst áberandi við gamla gestapó, fyrir um það bil ári síðan, er að þá voru færri innlegg frá hverjum og einum, en jafnframt vandaðari. Frumleiki og hugmyndaflug.
Hvað varð um þetta? Er ég einn um það að þykja Gestapó vera hægt og hægt að missa sjarmann?
Svo í lokin vil ég benda á það að þetta er stórskemmtileg iðja, að fletta í gegnum menjasafnið og skoða eldri þræði og innlegg frá frumbernsku hinna ýmsu gestapóa. Svo á Skabba auðvitað skilið hrós fyrir framlag sitt. Það að rekja sögu Lútsins er ekki á færi hvers sem er.

   (10 af 33)  
4/12/04 09:00

Smábaggi

Ég hata fólk sem nöldrar um þessa svokölluðu hnignun.

4/12/04 09:00

Jóakim Aðalönd

Það er gott og blessað að vera haldinn fortíðarþrá, en við stöðvum ekki þróunina og verðum bara að fylgja henni eftir. Öðruvísi blómstrum og döfnum við ekki.

4/12/04 09:00

Vímus

Ég er þessu hjartanlega sammála. Baggalútur býður uppá ótrúlega marga möguleika sem mér þykja oft vannýttir.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.