— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 2/12/04
Vatnsrennibraut

Rosalega geta landslagsarkítektar (eða þeir sem hönnuðu flóðgarðinn við Ánanaust) verið vitlausir.

Þetta er nú meira. Er ég sá eini sem hefur tekið eftir því að það er alltaf þari í háum sköflum við Ánanaustin? Þetta er vegna þess að fíni og flotti flógarðurinn (eða öldugarðurinn ?), er alls ekki eins fínn og flottur og hann átti að vera.
Hann er hlaðinn þannig að hann líður aflíðandi niður í sjó og myndar einskonar rennibraut fyrir öldurnar og gerið því meira ógagn en gagn. Það má varla hreyfa vind og þá eru öldurnar farnar að ganga yfir bílana sem eiga leið hjá. Þari skólfast upp á götuna og göngustíginn og frýs springur göngustíginn út af sjónum sem helfu holað sér í hann.
Þetta er skammarlegt. Arkítektarnir sem hönnuðu þetta ættu að hafa séð þetta fyrir. Það þarf að laga þennan garð svo ekki flæði yfir götur og ofan í bílageymslur þeirra sem eiga heima við sjóinn. Ég vil sjá framkvæmdir í þetta skipti hjá borginni, framkvæmdir, ekki bara innantók loforð!
Þakka áheyrnina.

   (16 af 33)  
2/12/04 04:01

Hermir

Ég myndi vera sammála þér ef mér væri ekki bara skítsama um fólk sem vill eiga heima í fjörunni. ALLIR Í BREIÐHOLTIÐ!

2/12/04 04:01

litlanorn

mér finnst einmitt ákaflega hressandi að fá mér gönguferð eftir ánanaustum í sjávarúðanum.

2/12/04 04:01

Heiðglyrnir

Já herra Ég sjálfur láttu þá heyra það, þetta gengur ekki.

2/12/04 04:02

Lómagnúpur

Það er sérhverjum manni hollt að bera tilhlýðilega virðingu fyrir hafinu. Hafið sjálft. Það lætur ekki einhverja hlægilega arkítekta ákveða hvar það frussar og hvar það frussar ekki.

2/12/04 04:02

Ég sjálfur

Þessir arkítektar fá engann plús í kladdann hjá mér.

2/12/04 05:00

B. Ewing

Hvað næst? Á að útrýma rottunum á Gróttusvæðinu kannski líka??

Þari er hollur matur og að fá hann heimsendann að auki ætti að vera sérstaklega skattskylt sem fæðishlunnindi.

Breiðholtið fær hvorki mikið af þara né af þessum Silfurskottum sem allir eru að tala um (og eiga að vera alveg "rosalegar"). Hvers eiga aðrir höfuðborgarar að gjalda??

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.