— GESTAPÓ —
Ég sjálfur
Fastagestur.
Dagbók - 1/12/04
Ártöl

Jæja, þá er nýtt ár gengið í garð með öllu tlheyrandi.

Ég vil byrja á því að þakka öllum kærlega fyrir síðastliðið ár, óska ykkur gæfuríks komandi árs og svo þar sem ég var ekki viðstaddur um jólin, gleðileg jól. Ég vona að allir haf borðað allt allt of mikið yfir hátíðirnar og haft það gott.
En það sem mig langaði til að tala um er hægur hugsanaflutningur minn og skortur á uppfærslum. Það vill nefninlega svo til að ég á einstaklega erfitt með að venja mig við nýtt ártal. Það hefur jafnvel komið fyrir að ég haldi áfram að skila verkefnum og öðru með „gamla“ ártalinu lang fram á vor. Kanski er þetta bara einhver íhaldsnostralgíuþörf eða álíka.
Vil svo í lokin þakka ritstjór fyrir einstaklega vel heppnaða bók. Sannleikurinn um Ísland hefur opnað augu mín og er það sérstakur heiður að fá að vera viðriðinn ritstjórn hér á Gestapó. Það var ekki fleira í bili, þakka áheyrnina.

   (19 af 33)  
1/12/04 01:02

Þarfagreinir

Ég kannast vel við þann vanda að vera lengi að venjast nýju ári. Þetta ku víst vera algengur kvilli, og er ég ekki laus við hann. En hvað sem því líður, þá óska ég þér og öðrum enn að nýju gleðilegs árs.

1/12/04 02:01

Heiðglyrnir

Herra Ég sjálfur, gleðilegt nýtt ár og hafðu þökk fyrir það liðna.

1/12/04 02:02

Skabbi skrumari

Já, þetta kemur fyrir á bestu bæjum, sjáið bara hvað stendur á stikunni hér fyrir neðan senda takkann... Skál

1/12/04 03:00

Nafni

Gleðilegt nýtt ár (þegar þar að kemur) og hafðu þökk fyrir það gamla.

1/12/04 04:01

Skarlotta

Já ég kannast við það ég er í nokkrar vikur að breyta yfir í nýtt ártal og samt þarf ég nú að skrifa ártalið all oft á degi hverjum.

Ég sjálfur:
  • Fæðing hér: 27/4/04 09:15
  • Síðast á ferli: 30/4/07 23:09
  • Innlegg: 125
Eðli:
Mikilmenni á heimsmælikvarða
Fræðasvið:
Allt ónauðsynlegt og heimskulegt.
Æviágrip:
Fæddist í 38 bröggum, á ennþá eftir á deyja hetjulegum dauðdaga.