Útgáfubækur
Halldór Kiljan Laxness

Hannes er fyrsta bindi í vandaðri og umfangsmikilli ævisögu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar eftir Halldór Kiljan Laxness og nær yfir tímabilið 1953-1973. Lýst er æsku Hannesar og uppvexti í Reykjavík og ferðum víða um höfuðborgarsvæðið, þar á meðal dvöl hans í Valhöll og í Menntaskólanum í Reykjavík þar sem hann hlaut Gullpennann eftirsótta. Þá er í fyrsta sinn fjallað um Færeyjaár Hannesar og uppgjörið við Þórshöfn. Bókinni lýkur með umfjöllun um árin sem Hannes tók að starfa fyrir Sjálfstæðisflokkinn og hóf afskifti af stjórnmálum fyrir alvöru.

Í bókinni koma fram ýmsar upplýsingar um ævi og verk Hannesar sem ekki hafa verið gerðar opinberar áður, enda liggur mikil heimildavinna að baki þessari bók. Halldór hefur víða leitað fanga og meðal annars rannsakað skjalasöfn heima og erlendis svo og ferðast til flestra þeirra staða þar sem Hannes dvaldist á fyrstu áratugum kalda stríðsins.

Leiðbeinandi verð: 250 kr.
Brot:
1. kapítuli: Skírnarmyndin

Foreldrar Hannesar, Gissur Jörundur Kristinsson og Ásta Hannesdóttir, héldu á honum við skírnina. Hannes var frumburður þeirra.

2. kapítuli: Á Óðinsgötu 25

Hannes bjó fyrstu fjögur ár ævinnar með foreldrum sínum í lítilli íbúð að Óðinsgötu 25, en afi hans, Kristinn Guðbjartsson vélstjóri, átti allt það hús. Hannes var ólíkur flestum öðrum börnum um það, að hann fór jafnan mjög varlega og meiddi sig þess vegna aldrei.

3. kapítuli: Með Stínu frænku

Föðuramma Hannesar, Salvör Gissurardóttir frá Hvoli í Ölfusi, dó úr berklum frá föður hans ungum. Systir hennar, Kristín Gissurardóttir, sem Hannes kallaði alltaf Stínu frænku, gekk þeim systkinunum í ömmu stað.

4. kapítuli: Tvær fjölskyldur

María Haraldsdóttir, eiginmaður hennar, Eiríkur Gíslason verkstjóri, og börn þeirra bjuggu í sama húsi og Hannes að Óðinsgötu 25 til 1957 og síðan í sama húsi að Laugarnesvegi 100, þangað til þau fluttust í Kópavog 1970. Móðir Hannesar og María voru miklar vinkonur, og Hannes var mjög hændur að Maríu, þegar hann var lítill drengur.

5. Kapítuli: Stúdent 1972

Hannes varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1972 með fyrstu ágætiseinkunn. Íslenska og saga lágu best fyrir honum, þótt hann væri í eðlisfræðideild. Hannes valdi spænsku í því takmarkaða vali, sem hann hafði.


Stuðst var lauslega við heimasíðu Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar:
http://www.hi.is/~hannesgi/

einkum umfjöllun um æsku hans:
http://www.hi.is/~hannesgi/safn.html
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA