Útgáfubćkur
LOBOTECH

Nauđ er frćgasta og líklega umdeildasta skáldsaga austurţýska rithöfundarins og stjórnmálafrćđingsins LOBOTECH, en hana skrifađi hann međan hann var í haldi vesturţýskra yfirvalda á árunum 1976-79.

Sagan er vísindaskáldsaga sem gerist áriđ 2004 og fjallar um róbótaplágu og réttindabaráttu umframklónađra í firrtum tćkniheimi. Bókin fékk á sínum tíma evrópsku Feuerdahl verđlaunin sem framsćknasta skáldverkiđ.

Nauđ kemur nú í fyrsta sinn út á íslensku og er ţađ Myglar sem ţýđir. Bókin verđur fyrst um sinn ađeins fáanleg á kiljuformi, en kemur út á hljóđsnćldu fyrir jól međ lestri Arnars Jónssonar.

Leiđbeinandi verđ: kr. 49.500,-
Brot:
15. Kapítuli - Návígi

Normann steig upp í leiguróbótann og fékk sér sćti. Hann stakk leiđarspjaldinu í raufina og tók fyrir eyrun međan slitinn tćkjabúnađurinn reiknađi út leiđarpunktana. Síđan ţrammađi olíuboriđ skrímsliđ međ hann út á stálbrautina og áleiđis til Miđpunktsins.

Endalaus röđ róbótanna fikrađi sig eins og snákur međfram rörpóststokknum, undir plasmaleiđslurnar og yfir olíusíkin, međan gasdćlurnar ćldu úr sér mengunareyđinum yfir hersinguna.

Eftir rúmlega hálftíma ferđ fór ađ glitta í áfangastađinn gegnum dumbrauđa móđuna. Róbótinn stöđvađi í ysta varđhliđi Miđpunktssvćđisins og Normann beit á jaxlinn međan varđróbótinn tók lífssýni úr vinstri armi hans. Ţegar inngönguleyfisflögunni hafđi veriđ smokrađ undir húđ hans fékk leiguróbótinn loks ađ halda áfram innfyrir hliđiđ og inn í Miđpunktinn.

Ţegar komiđ var framhjá Ráđuneyti allra ákvarđanna, húsi Yfirvélumsýsluráđsins og vatnstönkum Innanstéttafélaganna, sást hún loks sem í hillingum, sjálf Miđpunktsbyggingin. Fimmhundruđ hćđa plasthýsi, byggt á smurningspúđa til ađ vernda dýrmćtt innihaldiđ.

Og inni var ţađ allrahelgasta: Öll ţekking mannkyns, varđveitt um aldur og ćfi, á gataspjöldum.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA