Útgáfubćkur
Árni Johnsen

Baggalútur gefur nú loks út ţetta ţrekvirki Árna Johnsen, kennara og tónlistarmanns. Hér segir höfundur á einstaklega skemmtilegan hátt frá ýmsum prakkarastrikum sínum gegnum tíđina.

Hefur sjaldan eđa aldrei birst jafn lifandi og ósérhlífin frásögn úr íslenskum glćpaheimi, ţar sem hver óborganleg uppákoman rekur ađra.

Árni er engum líkur og kann svo sannarlega ađ koma fyrir sig orđi.

Leiđbeinandi verđ: 49.000 kr.
Brot:
13 kapítuli - kofinn

Ţegar komiđ var fram undir hádegi hafđi mér tekist ađ sanka ađ mér ţremur naglakössum, fjórum skrúfjárnum, rúllu af tjörupappa, kaffipoka (0.5 kg.), bílasápu og tveggja metra garđslöngu.

Allt var ţetta greitt úr árshátíđarsjóđi skátafélagsins Móhíkana í Vestmannaeyjum. Má segja ađ ég hafi komist ţarna á bragđiđ og veriđ kominn á skriđ - enda bauđ ég mig fram í allar stjórnir og nefndir sem nöfnum tjáir ađ nefna - var m.a. um tíma formađur kvenfélagsins.

Seinna um daginn keypti ég vandađan hamar fyrir peninga úr framkvćmdasjóđi blindra, sláttuvél og hrífu á reikning Landafundanefndar og afar fullkomna skóflu á kostnađ Hjálprćđishersins. Timbrinu hafđi ég ţegar reddađ.

Ţá var bara ađ hefjast handa.

Ég var stađráđinn í ađ reisa flottasta kofann og sanna ţannig ađ ég vćri annađ og meira en bara feiti mömmustrákurinn sem ţorđi ekki ađ spranga.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Ţjóđbók
Baggalútur er hýstur af alúđ og umhyggju hjá ADVANIA