Útgáfubækur
Ben Bormoth

Fyrsta bók þessa höfundar sem hefur farið sigurför um heiminn. Hér fylgjumst við með Vulger Hamas, blaðamanni og slátrara, sem kemst að því einn daginn að foreldrar hans hafa verið seldir í dýrafóður.

Leiðbeinandi verð: 19.900 kr.
Brot:
10. KAPÍTULI

Ég ákvað að leita til Jenniferar. Hún hafði alltaf skilið mig og dæmdi mig aldrei. Ég fann að bréfpokinn lak.

“Jennifer”, ég hrópaði í áttina að glugganum hennar. Blokkin var skítug eins og hugur minn og gluggarnir sprungnir, eins og ísmoli sem skyndilega er dýft í sjóðandi vatn en jafnharðan hrifsaður upp úr.

Ég sá hreyfingu við gluggann, þetta var ekki Jennifer. Þetta var Stanley! Ég stakk lifrinni í vasann, brisið hafði ég skilið eftir á pósthúsinu, ég sá það núna að Senor Alberto hafði rétt fyrir sér. Það gnauðaði í vindinum og trjágreinarnar sveifluðust upp og niður eins og til samþykkis.

Ég vissi hvað mér bæri að gera, ég mundi nefnilega að lifur er eitt vökvamesta líffæri mannslíkamans, svo mikið hafði Umberto kennt mér.
m.baggalutur.is Facebook Tvítill Tónlist.is iTunes YouTube Instagram RSS
Lesbók
Enter
 
Þjóðbók
Baggalútur er hýstur af alúð og umhyggju hjá ADVANIA