Lesbók30.10.02 — Enter

Skelfing getur stundum verið erfitt að vera frægt andlit á Íslandi. Endalaust hópast að manni krakkar og jafnvel fullorðið fólk potandi í mann og frussandi yfir mann hinum torræðustu skilaboðum, allt frá "..rooosalega kannast ég við þig" og "..bíddu, ert þú ekki með barnatímann?" upp í "..hæ, mér finnst femin.is æðisleg hjá ykkur?" og "..sæll séra minn!" Þeir allra nöskustu gala jafnvel upp yfir sig: "þetta er Enter maður - bleeeesaður!" núeða "..heeey, baggalútur.is var að kaupa skyr!"

Ég veit ekki, kannski á frægðin bara ekki við mig - ég veit að Númi hefur voða gaman af þessu og Spesi segir að dömurnar séu ofboðslega svag fyrir þessu í Glæsibæ. En fjandakornið. Maður getur ekki farið í kvikmyndahús lengur án þess að fólk punkti hjá sér hversu lengi maður er með poppið. Ef maður vogar sér í sund situr maður með handkrampa út vikuna af handabandaeymslum og eiginhandaáritanabólgum. Nei þetta er komið út í tóma vitleysu.

Enda sagði ég alltaf að við hefðum ekki átt að setja inn myndir af okkur á síðuna.

 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Sálmur
 
Spesi — Forystugrein
 
Númi Fannsker — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
Enter — Forystugrein
 
     1, 2, 3 ... 180, 181, 182