Lesbók09.09.02 — Enter

Öll ćtt ungskálda er viđurstyggileg, en hörmulegust er ţó ćttkvísl ungra tónskálda.

Ég brá mér í sakleysi út á land um helgina. Nánar tiltekiđ í Skálholt, en ţađ er sá stađur sem ég met einna mest á ţessu landi. Magnţrungin sagan er ţar svo alltumlykjandi, andrúmsloftiđ svo sefjandi og upphafiđ ađ jafnvel kýrnar sýnast ţar vísar og spakar.

Margt var um manninn ţegar mig bar ađ. Var ég glađur í bragđi ađ sjá viđ kirkjudyrnar hóp ungmenna og fylltist ég eitt augnablik trú á komandi kynslóđ. Ţađ varđi stutt.
Fyrir dyrum stóđu tónleikar ungra tónskálda frá Norđurlöndunum. Ég fylltist ţegar í stađ hryllingi ţegar hokinn og hornefjađur, krumpskyrtađur piltur tjáđi mér ţetta og hugđist ţegar í stađ forđa mér. Ég sá mig ţó um hönd og ákvađ ađ gefa ţessu tćkifćri - hugsađi sem svo: hversu slćmt gćti ţetta veriđ?

Já, hversu slćmt getur eitthvađ yfirleitt orđiđ? Hér voru í ţađ minnsta slegin nokkur norđurlandamet.

Fyrstur kjagađi upp á sviđ akfeitur Finni og sagđist ćtla ađ bjóđa okkur í ferđ. Hann rćsti ţví nćst segulbandstćki sem baulađi út úr sér glefsum úr tilhugalífi sjávarspendýra - og eina ferđin sem mér kom í hug var graftarblandin útferđ.
Nćst stigu hnípinn á ţennan gapastokk ómenningarinnar tvö íslensk ungmenni sem fluttu - guđ sé ţeim náđugur - danskt verk. Hlustarverk. Viđlíka bévítans óţverri hefur mér ekki bođist og hef ég ţó bćđi matast á hollenskum veitingastađ og hlýtt á makedóníska óperu. Ekki var nóg međ ađ danaskrattinn hefđi ţarna ađ háđi og spotti blásaklausa áhorfendur heldur niđurlćgđi hann listamennina og hljóđfćri ţeirra og svívirti svo hrottalega ađ mér var skapi nćst ađ negla ófétiđ á nćsta kross. Ég hélt ţó aftur af mér. Lét mér nćgja ađ gefa ţeim heiđingjum illt auga sem voguđu sér ađ klappa lófum í ţessu helgasta musteri ţjóđarinnar.

Ţá var komiđ ađ framlagi Svía. Var nú tekinn heill kór hvítklćddra engla og hann stjaksettur í kirkjuskipinu. Var tálklćdd höfundarglyđran svo ósvífinn ađ taka hér ljóđ Steins vinar míns Steinarr, Haf - og tónsetja ţađ međ tilheyrandi uppskafningu og vanmćtti ungskáldsins; krúsídúllum og mannskemmandi ómstríđu. Til ađ maka tjöru ofan á svart var kvćđiđ sungiđ á sćnsku, máli djöfulsins!

Ađ ţessum skrípaleik enduđum var mér loks nógsamlega misbođiđ. Ég reis á fćtur og gekk hljóđur út. Á hćla mér gengu liđnir biskupar, fremstur fór Ísleifur, ţá Gissur og síđan koll af kolli - allir grátandi.

 
Enter — Sálmur
 
Myglar — Sálmur
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
Enter — Sálmur
 
Kaktuz — Forystugrein
 
Kaktuz — Sálmur
 
Kaktuz — Sálmur
 
Enter — Leikrit
 
Númi Fannsker — Sálmur
 
        1, 2, 3 ... 179, 180, 181, 182